Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 4. september 2015 07:00 Flóttafólk hópast að lest á aðalbrautarstöðinni í Búdapest. Einhverjir meiddust í troðningnum. NordicPhotos/AFP Flóttafólk kepptist í gær við að komast um borð í járnbrautalestir áleiðis til Þýskalands eftir að stjórnvöld hleyptu því inn í aðalbrautarstöðina í Búdapest, þar sem þúsundir manna höfðu beðið í meira en tvo sólarhringa. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir hins vegar að flóttamannavandinn sé hvorki ungverskt vandamál né samevrópskt vandamál, heldur fyrst og fremst vandamál Þjóðverja. „Enginn vill vera áfram í Ungverjalandi, né heldur í Slóvakíu, Póllandi eða Eistlandi. Allir vilja fara til Þýskalands,“ sagði hann í gær. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Evrópuríki hins vegar til þess að taka við að minnsta kosti 100 þúsund flóttamönnum til að létta þrýstingnum af Grikklandi og Ítalíu, sem fengið hafa stærstan hluta flóttamannastraumsins til sín. Þá gerðu leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel Þýskalandskanslari og François Hollande Frakklandsforseti, í gær með sér samkomulag um að styðja, á vettvangi Evrópusambandsins, tillögur um að aðildarríkjunum verði gert skylt að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Bindandi kvóti verði lagður á. Ljóst er þó að verulegur ágreiningur er meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um réttmæti þess að taka við flóttamönnum. Þjóðarleiðtogar í austanverðri Evrópu eru yfirleitt tregari til þess en þeir sem eru vestan megin í álfunni. Þannig reikna Þjóðverjar með því að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, meira en nokkurt annað Evrópuríki. Og Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, segir að þótt þetta þýði vissulega álag fyrir Þýskaland, þá muni Þjóðverjar vel ráða við það. Svo spyr Gabriel hvers vegna í ósköpunum ekki séu sendar ferjur til þess að taka við flóttamönnum og flytja þá yfir til Evrópu, í staðinn fyrir að láta þá taka áhættuna á því að fara ólöglega með yfirfullum flóttamannaskipum yfir Miðjarðarhafið. „Hvers vegna geta sýrlenskar flóttamannafjölskyldur ekki komið til Evrópu með ferju?“ spurði Gabriel í gær á ráðstefnu þýska sósíaldemókrataflokksins, þar sem fjallað var um innflytjendamál. Þá fór Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mikinn í viðtali við CNN í gær. „Í fullri hreinskilni er mín skoðun að þetta vandamál sé á ábyrgð vestrænna þjóða,“ sagði forsetinn. „Evrópa þarf að koma af stað samræmdu verkefni þar sem flóttamönnum er gefið það tækifæri að bjarga lífi sínu. Evrópuþjóðir, sem skilgreindu viðmiðin fyrir mannréttindi og frelsi, snúa nú baki við þeim gildum. Þær hafa breytt svæðinu umhverfis Miðjarðarhaf, vöggu fornra menningarþjóða, í grafreit flóttamanna og eru hlutaðeigandi í þeim glæp sem á sér stað í hvert skipti sem flóttamaður lætur lífið,“ sagði Erdogan. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Flóttafólk kepptist í gær við að komast um borð í járnbrautalestir áleiðis til Þýskalands eftir að stjórnvöld hleyptu því inn í aðalbrautarstöðina í Búdapest, þar sem þúsundir manna höfðu beðið í meira en tvo sólarhringa. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir hins vegar að flóttamannavandinn sé hvorki ungverskt vandamál né samevrópskt vandamál, heldur fyrst og fremst vandamál Þjóðverja. „Enginn vill vera áfram í Ungverjalandi, né heldur í Slóvakíu, Póllandi eða Eistlandi. Allir vilja fara til Þýskalands,“ sagði hann í gær. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Evrópuríki hins vegar til þess að taka við að minnsta kosti 100 þúsund flóttamönnum til að létta þrýstingnum af Grikklandi og Ítalíu, sem fengið hafa stærstan hluta flóttamannastraumsins til sín. Þá gerðu leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel Þýskalandskanslari og François Hollande Frakklandsforseti, í gær með sér samkomulag um að styðja, á vettvangi Evrópusambandsins, tillögur um að aðildarríkjunum verði gert skylt að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Bindandi kvóti verði lagður á. Ljóst er þó að verulegur ágreiningur er meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um réttmæti þess að taka við flóttamönnum. Þjóðarleiðtogar í austanverðri Evrópu eru yfirleitt tregari til þess en þeir sem eru vestan megin í álfunni. Þannig reikna Þjóðverjar með því að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, meira en nokkurt annað Evrópuríki. Og Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, segir að þótt þetta þýði vissulega álag fyrir Þýskaland, þá muni Þjóðverjar vel ráða við það. Svo spyr Gabriel hvers vegna í ósköpunum ekki séu sendar ferjur til þess að taka við flóttamönnum og flytja þá yfir til Evrópu, í staðinn fyrir að láta þá taka áhættuna á því að fara ólöglega með yfirfullum flóttamannaskipum yfir Miðjarðarhafið. „Hvers vegna geta sýrlenskar flóttamannafjölskyldur ekki komið til Evrópu með ferju?“ spurði Gabriel í gær á ráðstefnu þýska sósíaldemókrataflokksins, þar sem fjallað var um innflytjendamál. Þá fór Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mikinn í viðtali við CNN í gær. „Í fullri hreinskilni er mín skoðun að þetta vandamál sé á ábyrgð vestrænna þjóða,“ sagði forsetinn. „Evrópa þarf að koma af stað samræmdu verkefni þar sem flóttamönnum er gefið það tækifæri að bjarga lífi sínu. Evrópuþjóðir, sem skilgreindu viðmiðin fyrir mannréttindi og frelsi, snúa nú baki við þeim gildum. Þær hafa breytt svæðinu umhverfis Miðjarðarhaf, vöggu fornra menningarþjóða, í grafreit flóttamanna og eru hlutaðeigandi í þeim glæp sem á sér stað í hvert skipti sem flóttamaður lætur lífið,“ sagði Erdogan.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira