Bretland mun taka á móti þúsundum flóttamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2015 11:23 Sýrlenskir flóttamenn sem hafa komist hafa yfir til Tyrklands. vísir/getty David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að landið muni taka á móti þúsundum flóttamanna sem nú er á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið síðustu daga af ófremdarástandi í málefnum flóttamanna sem í þúsunda tali hætta lífi sínu og limum til að komast til Evrópu í von um betra líf. Hafa stjórnvöld í álfunni verið gagnrýnd harðlega fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. Fyrr í vikunni sagði Cameron að það að taka á móti fleiri flóttamönnum væri ekki einfalt svar við ástandinu sem hefur skapast. Var Cameron gagnrýndur harðlega og hefur verið mikill þrýstingur á hann og ríkisstjórnina að láta til sín taka. Til að mynda hafa hátt í 400.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að Bretar taki á móti fleiri flóttamönnum. „Það er siðferðisleg skylda okkar Breta að hjálpa flóttamönnum, líkt og höfum gert áður í sögunni,“ sagði Cameron á fréttamannafundi í dag. Cameron sagði að flóttamennirnir kæmu frá flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna á landamærum Sýrlands og nágrannaríkja. Ekki er því um að ræða flóttamenn sem eru nú þegar komnir til Evrópu. Hét hann því að finna langtímalausnir á vandanum. Cameron nefndi enga sérstaka tölu í ræðu sinni en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið það út að Bretland muni taka við 4000 sýrlenskum flóttamönnum. Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að landið muni taka á móti þúsundum flóttamanna sem nú er á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið síðustu daga af ófremdarástandi í málefnum flóttamanna sem í þúsunda tali hætta lífi sínu og limum til að komast til Evrópu í von um betra líf. Hafa stjórnvöld í álfunni verið gagnrýnd harðlega fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. Fyrr í vikunni sagði Cameron að það að taka á móti fleiri flóttamönnum væri ekki einfalt svar við ástandinu sem hefur skapast. Var Cameron gagnrýndur harðlega og hefur verið mikill þrýstingur á hann og ríkisstjórnina að láta til sín taka. Til að mynda hafa hátt í 400.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að Bretar taki á móti fleiri flóttamönnum. „Það er siðferðisleg skylda okkar Breta að hjálpa flóttamönnum, líkt og höfum gert áður í sögunni,“ sagði Cameron á fréttamannafundi í dag. Cameron sagði að flóttamennirnir kæmu frá flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna á landamærum Sýrlands og nágrannaríkja. Ekki er því um að ræða flóttamenn sem eru nú þegar komnir til Evrópu. Hét hann því að finna langtímalausnir á vandanum. Cameron nefndi enga sérstaka tölu í ræðu sinni en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið það út að Bretland muni taka við 4000 sýrlenskum flóttamönnum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00
Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30
Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58
Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00