Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2015 17:00 Pavel Ermolinskij. Vísir/Valli Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. „Þetta er gífurlega stór stund fyrir íslenskan körfubolta á morgun. Þegar afrekstur mikillar og góðrar vinnu síðustu ára. Leikmenn, þjálfarar og umgjörðin í kringum þetta hefur verið til fyrirmyndar," segir Pavel Ermolinskij. Íslenska landsliðið komst á EM með því að ná öðru sæti í sínum riðli í fyrrahaust en liðið vann þá tvo sigra á Bretum. „Þetta er engin heppni og við unnum ekkert lottó. Þetta afrakstur mikillar og góðrar vinnu," segir Pavel. Það er gott andrúmsloft og mikil samhugur innan íslenska hópsins sem hitti blaðamenn í dag fyrir leikinn sögulega á morgun. „Jú við erum flestir orðnir góðir vinir en suma kann ég ekki alltof vel. Þeir vita hverjir þeir eru," svaraði Pavel með sínum vel þekkta húmor. „Nei, nei, þetta er mjög samheldin hópur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur, þjóð sem hefur ekki sömu hæfilega eða líkamlega getu og þessar sterkari þjóðir sem við erum að fara að mæta. Það er alveg galið að ætla að fara að gera eitthvað á móti þeim með sundraðan hóp," segir Pavel. „Það sem við höfum fyrst og fremst er þessi samheldni og þessi liðsandi og baráttuandi sem við deilum allir saman. Það er okkar aðalsmerki og okkar eina von í þessu. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að það sé einhver rígur á milli okkar," sagði Pavel. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 13.00 á morgun að íslenskum tíma og það verður fylgst með leiknum hér inn á Vísi. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. „Þetta er gífurlega stór stund fyrir íslenskan körfubolta á morgun. Þegar afrekstur mikillar og góðrar vinnu síðustu ára. Leikmenn, þjálfarar og umgjörðin í kringum þetta hefur verið til fyrirmyndar," segir Pavel Ermolinskij. Íslenska landsliðið komst á EM með því að ná öðru sæti í sínum riðli í fyrrahaust en liðið vann þá tvo sigra á Bretum. „Þetta er engin heppni og við unnum ekkert lottó. Þetta afrakstur mikillar og góðrar vinnu," segir Pavel. Það er gott andrúmsloft og mikil samhugur innan íslenska hópsins sem hitti blaðamenn í dag fyrir leikinn sögulega á morgun. „Jú við erum flestir orðnir góðir vinir en suma kann ég ekki alltof vel. Þeir vita hverjir þeir eru," svaraði Pavel með sínum vel þekkta húmor. „Nei, nei, þetta er mjög samheldin hópur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur, þjóð sem hefur ekki sömu hæfilega eða líkamlega getu og þessar sterkari þjóðir sem við erum að fara að mæta. Það er alveg galið að ætla að fara að gera eitthvað á móti þeim með sundraðan hóp," segir Pavel. „Það sem við höfum fyrst og fremst er þessi samheldni og þessi liðsandi og baráttuandi sem við deilum allir saman. Það er okkar aðalsmerki og okkar eina von í þessu. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að það sé einhver rígur á milli okkar," sagði Pavel. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 13.00 á morgun að íslenskum tíma og það verður fylgst með leiknum hér inn á Vísi.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00
Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41