UFC 191: Tekst Johnson að verja titilinn eina ferðina enn? Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. september 2015 20:00 Úr vigtuninni frá því í gær. Vísir/Getty UFC 191 fer fram í kvöld þar sem Demetrious Johnson ver fluguvigtartitil sinn gegn John Dodson. Þá munu hnefar fljúga þegar þungavigtarmennirnir Frank Mir og Andrei Arlovski mætast á þessu spennandi kvöldi. Þeir Demetrious Johnson og John Dodson mættust fyrst í janúar 2013. Þar fór meistarinn Johnson með sigur af hólmi í frábærum bardaga. Dodson tókst þó að slá meistarann þrívegis niður og hefur harma að hefna í kvöld.Sjá einnig: Gamli bardaginn – Demetrious Johnson gegn John Dodson Demetrious Johnson er einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Hann er stöðugt að bæta sig og virðist alltaf vera einu (eða nokkrum) skrefum á undan andstæðingum sínum. Dodson er þó sá sem hefur komist næst því að sigra Johnson. Það hafa því margir beðið eftir þessum bardaga af mikilli eftirvæntingu og loksins berjast þeir aftur í kvöld. Þetta verður viðburðarrík vika fyrir Dodson en auk þess að berjast um titil í kvöld eignaðist hann sitt fyrsta barn í vikunni. Hinir 36 ára gömlu Frank Mir og Andrei Arlovski mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Báðir hafa þeir endurvakið feril sinn eftir dapurt gengi. Nú er Arlovski mögulega einum bardaga frá titilbardaga sem þótti fráleit hugmynd fyrir tveimur árum síðan. Arlovski mun leitast eftir rothögginu en hann á flesta sigra eftir rothögg í sögu UFC eða níu talsins. Mir er aftur á móti hættulegri í gólfinu og er með níu sigra eftir uppgjafartök. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn John Dodson Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Frank Mir Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Jimi Manuwa Léttþungavigt: Jan Blachowicz gegn Corey Anderson Strávigt kvenna: Paige VanZant gegn Alex Chambers MMA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir Sjá meira
UFC 191 fer fram í kvöld þar sem Demetrious Johnson ver fluguvigtartitil sinn gegn John Dodson. Þá munu hnefar fljúga þegar þungavigtarmennirnir Frank Mir og Andrei Arlovski mætast á þessu spennandi kvöldi. Þeir Demetrious Johnson og John Dodson mættust fyrst í janúar 2013. Þar fór meistarinn Johnson með sigur af hólmi í frábærum bardaga. Dodson tókst þó að slá meistarann þrívegis niður og hefur harma að hefna í kvöld.Sjá einnig: Gamli bardaginn – Demetrious Johnson gegn John Dodson Demetrious Johnson er einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Hann er stöðugt að bæta sig og virðist alltaf vera einu (eða nokkrum) skrefum á undan andstæðingum sínum. Dodson er þó sá sem hefur komist næst því að sigra Johnson. Það hafa því margir beðið eftir þessum bardaga af mikilli eftirvæntingu og loksins berjast þeir aftur í kvöld. Þetta verður viðburðarrík vika fyrir Dodson en auk þess að berjast um titil í kvöld eignaðist hann sitt fyrsta barn í vikunni. Hinir 36 ára gömlu Frank Mir og Andrei Arlovski mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Báðir hafa þeir endurvakið feril sinn eftir dapurt gengi. Nú er Arlovski mögulega einum bardaga frá titilbardaga sem þótti fráleit hugmynd fyrir tveimur árum síðan. Arlovski mun leitast eftir rothögginu en hann á flesta sigra eftir rothögg í sögu UFC eða níu talsins. Mir er aftur á móti hættulegri í gólfinu og er með níu sigra eftir uppgjafartök. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn John Dodson Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Frank Mir Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Jimi Manuwa Léttþungavigt: Jan Blachowicz gegn Corey Anderson Strávigt kvenna: Paige VanZant gegn Alex Chambers
MMA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir Sjá meira