Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 16:01 Hörður Axel Vilhjálmsson reynir hér að troða boltanum í körfu Þjóðverja í leiknum í dag. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. Auk þess að skora 11 stig þá tók Hörður Axel 6 fráköst og stal 2 boltum af leikmönnum þýska liðsins. „Það svíður að hafa klikkað svona mikið á vítalínunni. Við komum okkur í góða stöðu til að hugsanlega vinna leikinn og við erum sáttir með það," sagði Hörður Axel. „Við gerðum ekki nóg og það er drullufúlt af því að okkur finnst við hafa átt skilið að vinna leikinn," sagði Hörður en íslenska liðið vann fjórða leikhlutann með tíu stigum og var næstum því búið að vinna upp forskot Þjóðverjanna. „Við sýndum seiglu og það að við munum halda áfram sama hvað. Við erum komnir á mótið til þess að láta hafa fyrir okkur og ætlum að gera eitthvað hérna. Við erum ekki komnir hingað bara til að vera með. Við erum engir túristar í Berlín," sagði Hörður Axel. „Auðvitað erum við sáttir með að sýna öllum það að við erum mættir en við erum dullufúlir með að hafa ekki unnið leikinn," sagði Hörður Axel. Hann var frábær í vörninni og grimmur í öllum sínum aðgerðum. „Já ég var alveg ánægður með minn leik. Ég er í stóru varnarhlutverki hér og það er mitt að setja svolítið tóninn. Ég er sáttur með vörnina mína en hún er yfirleitt alltaf til staðar. Ég hefði sem dæmi mátt skjóta betur á vítalínunni," sagði Hörður Axel. Hörður Axel klikkaði á 4 af 7 vítum sínum og íslenska liðið klikkaði alls á tíu vítum í leiknum. „Ég hugsa um þessi víti sem klikkuðu á leiðinni inn í klefa en svo ætla ég að gleyma þeim," sagði Hörður. En hvernig er orkan eftir erfiðan fyrsta leik. „Ég er góður enda búinn að vera í stanslausri meðhöndlun hjá frábærum sjúkraþjálfurum. Ég hef oft verið þreyttari en þetta. Nú er bara áfram gakk og næsti leikur á morgun," sagði Hörður Axel að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42 Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. Auk þess að skora 11 stig þá tók Hörður Axel 6 fráköst og stal 2 boltum af leikmönnum þýska liðsins. „Það svíður að hafa klikkað svona mikið á vítalínunni. Við komum okkur í góða stöðu til að hugsanlega vinna leikinn og við erum sáttir með það," sagði Hörður Axel. „Við gerðum ekki nóg og það er drullufúlt af því að okkur finnst við hafa átt skilið að vinna leikinn," sagði Hörður en íslenska liðið vann fjórða leikhlutann með tíu stigum og var næstum því búið að vinna upp forskot Þjóðverjanna. „Við sýndum seiglu og það að við munum halda áfram sama hvað. Við erum komnir á mótið til þess að láta hafa fyrir okkur og ætlum að gera eitthvað hérna. Við erum ekki komnir hingað bara til að vera með. Við erum engir túristar í Berlín," sagði Hörður Axel. „Auðvitað erum við sáttir með að sýna öllum það að við erum mættir en við erum dullufúlir með að hafa ekki unnið leikinn," sagði Hörður Axel. Hann var frábær í vörninni og grimmur í öllum sínum aðgerðum. „Já ég var alveg ánægður með minn leik. Ég er í stóru varnarhlutverki hér og það er mitt að setja svolítið tóninn. Ég er sáttur með vörnina mína en hún er yfirleitt alltaf til staðar. Ég hefði sem dæmi mátt skjóta betur á vítalínunni," sagði Hörður Axel. Hörður Axel klikkaði á 4 af 7 vítum sínum og íslenska liðið klikkaði alls á tíu vítum í leiknum. „Ég hugsa um þessi víti sem klikkuðu á leiðinni inn í klefa en svo ætla ég að gleyma þeim," sagði Hörður. En hvernig er orkan eftir erfiðan fyrsta leik. „Ég er góður enda búinn að vera í stanslausri meðhöndlun hjá frábærum sjúkraþjálfurum. Ég hef oft verið þreyttari en þetta. Nú er bara áfram gakk og næsti leikur á morgun," sagði Hörður Axel að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42 Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42
Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19
Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35