Bjelica tryggði Serbum sigur á Þjóðverjum þegar 0,9 sekúndur voru eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 14:59 Nemanja Bjelica. Vísir/Getty Serbía er áfram með fullt hús í riðli Íslands eftir 68-66 sigur á Þjóðverjum í æsispennandi leik í Mercedens Benz höllinni í Berlín í dag. Nemanja Bjelica skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Þjóðverjar áttu mjög góða spretti í leiknum og stríddu hinu sterka liði Serba sem kannski var enn hátt uppi eftir sigurinn á Spáni. Serbarnir hittu mjög illa fyrir utan en héldu sér inn í leiknum á fráköstum og klókindum. Nemanja Bjelica var stigahæstur hjá Serbum með tólf stig en serbneska liðið hitti illa í leiknum og gat á endanum þakkað fyrir sigurinn. Bjelica ætlar greinilega að láta til sín taka á mótinu en hann var frábær í sigri á Spánverjum í gær og gerði síðan út um leikinn í lokin í dag. Nemanja Bjelica er á leiðinni í NBA-deildina en hann hefur gert samning um að spila með liði Minnesota Timberwolves. Dirk Nowitzki skoraði 15 stig og tók 10 fráköst hjá Þjóðverjum og Tibor Pleiss, sem er á leiðinni í NBA, var með 15 stig og 7 fráköst. Dennis Schröder var síðan með 11 stig og 6 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var hnífjafn en Serbar leiddu með einu stigi eftir hann, 19-18. Þjóðverjar skoruðu mikið inn í teig (12 af 18 stigum) og Serbarnir klikkuðu á 75 prósent skota sinna fyrstu tíu mínútur leiksins. Líkt og á móti Íslandi þá var Dirk Nowitzki mjög rólegur í fyrsta leikhlutanum en hann fór á flug í öðrum þar sem hann skorað 10 af 12 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar náðu mest sjö stiga forystu í hálfleiknum en Serbarnir komu sér aftur inn í leikinn þrátt fyrir slæma hittni og voru aftur komnir yfir í hálfleik, 39-38. Serbarnir hittu skelfilega í hálfleiknum (8 prósent í þriggja, 13/1) en héldu sér á lífi með því að taka tólf sóknarfráköst í hálfleiknum. Þjóðverjar tóku aðeins eitt sóknarfrákast í öllum hálfleiknum. Þjóðverjar komust aftur yfir í þriðja leikhlutanum en viti menn Serbarnir náðu enn á ný forystunni með því enda leikhlutann vel. Serbneska liðið vann þannig síðustu fjórar mínútur þriðja leikhlutans 9-3 og var 50-48 yfir fyrir lokaleikhlutann. Serbar náðu sex stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta (56-50) en Þjóðverjar voru ekkert á því að gefa sig, jöfnuðu í 56-56 og komust svo yfir í 60-59. Nemanja Bjelica skoraði tvær mikilvægar körfur fyrir Serba á lokakafla leiksins og Nemanja Nedovic kom liðinu í 66-63 þegar 54 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki hafði þá klikkað á víti þegar hann gat jafnað leikinn. Heiko Schaffartzik, góður vinur Loga Gunnarssonar, jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 66-66, þegar 23 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki gaf þá boltann óeigingjarnt út á hann. Nemanja Bjelica var ekki hættur og skoraði sigurkörfu Serbíu þegar 0.9 sekúndur voru eftir. Hann skoraði tólf stig í leiknum en sjö þeirra komu á síðustu fimm mínútunum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Serbía er áfram með fullt hús í riðli Íslands eftir 68-66 sigur á Þjóðverjum í æsispennandi leik í Mercedens Benz höllinni í Berlín í dag. Nemanja Bjelica skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Þjóðverjar áttu mjög góða spretti í leiknum og stríddu hinu sterka liði Serba sem kannski var enn hátt uppi eftir sigurinn á Spáni. Serbarnir hittu mjög illa fyrir utan en héldu sér inn í leiknum á fráköstum og klókindum. Nemanja Bjelica var stigahæstur hjá Serbum með tólf stig en serbneska liðið hitti illa í leiknum og gat á endanum þakkað fyrir sigurinn. Bjelica ætlar greinilega að láta til sín taka á mótinu en hann var frábær í sigri á Spánverjum í gær og gerði síðan út um leikinn í lokin í dag. Nemanja Bjelica er á leiðinni í NBA-deildina en hann hefur gert samning um að spila með liði Minnesota Timberwolves. Dirk Nowitzki skoraði 15 stig og tók 10 fráköst hjá Þjóðverjum og Tibor Pleiss, sem er á leiðinni í NBA, var með 15 stig og 7 fráköst. Dennis Schröder var síðan með 11 stig og 6 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var hnífjafn en Serbar leiddu með einu stigi eftir hann, 19-18. Þjóðverjar skoruðu mikið inn í teig (12 af 18 stigum) og Serbarnir klikkuðu á 75 prósent skota sinna fyrstu tíu mínútur leiksins. Líkt og á móti Íslandi þá var Dirk Nowitzki mjög rólegur í fyrsta leikhlutanum en hann fór á flug í öðrum þar sem hann skorað 10 af 12 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar náðu mest sjö stiga forystu í hálfleiknum en Serbarnir komu sér aftur inn í leikinn þrátt fyrir slæma hittni og voru aftur komnir yfir í hálfleik, 39-38. Serbarnir hittu skelfilega í hálfleiknum (8 prósent í þriggja, 13/1) en héldu sér á lífi með því að taka tólf sóknarfráköst í hálfleiknum. Þjóðverjar tóku aðeins eitt sóknarfrákast í öllum hálfleiknum. Þjóðverjar komust aftur yfir í þriðja leikhlutanum en viti menn Serbarnir náðu enn á ný forystunni með því enda leikhlutann vel. Serbneska liðið vann þannig síðustu fjórar mínútur þriðja leikhlutans 9-3 og var 50-48 yfir fyrir lokaleikhlutann. Serbar náðu sex stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta (56-50) en Þjóðverjar voru ekkert á því að gefa sig, jöfnuðu í 56-56 og komust svo yfir í 60-59. Nemanja Bjelica skoraði tvær mikilvægar körfur fyrir Serba á lokakafla leiksins og Nemanja Nedovic kom liðinu í 66-63 þegar 54 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki hafði þá klikkað á víti þegar hann gat jafnað leikinn. Heiko Schaffartzik, góður vinur Loga Gunnarssonar, jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 66-66, þegar 23 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki gaf þá boltann óeigingjarnt út á hann. Nemanja Bjelica var ekki hættur og skoraði sigurkörfu Serbíu þegar 0.9 sekúndur voru eftir. Hann skoraði tólf stig í leiknum en sjö þeirra komu á síðustu fimm mínútunum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira