Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2015 18:25 Hlynur í leiknum í dag. vísir/valli „Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur að lokum við íþróttadeild 365. EM 2015 í Berlín Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur að lokum við íþróttadeild 365.
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira