Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 11:30 Jón Arnór Stefánsson í leiknum gegn Ítalíu. vísir/valli Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. Þeir voru líka yfir sig hrifnir af stuðningi íslensku áhorfandanna. Ísland eignaði sér stúkuna í leiknum við Ítali og það var gaman að horfa upp í stúku þar sem blái liturinn var allsráðandi og „Áfram Ísland" ómaði um alla höll. „Ég vil nota tækifærið og þakka þessum Íslendingum sem eru komnir hingað til að styðja okkur. Ég gleymdi því í gær því ég var svo fúll og leiðinlegur eftir tapið," sagði Jón Arnór eftir leikinn við Ítalíu í gær. Íslenska stuðningsfólkið þurfti Þýskalands-leikinn til að „hita" upp og þá gekk ekki eins vel að yfirgnæfa um 30 trommur þýska stuðningsliðsins. Í leiknum gegn Ítölum þá voru íslensku stuðningsmennirnir hinsvegar í stuði frá fyrstu mínútu og frábær frammistaða íslensku strákanna hjálpaði svo sannarlega til. „Ég vil þakka þeim innilega. Við strákarnir vorum bara klökkir eftir leikinn og þökkum fyrir stuðninginn. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir mættu hingað til Berlínar," sagði Jón Arnór og þessi stuðningur hjálpar þeim í baráttunni við þessa stóru og þungu karla. „Þeir gefa okkur eitthvað extra. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Þetta er alveg risastórt fyrir okkur og gefur þennan aukakraft sem við þurfum. Það er rosalega mikilvægt fyrir okkur," sagði Jón Arnór. Íslenska stuðningsfólkið fær nú einn dag eins og strákarnir til að undirbúa sig fyrir Serbaleikinn á morgun og Íslendingarnir mæta örugglega í miklu stuði til leiks eftir einn túristadag í Berlín. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. Þeir voru líka yfir sig hrifnir af stuðningi íslensku áhorfandanna. Ísland eignaði sér stúkuna í leiknum við Ítali og það var gaman að horfa upp í stúku þar sem blái liturinn var allsráðandi og „Áfram Ísland" ómaði um alla höll. „Ég vil nota tækifærið og þakka þessum Íslendingum sem eru komnir hingað til að styðja okkur. Ég gleymdi því í gær því ég var svo fúll og leiðinlegur eftir tapið," sagði Jón Arnór eftir leikinn við Ítalíu í gær. Íslenska stuðningsfólkið þurfti Þýskalands-leikinn til að „hita" upp og þá gekk ekki eins vel að yfirgnæfa um 30 trommur þýska stuðningsliðsins. Í leiknum gegn Ítölum þá voru íslensku stuðningsmennirnir hinsvegar í stuði frá fyrstu mínútu og frábær frammistaða íslensku strákanna hjálpaði svo sannarlega til. „Ég vil þakka þeim innilega. Við strákarnir vorum bara klökkir eftir leikinn og þökkum fyrir stuðninginn. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir mættu hingað til Berlínar," sagði Jón Arnór og þessi stuðningur hjálpar þeim í baráttunni við þessa stóru og þungu karla. „Þeir gefa okkur eitthvað extra. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Þetta er alveg risastórt fyrir okkur og gefur þennan aukakraft sem við þurfum. Það er rosalega mikilvægt fyrir okkur," sagði Jón Arnór. Íslenska stuðningsfólkið fær nú einn dag eins og strákarnir til að undirbúa sig fyrir Serbaleikinn á morgun og Íslendingarnir mæta örugglega í miklu stuði til leiks eftir einn túristadag í Berlín.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41
Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25
Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30
Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00
Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46
Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00