Vítanýtingin svíður | Ísland með eina lélegustu vítanýtinguna á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 12:00 Pavel Ermolinskij á vítalínunni. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín en það er helst á einum stað þar sem hægt er að gagnrýna íslensku strákana. Ísland er nefnilega í 20. sæti í vítanýtingu af þeim 24 liðum sem taka þátt í úrslitakeppninni í ár. Það er víst ekki hægt að kenna sentímetrunum um þá tölfræði. Íslensku strákarnir hafa aðeins nýtt 61 prósent víta sinna eða sett niður 25 víti af 41. Þessi tölfræði þýðir að íslenska liðið hefur klikkað á sextán vítum í þessum fyrstu tveimur leikjum sínum en liðið hefur tapað þessum leikjum bara með samtals þrettán stigum. „Það er svolítið erfitt að horfa upp á okkur klikka á vítaskotunum. Það svíður svolítið," sagði Logi Gunnarsson eftir leikinn á móti Ítölum þar sem íslenska liðið hækkaði þó vítanýtinguna frá því í fyrsta leiknum við Þjóðverja. Íslenska liðið nýtti 68 prósent víta sinna á móti Ítölum (13 af 19) en aðeins 55 prósent víta sinn í Þýskalandsleiknum (12 af 22) þar sem leikmenn íslenska liðsins klikuðu á tíu vítum í sex stiga tapi. Jón Arnór Stefánsson stendur hinsvegar fyrir sínu á vítalínunni en hann hefur hitt úr 7 af 8 vítum sínum sem gerir 87,5 prósent vítanýtingu. Haukur Helgi Pálsson er með 83 prósent vítanýtingu (5 af 6) og þeir Jakob Örn Sigurðarson og Martin Hermannsson hafa nýtt bæði vítin sín. Restin af íslenska liðinu hefur því aðeins hitt úr 9 af 23 vítaskotum sínum sem þýðir bara 39 prósent vítanýtingu hjá stórum hluta leikmanna Íslands á Evrópumótinu til þessa. Íslensku strákarnir munu örugglega æfa vítin á æfingum sínum fram að leiknum við Serbíu sem fer fram á morgun og hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín en það er helst á einum stað þar sem hægt er að gagnrýna íslensku strákana. Ísland er nefnilega í 20. sæti í vítanýtingu af þeim 24 liðum sem taka þátt í úrslitakeppninni í ár. Það er víst ekki hægt að kenna sentímetrunum um þá tölfræði. Íslensku strákarnir hafa aðeins nýtt 61 prósent víta sinna eða sett niður 25 víti af 41. Þessi tölfræði þýðir að íslenska liðið hefur klikkað á sextán vítum í þessum fyrstu tveimur leikjum sínum en liðið hefur tapað þessum leikjum bara með samtals þrettán stigum. „Það er svolítið erfitt að horfa upp á okkur klikka á vítaskotunum. Það svíður svolítið," sagði Logi Gunnarsson eftir leikinn á móti Ítölum þar sem íslenska liðið hækkaði þó vítanýtinguna frá því í fyrsta leiknum við Þjóðverja. Íslenska liðið nýtti 68 prósent víta sinna á móti Ítölum (13 af 19) en aðeins 55 prósent víta sinn í Þýskalandsleiknum (12 af 22) þar sem leikmenn íslenska liðsins klikuðu á tíu vítum í sex stiga tapi. Jón Arnór Stefánsson stendur hinsvegar fyrir sínu á vítalínunni en hann hefur hitt úr 7 af 8 vítum sínum sem gerir 87,5 prósent vítanýtingu. Haukur Helgi Pálsson er með 83 prósent vítanýtingu (5 af 6) og þeir Jakob Örn Sigurðarson og Martin Hermannsson hafa nýtt bæði vítin sín. Restin af íslenska liðinu hefur því aðeins hitt úr 9 af 23 vítaskotum sínum sem þýðir bara 39 prósent vítanýtingu hjá stórum hluta leikmanna Íslands á Evrópumótinu til þessa. Íslensku strákarnir munu örugglega æfa vítin á æfingum sínum fram að leiknum við Serbíu sem fer fram á morgun og hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41
Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25
Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30
Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00
Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46
Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00