Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 13:30 Haukur Helgi Pálsson verið heitur fyrir utan línuna. vísir/valli Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson eru í 3. til 6. sæti yfir flesta þrista en báðir hafa þeir skorað sex þriggja stiga körfur í þessum tveimur leikjum eða þrjár körfur að meðaltali í leik. Enginn annar leikmaður í riðlinum í Berlín hefur náð að skora sex þrista á þessum tveimur fyrstu leikdögum og á Ísland því tvær öflugustu þriggja stiga skytturnar til þessa samkvæmt tölfræðinni. Það eru bara tveir leikmenn á öllu Evrópumótinu sem hafa skorað fleiri þrista en þeir Hlynur og Haukur en það eru Makedóníumaðurinn Aleksandar Kostoski og Rússinn Dmitry Khvostov sem báðir hafa skorað sjö þrista eða 3,5 að meðaltali í leik. Hlynur Bæringsson skoraði 4 þrista í sjö skotum á móti Þjóðverjum og 2 þrista í 4 skotum á móti Ítölum. Hann hefur nýtt 6 af 11 skotum sínum sem gerir 54,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Haukur skoraði 2 þrista í 3 skotum á móti Þýskalandi og 4 þrista í 8 skotum á móti Ítölum. Hann er því líka með 54,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu eins og Hlynur. Íslenska liðið er annars í 6. til 7. sæti yfir flestar þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur leikjunum en þeir Hlynur og Haukur hafa skorað 12 af 16 þristum íslenska liðsins eða 75 prósent karfanna. Makedóníumenn hafa skorað flesta þrista (24 eða 12,0 í leik) en Tyrkir eru jafnir Íslendingum á toppnum yfir flesta þrista í riðlinum í Berlín. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson eru í 3. til 6. sæti yfir flesta þrista en báðir hafa þeir skorað sex þriggja stiga körfur í þessum tveimur leikjum eða þrjár körfur að meðaltali í leik. Enginn annar leikmaður í riðlinum í Berlín hefur náð að skora sex þrista á þessum tveimur fyrstu leikdögum og á Ísland því tvær öflugustu þriggja stiga skytturnar til þessa samkvæmt tölfræðinni. Það eru bara tveir leikmenn á öllu Evrópumótinu sem hafa skorað fleiri þrista en þeir Hlynur og Haukur en það eru Makedóníumaðurinn Aleksandar Kostoski og Rússinn Dmitry Khvostov sem báðir hafa skorað sjö þrista eða 3,5 að meðaltali í leik. Hlynur Bæringsson skoraði 4 þrista í sjö skotum á móti Þjóðverjum og 2 þrista í 4 skotum á móti Ítölum. Hann hefur nýtt 6 af 11 skotum sínum sem gerir 54,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Haukur skoraði 2 þrista í 3 skotum á móti Þýskalandi og 4 þrista í 8 skotum á móti Ítölum. Hann er því líka með 54,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu eins og Hlynur. Íslenska liðið er annars í 6. til 7. sæti yfir flestar þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur leikjunum en þeir Hlynur og Haukur hafa skorað 12 af 16 þristum íslenska liðsins eða 75 prósent karfanna. Makedóníumenn hafa skorað flesta þrista (24 eða 12,0 í leik) en Tyrkir eru jafnir Íslendingum á toppnum yfir flesta þrista í riðlinum í Berlín.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41
Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00
Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46
Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00