Bjóða upp á hugvekju við setningu Alþingis í áttunda sinn Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2015 11:05 Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Vísir/GVA Siðmennt býður þingmönnum að hlusta á hugvekju félagsins á Hótel Borg vegna setningar Alþingis á morgun. Í tilkynningu frá samtökunum segir að að venju verði flutt stutt hugvekja í tilefni dagsins, boðið upp á kaffi og með því og síðan spjallað um lífið og tilveruna. „Í ár mun Nanna Hlín Halldórsdóttir flytja hugvekjuna. Nanna Hlín er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og B.A gráðu í heimspeki frá HÍ. Í doktorsverkefni sínu skoðar Nanna samband siðfræði og stjórnspeki út frá femínískum og Marxískum kenningum en hún hefur einnig skrifað greinar um gagnrýni, vald og jafnrétti. Hugvekju sína kallar hún „Að standa fyrir fólkið“. Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Hugvekjurnar hafa vakið töluverða athygli og má finna þær á heimasíðu Siðmenntar. Í bréfi sem Siðmennt sendi forseta Alþingis í janúar 2011 með ósk um breytingu á setningu Alþingis segir m.a.: „Íslenskt samfélag er veraldlegt lýðræðissamfélag gagnstætt ríkjum sem byggja á trúræði og einræði. Eðli starfa þingsins er veraldlegt þ.e. þingmenn skulu hafa það að leiðarljósi við lagasetningu að hún gildi fyrir alla þjóðfélagsþegna án tillits til lífsskoðana. Hvergi í lögum er kveðið um að slík athöfn skuli eiga sér stað en í kynningarbæklingi Alþingis kemur fram að við endurreisn Alþingis árið 1845 hafi þessi siður verið tekinn upp. Því er einungis um hefð að ræða og hægt að rökstyðja slíka athöfn á þeim tíma að ekki hafi ríkt trúfrelsi á Íslandi. Hefðir eru ekki eilífar og einfaldar að breyta þó oft séu tilfinningarök sem liggja að baki því að viðhalda þeim. Í stjórnarskrá Íslands er ákvæði um ríkiskirkju en í henni er einnig ákvæði um að trúfrelsi skuli ríkja. Því er um ákveðna andstæðu að ræða en hitt er ljóst að íslenskt samfélag hefur breyst mjög hratt undanfarna áratugi. Samfélagið mótast af fjölbreytileika og veraldarhyggju“,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Siðmennt býður þingmönnum að hlusta á hugvekju félagsins á Hótel Borg vegna setningar Alþingis á morgun. Í tilkynningu frá samtökunum segir að að venju verði flutt stutt hugvekja í tilefni dagsins, boðið upp á kaffi og með því og síðan spjallað um lífið og tilveruna. „Í ár mun Nanna Hlín Halldórsdóttir flytja hugvekjuna. Nanna Hlín er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og B.A gráðu í heimspeki frá HÍ. Í doktorsverkefni sínu skoðar Nanna samband siðfræði og stjórnspeki út frá femínískum og Marxískum kenningum en hún hefur einnig skrifað greinar um gagnrýni, vald og jafnrétti. Hugvekju sína kallar hún „Að standa fyrir fólkið“. Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Hugvekjurnar hafa vakið töluverða athygli og má finna þær á heimasíðu Siðmenntar. Í bréfi sem Siðmennt sendi forseta Alþingis í janúar 2011 með ósk um breytingu á setningu Alþingis segir m.a.: „Íslenskt samfélag er veraldlegt lýðræðissamfélag gagnstætt ríkjum sem byggja á trúræði og einræði. Eðli starfa þingsins er veraldlegt þ.e. þingmenn skulu hafa það að leiðarljósi við lagasetningu að hún gildi fyrir alla þjóðfélagsþegna án tillits til lífsskoðana. Hvergi í lögum er kveðið um að slík athöfn skuli eiga sér stað en í kynningarbæklingi Alþingis kemur fram að við endurreisn Alþingis árið 1845 hafi þessi siður verið tekinn upp. Því er einungis um hefð að ræða og hægt að rökstyðja slíka athöfn á þeim tíma að ekki hafi ríkt trúfrelsi á Íslandi. Hefðir eru ekki eilífar og einfaldar að breyta þó oft séu tilfinningarök sem liggja að baki því að viðhalda þeim. Í stjórnarskrá Íslands er ákvæði um ríkiskirkju en í henni er einnig ákvæði um að trúfrelsi skuli ríkja. Því er um ákveðna andstæðu að ræða en hitt er ljóst að íslenskt samfélag hefur breyst mjög hratt undanfarna áratugi. Samfélagið mótast af fjölbreytileika og veraldarhyggju“,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira