Bjóða upp á hugvekju við setningu Alþingis í áttunda sinn Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2015 11:05 Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Vísir/GVA Siðmennt býður þingmönnum að hlusta á hugvekju félagsins á Hótel Borg vegna setningar Alþingis á morgun. Í tilkynningu frá samtökunum segir að að venju verði flutt stutt hugvekja í tilefni dagsins, boðið upp á kaffi og með því og síðan spjallað um lífið og tilveruna. „Í ár mun Nanna Hlín Halldórsdóttir flytja hugvekjuna. Nanna Hlín er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og B.A gráðu í heimspeki frá HÍ. Í doktorsverkefni sínu skoðar Nanna samband siðfræði og stjórnspeki út frá femínískum og Marxískum kenningum en hún hefur einnig skrifað greinar um gagnrýni, vald og jafnrétti. Hugvekju sína kallar hún „Að standa fyrir fólkið“. Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Hugvekjurnar hafa vakið töluverða athygli og má finna þær á heimasíðu Siðmenntar. Í bréfi sem Siðmennt sendi forseta Alþingis í janúar 2011 með ósk um breytingu á setningu Alþingis segir m.a.: „Íslenskt samfélag er veraldlegt lýðræðissamfélag gagnstætt ríkjum sem byggja á trúræði og einræði. Eðli starfa þingsins er veraldlegt þ.e. þingmenn skulu hafa það að leiðarljósi við lagasetningu að hún gildi fyrir alla þjóðfélagsþegna án tillits til lífsskoðana. Hvergi í lögum er kveðið um að slík athöfn skuli eiga sér stað en í kynningarbæklingi Alþingis kemur fram að við endurreisn Alþingis árið 1845 hafi þessi siður verið tekinn upp. Því er einungis um hefð að ræða og hægt að rökstyðja slíka athöfn á þeim tíma að ekki hafi ríkt trúfrelsi á Íslandi. Hefðir eru ekki eilífar og einfaldar að breyta þó oft séu tilfinningarök sem liggja að baki því að viðhalda þeim. Í stjórnarskrá Íslands er ákvæði um ríkiskirkju en í henni er einnig ákvæði um að trúfrelsi skuli ríkja. Því er um ákveðna andstæðu að ræða en hitt er ljóst að íslenskt samfélag hefur breyst mjög hratt undanfarna áratugi. Samfélagið mótast af fjölbreytileika og veraldarhyggju“,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Siðmennt býður þingmönnum að hlusta á hugvekju félagsins á Hótel Borg vegna setningar Alþingis á morgun. Í tilkynningu frá samtökunum segir að að venju verði flutt stutt hugvekja í tilefni dagsins, boðið upp á kaffi og með því og síðan spjallað um lífið og tilveruna. „Í ár mun Nanna Hlín Halldórsdóttir flytja hugvekjuna. Nanna Hlín er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og B.A gráðu í heimspeki frá HÍ. Í doktorsverkefni sínu skoðar Nanna samband siðfræði og stjórnspeki út frá femínískum og Marxískum kenningum en hún hefur einnig skrifað greinar um gagnrýni, vald og jafnrétti. Hugvekju sína kallar hún „Að standa fyrir fólkið“. Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Hugvekjurnar hafa vakið töluverða athygli og má finna þær á heimasíðu Siðmenntar. Í bréfi sem Siðmennt sendi forseta Alþingis í janúar 2011 með ósk um breytingu á setningu Alþingis segir m.a.: „Íslenskt samfélag er veraldlegt lýðræðissamfélag gagnstætt ríkjum sem byggja á trúræði og einræði. Eðli starfa þingsins er veraldlegt þ.e. þingmenn skulu hafa það að leiðarljósi við lagasetningu að hún gildi fyrir alla þjóðfélagsþegna án tillits til lífsskoðana. Hvergi í lögum er kveðið um að slík athöfn skuli eiga sér stað en í kynningarbæklingi Alþingis kemur fram að við endurreisn Alþingis árið 1845 hafi þessi siður verið tekinn upp. Því er einungis um hefð að ræða og hægt að rökstyðja slíka athöfn á þeim tíma að ekki hafi ríkt trúfrelsi á Íslandi. Hefðir eru ekki eilífar og einfaldar að breyta þó oft séu tilfinningarök sem liggja að baki því að viðhalda þeim. Í stjórnarskrá Íslands er ákvæði um ríkiskirkju en í henni er einnig ákvæði um að trúfrelsi skuli ríkja. Því er um ákveðna andstæðu að ræða en hitt er ljóst að íslenskt samfélag hefur breyst mjög hratt undanfarna áratugi. Samfélagið mótast af fjölbreytileika og veraldarhyggju“,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira