Erlent

Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel Þýskalandskanslari.
Angela Merkel Þýskalandskanslari. vísir/AFP
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að mikill straumur flóttafólks til Þýskalands muni hafa áhrif á og breyta landinu á komandi árum.

Merkel og Sigmar Gabriel varakanslari greindu frá því í morgun að þýska ríkisstjórnin muni verja sex milljörðum evra, eða um 870 milljarða króna, til að bregðast við straumnum. Þá verði það ferli sem hælisleitendur fara í gegnum hraðað.

Kanslarinn sagði alveg ljóst að Þýskaland geti ekki leyst vandann eitt síns liðs og hvatti öll aðildarríki Evrópusambandsins og taka við fleira flóttafólki.

Í frétt BBC kemur fram að um 20 þúsund flóttamenn hafi komið til Þýskalands um helgina og er búist við um 11 þúsund til viðbótar í dag.

Merkel þakkaði öllum þeim sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að.

„Þeir flóttamenn sem þurfa vernd muni fá hana. Þeir sem eiga enga von um að fá hæli munu fljótt þurfa snúa aftur til síns heima,“ sagði Merkel.


Tengdar fréttir

Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands

Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×