Lífið

Landsliðsmennirnir tóku pásu frá borðhaldinu til að fagna með Tólfunni - Myndbönd

Stefán Árni Pálsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa
Stemningin var gríðarleg fyrir utan íslensku Óperuna.
Stemningin var gríðarleg fyrir utan íslensku Óperuna. myndir/þorbjörn
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í gærkvöldi farseðilinn á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt karlalandslið í knattspyrnu kemst á lokamót og var að vonum fagnað um allt land í gær.

Blásið var til veislu á Ingólfstorgi í gær þar sem tekið var sérstaklega á móti strákunum okkar. Leikmenn liðsins skemmtu sér vel um kvöldið og var tekið vel á því.

vísir/þorbjörn
Eftir að formlegri dagskrá á Ingólfstorgi lauk voru íslensku leikmennirnir ferjaðir yfir í Gamla Bíó við Ingólfsstræti þar sem þeir snæddu kvöldverð ásamt starfsfólki KSÍ og mökum.

Þetta spurðist fljótlega út meðal meðlima Tólfunnar og þeir fjölmenntu fyrir utan staðinn. Hópurinn ákallaði drengina og að sjálfsögðu mættu þeir út á tröppur. Stemningin náði hámarki skömmu fyrir miðnætti og Lars Lagerback, sem hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar, mætti á tröppurnar og ávarpaði íslensku stuðningsmennina. 

Neðst í fréttinni má sjá myndbönd frá atvikinu.

mynd/þorbjörn
mynd/þorbjörn







Fleiri fréttir

Sjá meira


×