UFC reyndi að skipuleggja þennan bardaga á bardagakvöldið í Dyflinni síðar í þessum mánuði en það var ekki hægt.
„Ég var með sýkingu sem ég vildi losna alveg við. Ég vildi vera alveg laus við sýkinguna. Maður verður að passa upp á líkamann sinn,“ segir Demian Maia í viðtali við MMAViking.

Gunnar er frábær bardagamaður sem þeir vilja að ég berjist við. Ég mæti þarna 12. desember og þetta verður frábær bardagi,“ segir Maia, en hvernig heldur hann að bardaginn myndi fara ef þeir myndu berjast meira standandi?
„Ég get bara ekki svarað því. Hann er með öðruvísi stíl því hann kemur úr karate. Hann hefur sagst vilja glíma við mig þannig ég held að við munum glíma.“
„Ég vonast til að klára hann áður en kemur að dómaraúrskurði en Gunnar er sterkur og kann mikið fyrir sér í BJJ. Það er erfitt að segja til um hvernig þetta fer,“ segir Demian Maia.