Hnúðlaxar hafa veiðst víða í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2015 09:47 Hnúðlax sem veiddist í Þorskafjarðará 31. ágúst í sumar Mynd: Jóhann G. Bergþórsson Það hefur sjaldan veiðst jafn margir hnúðlaxar í íslenskum ám eins og í sumar en hann þykir ekki aufúsugestir í ánum. Meðal ánna sem hann hefur veiðst í eru til dæmis Þjórsá, Ytri Rangá, Hamarsá, Skjálfandafljót og Sogið. Þetta sýnir að hann fer ansi víða og miðað við veiðiálga almennt er ljóst að mun meira af honum er í ánum en veiðitölur á þessum flakkara gefa til kynna. Veiðimenn sem veiða slíka laxa og aðra flökkufiska ættu að taka mynd af fiskinum og tilkynna Veiðimálastofnun ásamt því að skrá hann í veiðibókina. Kynþroska hnúðlaxahængar eru auðþekktir á hnúðnum á bakinu, sem líkist nokkurs konar kryppu. Hrygnurnar geta hins vegar verið erfiðari að þekkja, en á þær vantar hnúðinn og geta þær líkst Atlantshafslaxi við fyrstu sýn. Sé betur að gáð er hreistur hnúðlaxa þó áberandi smátt, í gómi munnsins má finna svarta rönd og hringlaga dökka bletti er að finna á sporðblöðku. Hnúðlax sem einnig er nefndur bleiklax tilheyrir ættkvísl kyrrahafslaxa. Náttúruleg heimkynni tegundarinnar eru í norðanverðu Kyrrahafi, með hrygningarstofna austan þess í Bandaríkjunum og Kanada og vestan þess í Rússlandi, Japan og Kóreu. Smærri hrygningarstofnar finnast einnig norðan Beringssunds, allt austan frá Mackenziefljóti í Kanada og vestur að ánni Lenu í Síberíu. Hnúðlax er mest veidda laxategundin í N-Kyrrahafi, en hann er eingöngu veiddur í sjó og illa hæfur til manneldis þegar kynþroska er náð og því lítt eftirsóttur af veiðimönnum í ferskvatni. Meira um hnúðlaxa má finna á síðu Landssambands Veiðifélaga. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði
Það hefur sjaldan veiðst jafn margir hnúðlaxar í íslenskum ám eins og í sumar en hann þykir ekki aufúsugestir í ánum. Meðal ánna sem hann hefur veiðst í eru til dæmis Þjórsá, Ytri Rangá, Hamarsá, Skjálfandafljót og Sogið. Þetta sýnir að hann fer ansi víða og miðað við veiðiálga almennt er ljóst að mun meira af honum er í ánum en veiðitölur á þessum flakkara gefa til kynna. Veiðimenn sem veiða slíka laxa og aðra flökkufiska ættu að taka mynd af fiskinum og tilkynna Veiðimálastofnun ásamt því að skrá hann í veiðibókina. Kynþroska hnúðlaxahængar eru auðþekktir á hnúðnum á bakinu, sem líkist nokkurs konar kryppu. Hrygnurnar geta hins vegar verið erfiðari að þekkja, en á þær vantar hnúðinn og geta þær líkst Atlantshafslaxi við fyrstu sýn. Sé betur að gáð er hreistur hnúðlaxa þó áberandi smátt, í gómi munnsins má finna svarta rönd og hringlaga dökka bletti er að finna á sporðblöðku. Hnúðlax sem einnig er nefndur bleiklax tilheyrir ættkvísl kyrrahafslaxa. Náttúruleg heimkynni tegundarinnar eru í norðanverðu Kyrrahafi, með hrygningarstofna austan þess í Bandaríkjunum og Kanada og vestan þess í Rússlandi, Japan og Kóreu. Smærri hrygningarstofnar finnast einnig norðan Beringssunds, allt austan frá Mackenziefljóti í Kanada og vestur að ánni Lenu í Síberíu. Hnúðlax er mest veidda laxategundin í N-Kyrrahafi, en hann er eingöngu veiddur í sjó og illa hæfur til manneldis þegar kynþroska er náð og því lítt eftirsóttur af veiðimönnum í ferskvatni. Meira um hnúðlaxa má finna á síðu Landssambands Veiðifélaga.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði