18 laxa dagur í Langá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2015 09:25 Emil Olufsen með maríulaxinn sinn úr Langá. Eftir að hafa verið vatnsmikil frá opnun er Langá á Mýrum loksins að sjatna og með minnkandi vatni koma stækkandi göngur. Áin var eins og flestar ár á vesturlandi gífurlega vatnsmikil og þrátt fyrir að staðan í teljaranum fyrir tæpri viku hafi staðið í 162 löxum fundust þessir laxar illa í miklu vatni. Um leið og hún fór að detta niður í vatni fóru fleiri laxar að grípa flugurnar hjá veiðimönnum og eftir að hollið sem kláraði veiðar að hádegi í gær sjatnaði áin bara hraðar. Hollið sem tók við gerði góða veiði á fyrstu vakt og samtals komu 18 laxar á land en fleiri sluppu. Það er svolítið merkilegt að þrátt fyrir mikið vatn, og að áin sé tær í miklu vatni þökk sé vatnsmiðlun við Langavatn, að flestar tökurnar eru að koma á litlar flugur alveg niður í #16. Það verður fróðlegt að sjá framhaldið í Langá og ánum í kring núna eftir stóra strauminn í gær og hvað gerist fram að næsta straum. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði
Eftir að hafa verið vatnsmikil frá opnun er Langá á Mýrum loksins að sjatna og með minnkandi vatni koma stækkandi göngur. Áin var eins og flestar ár á vesturlandi gífurlega vatnsmikil og þrátt fyrir að staðan í teljaranum fyrir tæpri viku hafi staðið í 162 löxum fundust þessir laxar illa í miklu vatni. Um leið og hún fór að detta niður í vatni fóru fleiri laxar að grípa flugurnar hjá veiðimönnum og eftir að hollið sem kláraði veiðar að hádegi í gær sjatnaði áin bara hraðar. Hollið sem tók við gerði góða veiði á fyrstu vakt og samtals komu 18 laxar á land en fleiri sluppu. Það er svolítið merkilegt að þrátt fyrir mikið vatn, og að áin sé tær í miklu vatni þökk sé vatnsmiðlun við Langavatn, að flestar tökurnar eru að koma á litlar flugur alveg niður í #16. Það verður fróðlegt að sjá framhaldið í Langá og ánum í kring núna eftir stóra strauminn í gær og hvað gerist fram að næsta straum.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði