Góð bleikjuveiði við Ásgarð Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2023 09:02 Sífellt fleiri stórar bleikjur veiðast í Soginu Við höfum svo sem áður sagt frá því að bleikjan í Soginu virðist bara stækka eftir að sleppiskylda var sett á og það hafa fáir kvartað yfir því. Bleikjur í stærðinni 50-60 sm voru ekkert of algengar hér á árum áður þegar undirritaður var að veiða við Ásgarð og á Bíldsfelli en vissulega veiddust þær reglulega sem og stærri bleikjur en það þótti alltaf frétt. Núna er staðan bara þannig að það þykir ekkert tiltökumál að landa bleikjum í þessari stærð. Þetta er augljós árangur af því að sleppa bleikjunni aftur og það verður spennandi að fylgjast með á næstu árum og sjá hvort það komi bleikja á fluguna sem verður 70 sm eða stærri. Tekist á við stóra bleikju við Ásgarð í SoginuMynd: Tómas Lorange FB Hópur sem var að ljúka veiðum við Ásgarð í gær landaði 27 bleikjum og missti eitthvað eins og gengur og gerist. Stærsta bleikjan var 62 sm og töluvert magn af bleikjunni var í 50-60 sm. Ásgarður er líklega að verða það svæði á landinu ásamt Litluá í Kelduhverfi þar sem stórar bleikjur veiðast nær daglega en það er ótrúlega gaman að eiga við stórar bleikjur því þær láta allt öðruvísi á færi en til dæmis lax eða urriði. Stangveiði Mest lesið Formaður SVFR: Ljóst að Norðurá verður boðin út í vetur Veiði Veiði í Þingvallavatni hefst tíu dögum fyrr Veiði Vötn og Veiði komin út Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Veiði lokið í Norðurá Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði
Bleikjur í stærðinni 50-60 sm voru ekkert of algengar hér á árum áður þegar undirritaður var að veiða við Ásgarð og á Bíldsfelli en vissulega veiddust þær reglulega sem og stærri bleikjur en það þótti alltaf frétt. Núna er staðan bara þannig að það þykir ekkert tiltökumál að landa bleikjum í þessari stærð. Þetta er augljós árangur af því að sleppa bleikjunni aftur og það verður spennandi að fylgjast með á næstu árum og sjá hvort það komi bleikja á fluguna sem verður 70 sm eða stærri. Tekist á við stóra bleikju við Ásgarð í SoginuMynd: Tómas Lorange FB Hópur sem var að ljúka veiðum við Ásgarð í gær landaði 27 bleikjum og missti eitthvað eins og gengur og gerist. Stærsta bleikjan var 62 sm og töluvert magn af bleikjunni var í 50-60 sm. Ásgarður er líklega að verða það svæði á landinu ásamt Litluá í Kelduhverfi þar sem stórar bleikjur veiðast nær daglega en það er ótrúlega gaman að eiga við stórar bleikjur því þær láta allt öðruvísi á færi en til dæmis lax eða urriði.
Stangveiði Mest lesið Formaður SVFR: Ljóst að Norðurá verður boðin út í vetur Veiði Veiði í Þingvallavatni hefst tíu dögum fyrr Veiði Vötn og Veiði komin út Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Veiði lokið í Norðurá Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði