Ástand heimsins Böðvar Jónsson skrifar 8. september 2015 11:07 Maður les, hlustar og horfir á þau ósköp sem ganga á í heiminum og veltir fyrir sér hversu slæmt ástandið geti orðið áður en leiðtogar heimsins, allir sem einn, taka ráð saman í fullkominni og raunverulegri, alvöru með það í huga að brjóta odd af oflæti og stöðva stríðsátökin mannkyninu til heilla. Margir hafa sagt og munu segja: „Það er hægara sagt en gert“. Það er alveg rétt en það er samt eina raunhæfa lausnin í stöðunni. Fólk er snortið og því er ofboðið svo það hefur stigið fram og boðið hverskyns aðstoð vegna flóttamannavandans og krafið ráðamenn aðgerða. Vandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir virðist stefna í einhverja mestu þjóðflutninga sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum, fremur aukning ef eitthvað er. Ég endurtek því, eina raunhæfa lausnin er friður. Maður hefur oft tekið upp umræðuna um frið en henni er oft mætt með þeirri fullyrðingu að friður sé ómögulegur, eðli mannsins komi í veg fyrir það því maðurinn sé í eðli sínu sjálfselskur og árásargjarn. Mér sýnist viðbrögð almennings við ástandinu sem við blasir afsanna þessa fullyrðingu. Það hefur einnig sýnt sig á síðustu dögum að almenningur getur haft áhrif og í mörgum löndum þvingað fram aðgerðir ráðamanna til samræmis við ríkjandi vilja almennings, þökk sé gjörbreyttri stöðu í heiminum. Segja má að spámannleg orð sem mælt voru upp úr 1850 og sem hljóða „Heimurinn er eitt land og mannkynið íbúar þess“ hafi sannað tilvistarrétt sinn og því skýrar sem hver dagurinn líður. Með hjálp samfélagsmiðla og nútíma samgangna er almenningur um allan heim farinn að skynja heiminn sem eitt land nokkuð sem leiðtogar heimsins tregðast við að viðurkenna en fjölþjóðafyrirtæki nýta út í ystu æsar. Krafa dagsins ætti að vera: Ráðamenn heimsins! Takið höndum saman, stöðvið vopnuð átök með öllum tiltækum ráðum, hefðbundnum eða óhefðbundnum, alla vega ráðum sem duga og tryggja íbúum átakasvæða aðstæður til uppbyggingar og lífvænlegs umhverfis á heimaslóð. Við upphaf alþjóðlegs friðarárs Sameinuðu þjóðanna 1985 var yfirlýsingin „Fyrirheit um heimsfrið“ afhent ráðamönnum um allan heim. Yfirlýsingunni var mætt með áhugaleysi þá, kannski líta menn hana öðrum augum nú. Mig langar að birta eina stutta málsgrein úr þessari yfirlýsingu. „Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.“ Megi ráðamenn heimsins bera gæfu til að koma saman og einsetja sér að hefja það samráð sem mun ráðast að rótum vandans og leiða mannkynið til varanlegs friðar og farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Maður les, hlustar og horfir á þau ósköp sem ganga á í heiminum og veltir fyrir sér hversu slæmt ástandið geti orðið áður en leiðtogar heimsins, allir sem einn, taka ráð saman í fullkominni og raunverulegri, alvöru með það í huga að brjóta odd af oflæti og stöðva stríðsátökin mannkyninu til heilla. Margir hafa sagt og munu segja: „Það er hægara sagt en gert“. Það er alveg rétt en það er samt eina raunhæfa lausnin í stöðunni. Fólk er snortið og því er ofboðið svo það hefur stigið fram og boðið hverskyns aðstoð vegna flóttamannavandans og krafið ráðamenn aðgerða. Vandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir virðist stefna í einhverja mestu þjóðflutninga sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum, fremur aukning ef eitthvað er. Ég endurtek því, eina raunhæfa lausnin er friður. Maður hefur oft tekið upp umræðuna um frið en henni er oft mætt með þeirri fullyrðingu að friður sé ómögulegur, eðli mannsins komi í veg fyrir það því maðurinn sé í eðli sínu sjálfselskur og árásargjarn. Mér sýnist viðbrögð almennings við ástandinu sem við blasir afsanna þessa fullyrðingu. Það hefur einnig sýnt sig á síðustu dögum að almenningur getur haft áhrif og í mörgum löndum þvingað fram aðgerðir ráðamanna til samræmis við ríkjandi vilja almennings, þökk sé gjörbreyttri stöðu í heiminum. Segja má að spámannleg orð sem mælt voru upp úr 1850 og sem hljóða „Heimurinn er eitt land og mannkynið íbúar þess“ hafi sannað tilvistarrétt sinn og því skýrar sem hver dagurinn líður. Með hjálp samfélagsmiðla og nútíma samgangna er almenningur um allan heim farinn að skynja heiminn sem eitt land nokkuð sem leiðtogar heimsins tregðast við að viðurkenna en fjölþjóðafyrirtæki nýta út í ystu æsar. Krafa dagsins ætti að vera: Ráðamenn heimsins! Takið höndum saman, stöðvið vopnuð átök með öllum tiltækum ráðum, hefðbundnum eða óhefðbundnum, alla vega ráðum sem duga og tryggja íbúum átakasvæða aðstæður til uppbyggingar og lífvænlegs umhverfis á heimaslóð. Við upphaf alþjóðlegs friðarárs Sameinuðu þjóðanna 1985 var yfirlýsingin „Fyrirheit um heimsfrið“ afhent ráðamönnum um allan heim. Yfirlýsingunni var mætt með áhugaleysi þá, kannski líta menn hana öðrum augum nú. Mig langar að birta eina stutta málsgrein úr þessari yfirlýsingu. „Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.“ Megi ráðamenn heimsins bera gæfu til að koma saman og einsetja sér að hefja það samráð sem mun ráðast að rótum vandans og leiða mannkynið til varanlegs friðar og farsældar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun