Dönsk yfirvöld milli steins og sleggju í flóttamannamálinu þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar 8. september 2015 13:27 Angela Merkel og Lars Lökke Rasmussen. vísir/afp Um tófhundruð flóttamenn frá Sýrlandi eru komnir til Danmerkur eftir að Þjóðverjar opnuðu landamæri sín og fjöldinn vex dag frá degi. Forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt að hælisleitendakerfi Evrópu sé hrunið vegna ákvörðunar Þjóðverja um að virða ekki Dyflingarsamkomulagið. Hann er milli steins og sleggju en hluti ríkistjórnarinnar vill loka landamærunum. Þórdís Bachman sem er búsett í Danmörku segir að vatnaskil hafi orðið í málinu eftir að forsætisráðherrann samþykkti að taka við eitthundrað kvótaflóttamönnum eftir viðræður við Angelu Merkel kanslara Þýskalands. En Danska ríkisstjórnin er milli steins og sleggju í málinu, annars vegar á hún harðvítuga stuðningsmenn, til að mynda í Danska Þjóðarflokknum og hinsvegar vill hún ekki vera í ónáð í ESB.Vilja ekki vera í Danmörku Mikil óánægja greip um sig þegar flóttamennirnir í Rödby voru kyrrssettir og lögreglan vildi skrá þá inn í landið. Mörg hundruð flóttamanna frá Sýrlandi sem voru kyrrsettir í Rödby eru horfnir þaðan, hluti þeirra lagði af stað fótgangandi í gær meðfram hraðbrautinni áleiðis til Kaupmannahafnar. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra segir að fæstir þeirra sem rætt hefur verið við óski eftir hæli í Danmörku. Flestir vilji áfram til Svíþjóðar þar sem þeir eigi ættingja. „Danmörk vill ekki flóttafólk og það vill ekki Danmörku og undir eðlilegum kringumstæðum ætti reikningsdæmið að ganga upp,“ segir Þórdís en það er þó ekki öll sagan, Fólkið óttaðist að lenda í flóttamannabúðum í Danmörku eða að vera snúið aftur til Þýskalands. Sá ótti er ekki ástæðulaus en fyrstu flóttamennirnir voru sendir til baka í dag. Talið er að almennir borgarar hafi sótt flóttamennina sem hurfu í Danmörku og flutt yfir landamærin til Svíþjóðar. Á vef danska útvarpsins er rætt við fólk sem sigldi með flóttamann á seglbát til Svíþjóðar em fleiri Danir hafi lýst sig reiðubúna til að brjóta login og hjálpa flóttamönnum. Þórdís segir að þeir geti þó átt yfir höfði sér að vera kærðir fyrir mansal sem varði tveggja ára fangelsi. Það er heitt í kolunum vegna málefna flóttamanna og almenningur skiptist í tvö horn í málinu. Það sé fólk sem vilji hjálpa og keyri niður til Rödby, með vatn, teppi og leikföng og hinsvegar margir efnameiri Danir sem líti á þetta sem velferðartúrisma og viðurkenni ekki að flóttamennirnir séu tilneyddir. Dæmi um það sé Susanne Bjerregaard álitsgjafi, lögfræðingur að mennt, fyrrverandi ungfrú Danmörk og eiginkona vellauðugs innflytjanda. Hún hvatti til þess nýlega að allir flóttamennirnir yrðu sendir til Svíþjóðar enda væri landið hvort eð er farið í hundana. Flóttamenn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Um tófhundruð flóttamenn frá Sýrlandi eru komnir til Danmerkur eftir að Þjóðverjar opnuðu landamæri sín og fjöldinn vex dag frá degi. Forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt að hælisleitendakerfi Evrópu sé hrunið vegna ákvörðunar Þjóðverja um að virða ekki Dyflingarsamkomulagið. Hann er milli steins og sleggju en hluti ríkistjórnarinnar vill loka landamærunum. Þórdís Bachman sem er búsett í Danmörku segir að vatnaskil hafi orðið í málinu eftir að forsætisráðherrann samþykkti að taka við eitthundrað kvótaflóttamönnum eftir viðræður við Angelu Merkel kanslara Þýskalands. En Danska ríkisstjórnin er milli steins og sleggju í málinu, annars vegar á hún harðvítuga stuðningsmenn, til að mynda í Danska Þjóðarflokknum og hinsvegar vill hún ekki vera í ónáð í ESB.Vilja ekki vera í Danmörku Mikil óánægja greip um sig þegar flóttamennirnir í Rödby voru kyrrssettir og lögreglan vildi skrá þá inn í landið. Mörg hundruð flóttamanna frá Sýrlandi sem voru kyrrsettir í Rödby eru horfnir þaðan, hluti þeirra lagði af stað fótgangandi í gær meðfram hraðbrautinni áleiðis til Kaupmannahafnar. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra segir að fæstir þeirra sem rætt hefur verið við óski eftir hæli í Danmörku. Flestir vilji áfram til Svíþjóðar þar sem þeir eigi ættingja. „Danmörk vill ekki flóttafólk og það vill ekki Danmörku og undir eðlilegum kringumstæðum ætti reikningsdæmið að ganga upp,“ segir Þórdís en það er þó ekki öll sagan, Fólkið óttaðist að lenda í flóttamannabúðum í Danmörku eða að vera snúið aftur til Þýskalands. Sá ótti er ekki ástæðulaus en fyrstu flóttamennirnir voru sendir til baka í dag. Talið er að almennir borgarar hafi sótt flóttamennina sem hurfu í Danmörku og flutt yfir landamærin til Svíþjóðar. Á vef danska útvarpsins er rætt við fólk sem sigldi með flóttamann á seglbát til Svíþjóðar em fleiri Danir hafi lýst sig reiðubúna til að brjóta login og hjálpa flóttamönnum. Þórdís segir að þeir geti þó átt yfir höfði sér að vera kærðir fyrir mansal sem varði tveggja ára fangelsi. Það er heitt í kolunum vegna málefna flóttamanna og almenningur skiptist í tvö horn í málinu. Það sé fólk sem vilji hjálpa og keyri niður til Rödby, með vatn, teppi og leikföng og hinsvegar margir efnameiri Danir sem líti á þetta sem velferðartúrisma og viðurkenni ekki að flóttamennirnir séu tilneyddir. Dæmi um það sé Susanne Bjerregaard álitsgjafi, lögfræðingur að mennt, fyrrverandi ungfrú Danmörk og eiginkona vellauðugs innflytjanda. Hún hvatti til þess nýlega að allir flóttamennirnir yrðu sendir til Svíþjóðar enda væri landið hvort eð er farið í hundana.
Flóttamenn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent