Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2015 22:57 Belinelli var sjóðheitur í seinni hálfleik. vísir/getty Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. Marco Belinelli setti niður sjö þrista í seinni hálfleik þegar Ítalía vann sjö stiga sigur, 105-98, á Spáni í B-riðli.Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 64-93 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Ítalía hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir tap fyrir Tyrklandi í fyrsta leik. Ítalar eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig, stigi á eftir Serbum, en Spánverjar eru dottnir niður í 4. sætið með fjögur stig. Spánverjar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 45-42, og náðu fimm stiga forskoti, 47-42, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom magnaður 15-0 kafli hjá Ítölum sem náðu tíu stiga forskoti, 57-47. Þeir stóðust svo áhlaup Spánverja í seinni hálfleik og unnu að lokum með sjö stigum, 105-98. Dario Gallinari var stigahæstur í liði Ítalíu með 29 stig en hann tók auk þess átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Belinelli kom næstur með 27 stig og sjö stoðsendingar en hann skoraði sem áður sagði sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, úr aðeins átta tilraunum. Pau Gasol stóð upp úr í liði Spánar með 34 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Samherji hans hjá Chicago Bulls, Nikola Mirotic, kom næstur með 13 stig. Þjóðverjar, sem eru á heimavelli, töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir Tyrkjum, 80-75. Tyrkirnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, komust fljótlega í 9-0 og leiddu með 20 stigum, 31-11, eftir 1. leikhluta. Eftir það var róðurinn þungur fyrir heimamenn sem voru enn 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þjóðverjar sóttu hart að Tyrkjum í 4. leikhluta og Dennis Schröder minnkaði muninn í sjö stig, 73-66, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. En nær komst Þýskaland ekki og Tyrkirnir sigldu sigrinum heim. Cedi Osman var stigahæstur í liði Tyrklands með 17 stig. Miðherjinn Semih Erden kom næstur með 16 stig en hann tók einnig níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Schröder var öflugur í liði Þjóðverja með 24 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Dirk Nowitzki gerði 15 stig en hitti illa (30%) í leiknum. Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fimm stig en Þjóðverjar eru í 5. sæti með fjögur stig. Ísland vermir svo botnsætið með þrjú stig. Í C-riðli eru Grikkir, sem unnu Georgíu í dag 79-68, með fullt hús stiga. Króatar koma næstir með fimm stig en þeir unnu öruggan 18 stiga sigur á Makedóníu í grannaslag í dag. Slóvenar eru einnig með fimm stig en þeir báru sigurorð af Hollandi í dag, 81-74. EM 2015 í Berlín Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. Marco Belinelli setti niður sjö þrista í seinni hálfleik þegar Ítalía vann sjö stiga sigur, 105-98, á Spáni í B-riðli.Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 64-93 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Ítalía hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir tap fyrir Tyrklandi í fyrsta leik. Ítalar eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig, stigi á eftir Serbum, en Spánverjar eru dottnir niður í 4. sætið með fjögur stig. Spánverjar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 45-42, og náðu fimm stiga forskoti, 47-42, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom magnaður 15-0 kafli hjá Ítölum sem náðu tíu stiga forskoti, 57-47. Þeir stóðust svo áhlaup Spánverja í seinni hálfleik og unnu að lokum með sjö stigum, 105-98. Dario Gallinari var stigahæstur í liði Ítalíu með 29 stig en hann tók auk þess átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Belinelli kom næstur með 27 stig og sjö stoðsendingar en hann skoraði sem áður sagði sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, úr aðeins átta tilraunum. Pau Gasol stóð upp úr í liði Spánar með 34 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Samherji hans hjá Chicago Bulls, Nikola Mirotic, kom næstur með 13 stig. Þjóðverjar, sem eru á heimavelli, töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir Tyrkjum, 80-75. Tyrkirnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, komust fljótlega í 9-0 og leiddu með 20 stigum, 31-11, eftir 1. leikhluta. Eftir það var róðurinn þungur fyrir heimamenn sem voru enn 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þjóðverjar sóttu hart að Tyrkjum í 4. leikhluta og Dennis Schröder minnkaði muninn í sjö stig, 73-66, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. En nær komst Þýskaland ekki og Tyrkirnir sigldu sigrinum heim. Cedi Osman var stigahæstur í liði Tyrklands með 17 stig. Miðherjinn Semih Erden kom næstur með 16 stig en hann tók einnig níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Schröder var öflugur í liði Þjóðverja með 24 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Dirk Nowitzki gerði 15 stig en hitti illa (30%) í leiknum. Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fimm stig en Þjóðverjar eru í 5. sæti með fjögur stig. Ísland vermir svo botnsætið með þrjú stig. Í C-riðli eru Grikkir, sem unnu Georgíu í dag 79-68, með fullt hús stiga. Króatar koma næstir með fimm stig en þeir unnu öruggan 18 stiga sigur á Makedóníu í grannaslag í dag. Slóvenar eru einnig með fimm stig en þeir báru sigurorð af Hollandi í dag, 81-74.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira