Hef ennþá hraðann, sem betur fer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 07:00 Logi var óhræddur að ráðast á serbnesku vörnina í gær. vísir/valli Logi Gunnarsson lék í gær sinn 49. Evrópuleik fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og mun spila fimmtugasta leikinn fyrstur allra á móti Spánverjum í dag. Logi bætti met Herberts Arnarsonar í gær og hélt upp á tímamótin með mjög flottum leik. Það gekk ekki eins vel hjá liðinu sem fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum með samtals 13 stigum tapaði liðið með 29 stigum á móti Serbum í Berlín í gær. „Ég var rosalega hreykinn af okkur í fyrri hálfleik, hvað við spiluðum góða vörn á þá. Það var bara tíu stiga munur og við vorum ekki að hitta vel. Þjálfarinn okkar sagði við okkur í hálfleik að þeir hafi verið heppnir að vera yfir í leiknum,“ segir Logi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 32 prósentum skota sinna en var samt bara 10 stigum undir, 42-32. „Við fengum þá til að tapa fimmtán boltum í fyrri hálfleiknum sem er frábært. Það eru ekki margir sem gera það við Serbana. Seinni hálfleikurinn var bara of erfiður. Ef þú átt ekki toppleik á móti þeim þá áttu ekki möguleika því þeir koma bara með jafn góða leikmenn inn af bekknum,“ segir Logi um seinni hálfleikinn sem tapaðist 51-32. „Ég var ánægður með það hvernig við börðumst þó að við höfum tapað með miklum mun. Ég er stoltur af okkur og við förum í næsta leik alveg eins of við fórum í fyrri hálfleikinn á móti Serbunum. Kannski náum við tveimur góðum svoleiðis hálfleikjum og þá veit maður ekki hvað gerist, sérstaklega ef við hittum vel,“ segir Logi. Íslenska liðið á eftir tvo leiki í mótinu, á móti Spáni í kvöld og svo á móti Tyrklandi á fimmtudaginn. „Það er nóg eftir og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Við ætlum ekki bara að vera með því við ætlum að fara í þessa leiki til að vinna þá. Við förum bara kokhraustir á móti Spánverjunum á morgun (í dag),“ sagði Logi.Logi setti niður fjóra þrista í sjö tilraunum.vísir/valliMargir eldri leikmenn íslenska liðsins voru þreytulegir í gær en Logi var léttur á fæti þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins. „Þetta er rosalega erfitt og mikið álag en þá þarf maður bara að hugsa vel um líkama sinn og borða vel. Fara í sjúkraþjálfun og teygja,“ segir Logi en lykilmenn eins og Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru líka komnir vel inn á fertugsaldurinn. „Við þurfum að passa þetta allt saman því það er mikið álag á okkur. Við erum ekki 25 ára lengur en við kannski lítum ágætlega út,“ segir Logi í léttum tón. Logi var áræðinn í gær og hitti einnig vel úr þriggja stiga skotunum. „Ég ákvað að fara inn í leikinn eins og ég gerði í fyrstu tveimur leikjunum sem var að vaða á hringinn og nota hraðann sem ég hef ennþá. Þó að ég sé orðinn 34 ára þá hef ég ennþá hraðann, sem betur fer. Ég ætla að njóta þess á meðan ég hef hann ennþá. Maður veit víst aldrei hvenær fer að hægjast á manni,“ segir hann. Logi náði metinu hans Herberts í gær og komst líka fram úr Teiti Örlygssyni. Hann fer síðan fram úr Jóni Sigurðssyni á fimmtudaginn og verður þá orðinn sjötti leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. „Það er ekki amalegt að fara fram úr þeim,“ segir Logi að lokum.Flestir leikir fyrir Ísland í Evrópukeppni: Logi Gunnarsson 49 Herbert Arnarson 48 Friðrik Stefánsson 47 Guðmundur Bragason 45 Jón Arnór Stefánsson 43 Falur Harðarson 41 Teitur Örlygsson 37 Helgi Már Magnússon 36 Hlynur Bæringsson 35 Jakob Örn Sigurðarson 32 Páll Axel Vilbergsson 32 Guðjón Skúlason 32 EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Logi Gunnarsson lék í gær sinn 49. Evrópuleik fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og mun spila fimmtugasta leikinn fyrstur allra á móti Spánverjum í dag. Logi bætti met Herberts Arnarsonar í gær og hélt upp á tímamótin með mjög flottum leik. Það gekk ekki eins vel hjá liðinu sem fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum með samtals 13 stigum tapaði liðið með 29 stigum á móti Serbum í Berlín í gær. „Ég var rosalega hreykinn af okkur í fyrri hálfleik, hvað við spiluðum góða vörn á þá. Það var bara tíu stiga munur og við vorum ekki að hitta vel. Þjálfarinn okkar sagði við okkur í hálfleik að þeir hafi verið heppnir að vera yfir í leiknum,“ segir Logi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 32 prósentum skota sinna en var samt bara 10 stigum undir, 42-32. „Við fengum þá til að tapa fimmtán boltum í fyrri hálfleiknum sem er frábært. Það eru ekki margir sem gera það við Serbana. Seinni hálfleikurinn var bara of erfiður. Ef þú átt ekki toppleik á móti þeim þá áttu ekki möguleika því þeir koma bara með jafn góða leikmenn inn af bekknum,“ segir Logi um seinni hálfleikinn sem tapaðist 51-32. „Ég var ánægður með það hvernig við börðumst þó að við höfum tapað með miklum mun. Ég er stoltur af okkur og við förum í næsta leik alveg eins of við fórum í fyrri hálfleikinn á móti Serbunum. Kannski náum við tveimur góðum svoleiðis hálfleikjum og þá veit maður ekki hvað gerist, sérstaklega ef við hittum vel,“ segir Logi. Íslenska liðið á eftir tvo leiki í mótinu, á móti Spáni í kvöld og svo á móti Tyrklandi á fimmtudaginn. „Það er nóg eftir og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Við ætlum ekki bara að vera með því við ætlum að fara í þessa leiki til að vinna þá. Við förum bara kokhraustir á móti Spánverjunum á morgun (í dag),“ sagði Logi.Logi setti niður fjóra þrista í sjö tilraunum.vísir/valliMargir eldri leikmenn íslenska liðsins voru þreytulegir í gær en Logi var léttur á fæti þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins. „Þetta er rosalega erfitt og mikið álag en þá þarf maður bara að hugsa vel um líkama sinn og borða vel. Fara í sjúkraþjálfun og teygja,“ segir Logi en lykilmenn eins og Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru líka komnir vel inn á fertugsaldurinn. „Við þurfum að passa þetta allt saman því það er mikið álag á okkur. Við erum ekki 25 ára lengur en við kannski lítum ágætlega út,“ segir Logi í léttum tón. Logi var áræðinn í gær og hitti einnig vel úr þriggja stiga skotunum. „Ég ákvað að fara inn í leikinn eins og ég gerði í fyrstu tveimur leikjunum sem var að vaða á hringinn og nota hraðann sem ég hef ennþá. Þó að ég sé orðinn 34 ára þá hef ég ennþá hraðann, sem betur fer. Ég ætla að njóta þess á meðan ég hef hann ennþá. Maður veit víst aldrei hvenær fer að hægjast á manni,“ segir hann. Logi náði metinu hans Herberts í gær og komst líka fram úr Teiti Örlygssyni. Hann fer síðan fram úr Jóni Sigurðssyni á fimmtudaginn og verður þá orðinn sjötti leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. „Það er ekki amalegt að fara fram úr þeim,“ segir Logi að lokum.Flestir leikir fyrir Ísland í Evrópukeppni: Logi Gunnarsson 49 Herbert Arnarson 48 Friðrik Stefánsson 47 Guðmundur Bragason 45 Jón Arnór Stefánsson 43 Falur Harðarson 41 Teitur Örlygsson 37 Helgi Már Magnússon 36 Hlynur Bæringsson 35 Jakob Örn Sigurðarson 32 Páll Axel Vilbergsson 32 Guðjón Skúlason 32
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00
Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45
Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn