Hörður Axel: Ég lenti á vegg í byrjun leiks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 22:47 Hörður Axel Vilhjálmsson lét Pau Gasol ekki vaða yfir sig í kvöld. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum. „Þó að pústið sé rosalega mikið hjá okkur þá er það ekki endalaust. Ég persónulega lenti á vegg í byrjun leiks og verð að reyna að finna mér einhverja aukaorku fyrir morgundaginn," sagði Hörður Axel. Hörður Axel var með 2 stig og 3 stoðsendingar á tæpum 20 mínútum í leiknum en hann hitti bara úr 1 af 8 skotum sínum utan af velli í leiknum. „Þetta er svakalega törn en við verðum bara að halda áfram," sagði Hörður Axel sem hefur spilað af ótrúlegum krafti í fyrstu þremur leikjunum en nú kom kannski að skuldadögum hjá stráknum. „Þetta er eitt besta lið í heimi og að við skulum halda í við þá og gera leik úr þessu, sérstaklega í fyrri hálfleik, er gott og eitthvað sem við getum byggt á," sagði Hörður Axel. „Þeir komu ansi sterki inn í þriðja leikhlutann og kláruðu eiginlega leikinn á fyrstu fimm mínútunum. Það sýnir kannski þeirra gæði og þeir voru bara ofjarlar okkar í seinni hálfleiknum," sagði Hörður Axel en þá breyttist staðan úr 41-36 í 53-38 á augabragði. Eftir þriðja leikhlutann voru úrslitin nánast ráðin og bæði lið hvíldu lykilmenn sína í fjórða og síðasta leikhlutanum. Hörður Axel spilaði því í minna en 20 mínútur sem kemur sér vonandi vel í lokaleiknum á móti Tyrkjum á morgun. Hér fyrir neðan má sjá myndir Valgarðs Gíslasonar af því þegar Herði Axel lenti aðeins saman við NBA-stjörnuna Pau Gasol í leiknum í kvöld.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08 Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56 Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum. „Þó að pústið sé rosalega mikið hjá okkur þá er það ekki endalaust. Ég persónulega lenti á vegg í byrjun leiks og verð að reyna að finna mér einhverja aukaorku fyrir morgundaginn," sagði Hörður Axel. Hörður Axel var með 2 stig og 3 stoðsendingar á tæpum 20 mínútum í leiknum en hann hitti bara úr 1 af 8 skotum sínum utan af velli í leiknum. „Þetta er svakalega törn en við verðum bara að halda áfram," sagði Hörður Axel sem hefur spilað af ótrúlegum krafti í fyrstu þremur leikjunum en nú kom kannski að skuldadögum hjá stráknum. „Þetta er eitt besta lið í heimi og að við skulum halda í við þá og gera leik úr þessu, sérstaklega í fyrri hálfleik, er gott og eitthvað sem við getum byggt á," sagði Hörður Axel. „Þeir komu ansi sterki inn í þriðja leikhlutann og kláruðu eiginlega leikinn á fyrstu fimm mínútunum. Það sýnir kannski þeirra gæði og þeir voru bara ofjarlar okkar í seinni hálfleiknum," sagði Hörður Axel en þá breyttist staðan úr 41-36 í 53-38 á augabragði. Eftir þriðja leikhlutann voru úrslitin nánast ráðin og bæði lið hvíldu lykilmenn sína í fjórða og síðasta leikhlutanum. Hörður Axel spilaði því í minna en 20 mínútur sem kemur sér vonandi vel í lokaleiknum á móti Tyrkjum á morgun. Hér fyrir neðan má sjá myndir Valgarðs Gíslasonar af því þegar Herði Axel lenti aðeins saman við NBA-stjörnuna Pau Gasol í leiknum í kvöld.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08 Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56 Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08
Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56
Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44
Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13