NBA-veisla í íslenska teignum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 07:00 Pavel lætur skot ríða af. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið lenti annan leikinn í röð í vandræðum í seinni hálfleik á móti einu af sterkustu körfuboltaliðum heims. Í fyrradag voru það Serbar og í gær Spánverjar. Í báðum leikjum var íslenska liðið að gera frábæra hluti fyrir hlé en skorti orku í seinni hálfleiknum þegar stórstjörnuliðin ýttu á bensíngjöfina. síðustu tveir seinni hálfleikir hafa því verið íslensku strákunum afar erfiðir. Eitt af því jákvæða við leikinn í gær var það að Pavel Ermonlinskij er búinn að finna skotið sitt en hann setti niður fjóra þrista í gær. „Það er miklu skemmtilegra að sjá boltann fara í körfuna. Ég er ekki í þessu liði sem einhver miðpunktur í sóknarleiknum sem ætlar sér að skora eitthvað. Að sjálfsögðu tökum við öll stig sem við getum fengið. Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim þó að það sé nú bara af og til,“ segir Pavel sem hefur skorað sex þrista í síðustu tveimur leikjum. Pavel Ermolinskij sá mikið af NBA-stjörnunum í Chicago Bulls í gærkvöldi. „Það voru Gasol og Mirotic í kvöld og einhver annar á morgun. Þetta eru allt stjörnur og maður gerir sitt besta. Við getum bara reynt að gera þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er,“ sagði Pavel Ermonlinskij um það verkefni sitt að reyna að stoppa NBA-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic. Saman skoruðu þeir 43 stig á þeim 45 mínútum sem þeir spiluðu og nýttu 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósenta skotnýtingu. „Við gerðum það fyrri partinn og spiluðum vel. Þetta var engin heppni því okkur leið þægilega inni á vellinum í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Það fór samt gífurleg orka í að reyna að ýta þessum stóru körlum út úr teignum og spila á þeirra hraða,“ sagði Pavel. „Það sem við tökum úr þessum tveimur síðustu leikjum er að við þurfum að taka eitt skref fram á við til að geta spila við þessi lið í 40 mínútur. Eins og Jón Arnór sagði eftir leikinn þá væri gott ef þessir leikir væru bara tuttugu mínútur,“ sagði Pavel, en er það að dekka Pau Gasol erfiðasta verkefni sem hann hefur fengið? „Já, það er það. Mér fannst eins og hann vissi ekki af mér í raun og veru því hann gat gert hvað sem hann vildi. Mér fannst ég vera á fullu og að vera að gera rosalega góða hluti en eftir á að hyggja þá held ég að hann hafi varla tekið eftir mér fyrir framan sig. Þetta var samt frábær upplifun,“ sagði Pavel í léttum tón. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á móti Tyrkjum í dag. „Þetta snýst um að við höldum áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera í vörninni. Reyna að teygja þetta út í 30 mínútur í staðinn fyrir tuttugu mínútur. Við þurfum að hitta á dag þar sem við erum að setja niður þessi erfiðu skot sem við erum að fá,“ segir Pavel og bætir við: „Ef við setjum þau niður, af hverju ekki? Þetta er ekki lengur draumur að fara að vinna leik. Við erum inni í þessum leikjum og þetta snýst um eitthvað smá. Ég veit ekki hvað það er en þegar við finnum það þá kemur sigur,“ sagði Pavel að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið lenti annan leikinn í röð í vandræðum í seinni hálfleik á móti einu af sterkustu körfuboltaliðum heims. Í fyrradag voru það Serbar og í gær Spánverjar. Í báðum leikjum var íslenska liðið að gera frábæra hluti fyrir hlé en skorti orku í seinni hálfleiknum þegar stórstjörnuliðin ýttu á bensíngjöfina. síðustu tveir seinni hálfleikir hafa því verið íslensku strákunum afar erfiðir. Eitt af því jákvæða við leikinn í gær var það að Pavel Ermonlinskij er búinn að finna skotið sitt en hann setti niður fjóra þrista í gær. „Það er miklu skemmtilegra að sjá boltann fara í körfuna. Ég er ekki í þessu liði sem einhver miðpunktur í sóknarleiknum sem ætlar sér að skora eitthvað. Að sjálfsögðu tökum við öll stig sem við getum fengið. Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim þó að það sé nú bara af og til,“ segir Pavel sem hefur skorað sex þrista í síðustu tveimur leikjum. Pavel Ermolinskij sá mikið af NBA-stjörnunum í Chicago Bulls í gærkvöldi. „Það voru Gasol og Mirotic í kvöld og einhver annar á morgun. Þetta eru allt stjörnur og maður gerir sitt besta. Við getum bara reynt að gera þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er,“ sagði Pavel Ermonlinskij um það verkefni sitt að reyna að stoppa NBA-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic. Saman skoruðu þeir 43 stig á þeim 45 mínútum sem þeir spiluðu og nýttu 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósenta skotnýtingu. „Við gerðum það fyrri partinn og spiluðum vel. Þetta var engin heppni því okkur leið þægilega inni á vellinum í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Það fór samt gífurleg orka í að reyna að ýta þessum stóru körlum út úr teignum og spila á þeirra hraða,“ sagði Pavel. „Það sem við tökum úr þessum tveimur síðustu leikjum er að við þurfum að taka eitt skref fram á við til að geta spila við þessi lið í 40 mínútur. Eins og Jón Arnór sagði eftir leikinn þá væri gott ef þessir leikir væru bara tuttugu mínútur,“ sagði Pavel, en er það að dekka Pau Gasol erfiðasta verkefni sem hann hefur fengið? „Já, það er það. Mér fannst eins og hann vissi ekki af mér í raun og veru því hann gat gert hvað sem hann vildi. Mér fannst ég vera á fullu og að vera að gera rosalega góða hluti en eftir á að hyggja þá held ég að hann hafi varla tekið eftir mér fyrir framan sig. Þetta var samt frábær upplifun,“ sagði Pavel í léttum tón. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á móti Tyrkjum í dag. „Þetta snýst um að við höldum áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera í vörninni. Reyna að teygja þetta út í 30 mínútur í staðinn fyrir tuttugu mínútur. Við þurfum að hitta á dag þar sem við erum að setja niður þessi erfiðu skot sem við erum að fá,“ segir Pavel og bætir við: „Ef við setjum þau niður, af hverju ekki? Þetta er ekki lengur draumur að fara að vinna leik. Við erum inni í þessum leikjum og þetta snýst um eitthvað smá. Ég veit ekki hvað það er en þegar við finnum það þá kemur sigur,“ sagði Pavel að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira