Twitter reis upp þegar Amal Clooney var enn og aftur titluð sem „eiginkona leikara“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. ágúst 2015 10:37 Einn notandi samfélagsmiðilsins gagnrýndi tístið og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Vísir/Getty/Twitter Orðalag á Twitter varð bitbein notenda en AP fréttaveitan gerði að mati notenda lítið úr mannréttindalögfræðingnum Amal Clooney með því að skauta framhjá starfa hennar og titla hana frekar sem „konu leikara.“ Amal Clooney er eiginkona George Clooney en hún var í fréttum fyrir störf sín sem lögfræðingur eins blaðamanna Al-Jazeera sem var ásakaður um að vera í tengslum við öfgamenn í Egyptalandi.Amal Clooney, actor's wife, representing Al-Jazeera journalist accused in Egypt of ties to extremists http://t.co/i6nQg0xPg3— The Associated Press (@AP) August 29, 2015 Í fréttinni tjáir Amal sig um dóminn en blaðamaðurinn var fundinn sekur um samvinnu við öfgahópa sem Amal segir senda hættuleg skilaboð hvað varðar tjáningafrelsi í Egyptalandi. Zeynep Tufekci, notandi Twitter, „lagaði“ tíst fréttaveitunnar en hún breytti titlinum „eiginkona leikara“ í starfsheiti hennar: „mannréttindalögfræðingur.“ Amal Clooney hefur náð miklum frama í starfa sínum, meðal annars starfað sem ráðunautur Kofi Annans, fyrrum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sem lögfræðingur í stórum málum á borð við mál Julians Assange og Yulia Tymoshenko, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu.!!! Fixed it for you @AP. Let me know if you need an introduction to the 21st century. https://t.co/Zj5K0ocvto pic.twitter.com/tgI27xGWhg— Zeynep Tufekci (@zeynep) August 29, 2015 Tístið er talið gera lítið úr afrekum Amal Clooney með því að einblína á hver eiginmaður hennar er. Snemma á árinu skrifaði blaðamaðurinn Charlotte Alter grein um athyglina sem Amal Clooney fær frá fjölmiðlum og samfélaginu – hvernig athyglin hverfðist ekki um ótrúleg afrek hennar heldur útlit. Hér að neðan má sjá Tinu Fey og Amy Poehler gera Amal Clooney og eiginmann hennar að umtalsefni í uppistandi sínu á Golden Globe hátíðinni fyrr á árinu. #GoldenGlobes http://t.co/0goPCsT0Q9 pic.twitter.com/Og9eqAij15— Cosmopolitan (@Cosmopolitan) January 12, 2015 Golden Globes Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Orðalag á Twitter varð bitbein notenda en AP fréttaveitan gerði að mati notenda lítið úr mannréttindalögfræðingnum Amal Clooney með því að skauta framhjá starfa hennar og titla hana frekar sem „konu leikara.“ Amal Clooney er eiginkona George Clooney en hún var í fréttum fyrir störf sín sem lögfræðingur eins blaðamanna Al-Jazeera sem var ásakaður um að vera í tengslum við öfgamenn í Egyptalandi.Amal Clooney, actor's wife, representing Al-Jazeera journalist accused in Egypt of ties to extremists http://t.co/i6nQg0xPg3— The Associated Press (@AP) August 29, 2015 Í fréttinni tjáir Amal sig um dóminn en blaðamaðurinn var fundinn sekur um samvinnu við öfgahópa sem Amal segir senda hættuleg skilaboð hvað varðar tjáningafrelsi í Egyptalandi. Zeynep Tufekci, notandi Twitter, „lagaði“ tíst fréttaveitunnar en hún breytti titlinum „eiginkona leikara“ í starfsheiti hennar: „mannréttindalögfræðingur.“ Amal Clooney hefur náð miklum frama í starfa sínum, meðal annars starfað sem ráðunautur Kofi Annans, fyrrum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sem lögfræðingur í stórum málum á borð við mál Julians Assange og Yulia Tymoshenko, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu.!!! Fixed it for you @AP. Let me know if you need an introduction to the 21st century. https://t.co/Zj5K0ocvto pic.twitter.com/tgI27xGWhg— Zeynep Tufekci (@zeynep) August 29, 2015 Tístið er talið gera lítið úr afrekum Amal Clooney með því að einblína á hver eiginmaður hennar er. Snemma á árinu skrifaði blaðamaðurinn Charlotte Alter grein um athyglina sem Amal Clooney fær frá fjölmiðlum og samfélaginu – hvernig athyglin hverfðist ekki um ótrúleg afrek hennar heldur útlit. Hér að neðan má sjá Tinu Fey og Amy Poehler gera Amal Clooney og eiginmann hennar að umtalsefni í uppistandi sínu á Golden Globe hátíðinni fyrr á árinu. #GoldenGlobes http://t.co/0goPCsT0Q9 pic.twitter.com/Og9eqAij15— Cosmopolitan (@Cosmopolitan) January 12, 2015
Golden Globes Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira