Veit ekki hvort maður græði á því að fá svona skell Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2015 07:00 Hlynur á ferðinni í landsleik. vísir/getty "Þetta var ekki gott. Þeir voru frábærir en við vorum slakir. Það var bara þannig," segir landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson en körfuboltalandsliðið fékk á baukinn gegn Belgum í gær og tapaði með 40 stiga mun, 86-46. Þetta var síðasti æfingaleikur strákanna áður en alvaran hefst á EM í Berlín. Á föstudaginn töpuðu þeir fyrir Pólverjum, 80-65, en á laugardag lögðu þeir Líbanon, 96-75. "Við hittum vel á það gegn Líbanon en núna datt ekkert. Svo fór allur vindur úr þessu hjá okkur. Það var ekki nógu mikil orka í þessu. Ef hinir vinna með 40 stigum þá eru þeir einfaldlega miklu betri." Strákarnir munu mæta mörgum af bestu körfuboltaliðum Evrópu á EM og þar gæti liðið fengið skelli. Er gott eða slæmt að fá einn svona skell áður en haldið verður til Berlín? "Ég veit ekki hvort maður græði einhvern tímann á því að fá svona skell. Við vitum alveg út í hvað við erum að fara og verðum að hafa hausinn í lagi og klára svona leiki þar sem er á brattann að sækja. Við verðum að vera klárir í að halda áfram sama hvað á gengur. Hausinn fór niður hjá mönnum í þessum leik og það má ekki gerast á EM. Það er alltaf vont að tapa leikjum en það er alltaf verri tilfinning ef maður tapar og missti hausinn löngu aður en leikurinn var búinn." Strákarnir hafa fengið fínan undirbúning fyrir stóru stundina. Æfingaleikir heima, mót í Eistlandi og svo loks þetta mót í Póllandi. "Staðan á liðinu er fín í heildina séð. Mér finnst hafa gengið ágætlega í sumar og það verður bara að hafa það að við höfum fengið einu sinni á kjaftinn núna í restina. Við erum alltaf að bæta okkur og svo verður að koma í ljós hvort það dugar eitthvað í Berlín," segir Hlynur en allir leikmenn sluppu óskaddaðir frá helginni í Póllandi og Pavel Ermolinskij spilaði í 20 mínútur í gær. "Við förum til Berlín og höldum áfram sömu vinnu. Reyna að finna leiðir þar sem við getum refsað liðunum. Finna einhverja veikleika sem við getum nýtt okkur." Strákarnir lögðu af stað til Berlínar í morgun. Sumarið er búið að vera langt og strangt. Menn hafa lagt mikið á sig og nú er loksins komið að því að þeir stígi á stóra sviðið. "Þessi veruleiki hefur verið víðsfjarri hjá okkur í körfuboltalandsliðinu í mörg ár. Þetta er nýtt fyrir okkur og verður ótrúlega gaman," segir Hlynur en hann telur niður dagana í fyrsta leik. "Sumarið hefur verið svolítið lengi að líða og maður hefur breytt mörgu í lífinu til að taka þátt. Búið inn á tengdó og mömmu og í raun ekki átt heimili. Maður getur því eðlilega ekki beðið eftir því að þetta byrji." Leikjaplan Íslands á EM 5. sept. Þýskaland-Ísland kl. 13.00 6. sept. Ísland-Ítalía kl. 16.00 8. sept. Ísland-Serbía kl. 13.30 9. sept. Ísland-Spánn kl. 19.00 10. sept. Ísland-Tyrkland kl. 19.00 EM 2015 í Berlín Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
"Þetta var ekki gott. Þeir voru frábærir en við vorum slakir. Það var bara þannig," segir landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson en körfuboltalandsliðið fékk á baukinn gegn Belgum í gær og tapaði með 40 stiga mun, 86-46. Þetta var síðasti æfingaleikur strákanna áður en alvaran hefst á EM í Berlín. Á föstudaginn töpuðu þeir fyrir Pólverjum, 80-65, en á laugardag lögðu þeir Líbanon, 96-75. "Við hittum vel á það gegn Líbanon en núna datt ekkert. Svo fór allur vindur úr þessu hjá okkur. Það var ekki nógu mikil orka í þessu. Ef hinir vinna með 40 stigum þá eru þeir einfaldlega miklu betri." Strákarnir munu mæta mörgum af bestu körfuboltaliðum Evrópu á EM og þar gæti liðið fengið skelli. Er gott eða slæmt að fá einn svona skell áður en haldið verður til Berlín? "Ég veit ekki hvort maður græði einhvern tímann á því að fá svona skell. Við vitum alveg út í hvað við erum að fara og verðum að hafa hausinn í lagi og klára svona leiki þar sem er á brattann að sækja. Við verðum að vera klárir í að halda áfram sama hvað á gengur. Hausinn fór niður hjá mönnum í þessum leik og það má ekki gerast á EM. Það er alltaf vont að tapa leikjum en það er alltaf verri tilfinning ef maður tapar og missti hausinn löngu aður en leikurinn var búinn." Strákarnir hafa fengið fínan undirbúning fyrir stóru stundina. Æfingaleikir heima, mót í Eistlandi og svo loks þetta mót í Póllandi. "Staðan á liðinu er fín í heildina séð. Mér finnst hafa gengið ágætlega í sumar og það verður bara að hafa það að við höfum fengið einu sinni á kjaftinn núna í restina. Við erum alltaf að bæta okkur og svo verður að koma í ljós hvort það dugar eitthvað í Berlín," segir Hlynur en allir leikmenn sluppu óskaddaðir frá helginni í Póllandi og Pavel Ermolinskij spilaði í 20 mínútur í gær. "Við förum til Berlín og höldum áfram sömu vinnu. Reyna að finna leiðir þar sem við getum refsað liðunum. Finna einhverja veikleika sem við getum nýtt okkur." Strákarnir lögðu af stað til Berlínar í morgun. Sumarið er búið að vera langt og strangt. Menn hafa lagt mikið á sig og nú er loksins komið að því að þeir stígi á stóra sviðið. "Þessi veruleiki hefur verið víðsfjarri hjá okkur í körfuboltalandsliðinu í mörg ár. Þetta er nýtt fyrir okkur og verður ótrúlega gaman," segir Hlynur en hann telur niður dagana í fyrsta leik. "Sumarið hefur verið svolítið lengi að líða og maður hefur breytt mörgu í lífinu til að taka þátt. Búið inn á tengdó og mömmu og í raun ekki átt heimili. Maður getur því eðlilega ekki beðið eftir því að þetta byrji." Leikjaplan Íslands á EM 5. sept. Þýskaland-Ísland kl. 13.00 6. sept. Ísland-Ítalía kl. 16.00 8. sept. Ísland-Serbía kl. 13.30 9. sept. Ísland-Spánn kl. 19.00 10. sept. Ísland-Tyrkland kl. 19.00
EM 2015 í Berlín Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira