Sport

Dómsmálaráðherra heldur Pistorius í steininum

Oscar Pistorius.
Oscar Pistorius. vísir/getty
Það verður ekkert af því að Oscar Pistorius sleppi úr fangelsi á morgun eins og til stóð.

Hann er aðeins búinn að afplána tíu mánuði af fimm ára dómi og átti að flytja inn á heimili frænda síns í dag þar sem hann verður í húsfangelsi þar til árin fimm eru liðin.

Pistorius skaut unnustu sína, Reevu Steenkamp, til bana eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Hann var dæmdur fyrir manndráp.

Það er venja í Suður-Afríku að fangar, sem engin hætta steðjar að, sitji aðeins einn sjötta af sínum dómi í fangelsi og fái svo að fara annað.

Mikil reiði braust út er fréttist að Pistorius ætti að sleppa nú fyrir helgi. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku hefur því tekið málið í sínar hendur.

Hann hefur komið í veg fyrir að Pistorius sleppi út á morgun. Hann segir það vera ólöglegt og allt of snemmt. Nú þarf nefnd að fara yfir málið og gæti það tekið marga mánuði. Á meðan mun Pistorius dúsa í steininum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×