Mér finnst ég vera skytta og spila þannig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. ágúst 2015 10:00 Ómar Ingi Magnússon. Vísir/Ernir „Við ferðuðumst nú ekkert með verðlaunapeningana. Settum þá bara upp er við komum hingað," segir brosandi Ómar Ingi Magnússon, ein af hetjum U-19 ára landsliðsins sem tryggði sér brons á HM í Rússlandi. Strákarnir fengu höfðinglegar móttökur er þeir komu til landsins í gær er fjöldi vina og ættingja tók á móti þeim í höfuðstöðvum Arion banka. „Þetta er mjög óvænt. Ég átti alls ekki von á neinu svona stóru. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að haga mér. Þetta er virkilega gaman og við fundum vel fyrir því hvað það voru margir að fylgjast með okkur úti.“ Árangur strákanna var frábær og þegar liðið tapaði fyrir Slóvenum í undanúrslitum þá hafði það leikið 20 leiki í röð án taps. Þeir lögðu líka mikið á sig þetta, er búið að vera mikið ævintýri í sumar. „Alveg síðan í maí er undirbúningur búinn að vera í gangi. Við förum til Katar um miðjan júní í mót og þetta var mikill pakki. Við vorum til í að leggja mikið á okkur. Við duttum út í riðlakeppninni á EM í fyrra og það voru ákveðin vonbrigði. Við ætluðum að gera betur núna og vissum að við gætum meira. Við vissum að ef við myndum leggja allt í þetta þá gæti allt gerst,“ segir Ómar er hann rifjar upp langt og strangt sumar með strákunum. „Við lentum í mjög erfiðum riðli og fyrsta markmiðið var að komast upp úr honum. Fyrst við unnum hann þá vorum við búnir að gera framhaldið aðeins auðveldara.“ Undanúrslitaleikurinn var að mörgu leyti grátlegur. Ísland leiddi gegn Slóveníu í um 56 mínútur en missti síðan Slóvenana fram úr sér og tapaði með einu marki. „Við spiluðum frábærlega í svona 47 mínútur. Tapið sat alveg í manni því við hefðum vel getað farið í úrslitaleikinn og strítt Frökkunum svolítið,“ segir Ómar Ingi en strákarnir náðu samt að rífa sig upp eftir svekkjandi tap og vinna öruggan sigur á Spáni í bronsleiknum. „Það var mjög vel gert og góður karakter að rífa sig upp. Það var mikið spennufall eftir undanúrslitaleikinn enda áttum við ekki von á því að tapa. Engu að síður erum við ánægðir með árangurinn og berum höfuðið hátt. Það sem stendur upp úr er þessi frábæra liðsheild sem er hjá okkur. Við stöndum vel saman og náðum að halda þessum umtöluðu íslensku gildum. Stemningin, baráttan og allt það. Þetta er frábær hópur og við erum allir miklir vinir.“ Ómar Ingi varð þriðji markahæsti leikmaður mótsins og frammistaða hans vakti verðskuldaða athygli. Þessi 18 ára Selfyssingur, sem nú spilar með Val, er ekki bara góð skytta heldur útsjónarsamur leikmaður með afbrigðum sem spilar vel fyrir félaga sína. Hann ætlar sér að fá fleiri mínútur í Valsbúningnum í vetur en veit ekki hvort það verður í skyttunni eða á miðjunni. Hann getur leyst báðar stöður með mikilli prýði. „Ég veit ekki hvernig Óskar þjálfari hugsar þetta. Ég get gert hvort tveggja. Ég lít á mig sem skyttu en það er fínt að vera á miðjunni líka,“ segir Ómar Ingi brattur en hann er ekki stærsta skyttan í deildinni. Sérfræðingar segja því margir að hann verði að spila miðju í framtíðinni. „Margir af bestu handboltamönnum heims hafa verið í kringum 183 sentimetrar á hæð. Einn besti miðjumaður allra tíma, Ljubomir Vranjes, náði ekki 170 sentimetrum. Mér finnst ég vera skytta og spila þannig. Ég læt boltann ekki fljóta nóg sem leikstjórnandi. Ég er svolítið mikið á honum eins og skytta gerir. Það er alltaf hægt að læra samt. Ég hef tímann með mér.“ Leikur hans þykir um margt minna á Ólaf Stefánsson og Aron Pálmarsson er þeir voru á hans aldri. Hvað finnst honum þegar verið er að líkja honum við þær kempur? „Það er mjög fínt. Mér líkar betur við að vera líkt við þá en að fá ekki neitt. Mér finnst ekki vera nein pressa í því og hugsa ekkert um það.“ Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Óðinn valinn í úrvalslið HM Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi. 20. ágúst 2015 14:18 Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00 Óðinn og Ómar meðal markahæstu mannana í Rússlandi Óðinn Ríkharðsson og Ómar Guðjónsson voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu menn HM í handbolta U19 sem lauk í Rússlandi í dag. Óðinn reyndist vera markahæstur úr opnum leik. 20. ágúst 2015 15:45 Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta var afar stoltur af strákunum sínum eftir öruggan sigur á Spánverjum í bronsleiknum á HM U19 árs í handbolta í dag. 20. ágúst 2015 13:38 Alla dreymir um landsliðið Íslenska nítján ára landsliðið vann brons á HM í Rússlandi sem lauk í gær. Þetta er fjórða íslenska unglinga- eða piltalandslið Íslands í handbolta sem vinnur til verðlauna á stórmótum. Óðinn Þór Ríkharðsson var valinn í úrvalslið mótsins. 21. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Við ferðuðumst nú ekkert með verðlaunapeningana. Settum þá bara upp er við komum hingað," segir brosandi Ómar Ingi Magnússon, ein af hetjum U-19 ára landsliðsins sem tryggði sér brons á HM í Rússlandi. Strákarnir fengu höfðinglegar móttökur er þeir komu til landsins í gær er fjöldi vina og ættingja tók á móti þeim í höfuðstöðvum Arion banka. „Þetta er mjög óvænt. Ég átti alls ekki von á neinu svona stóru. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að haga mér. Þetta er virkilega gaman og við fundum vel fyrir því hvað það voru margir að fylgjast með okkur úti.“ Árangur strákanna var frábær og þegar liðið tapaði fyrir Slóvenum í undanúrslitum þá hafði það leikið 20 leiki í röð án taps. Þeir lögðu líka mikið á sig þetta, er búið að vera mikið ævintýri í sumar. „Alveg síðan í maí er undirbúningur búinn að vera í gangi. Við förum til Katar um miðjan júní í mót og þetta var mikill pakki. Við vorum til í að leggja mikið á okkur. Við duttum út í riðlakeppninni á EM í fyrra og það voru ákveðin vonbrigði. Við ætluðum að gera betur núna og vissum að við gætum meira. Við vissum að ef við myndum leggja allt í þetta þá gæti allt gerst,“ segir Ómar er hann rifjar upp langt og strangt sumar með strákunum. „Við lentum í mjög erfiðum riðli og fyrsta markmiðið var að komast upp úr honum. Fyrst við unnum hann þá vorum við búnir að gera framhaldið aðeins auðveldara.“ Undanúrslitaleikurinn var að mörgu leyti grátlegur. Ísland leiddi gegn Slóveníu í um 56 mínútur en missti síðan Slóvenana fram úr sér og tapaði með einu marki. „Við spiluðum frábærlega í svona 47 mínútur. Tapið sat alveg í manni því við hefðum vel getað farið í úrslitaleikinn og strítt Frökkunum svolítið,“ segir Ómar Ingi en strákarnir náðu samt að rífa sig upp eftir svekkjandi tap og vinna öruggan sigur á Spáni í bronsleiknum. „Það var mjög vel gert og góður karakter að rífa sig upp. Það var mikið spennufall eftir undanúrslitaleikinn enda áttum við ekki von á því að tapa. Engu að síður erum við ánægðir með árangurinn og berum höfuðið hátt. Það sem stendur upp úr er þessi frábæra liðsheild sem er hjá okkur. Við stöndum vel saman og náðum að halda þessum umtöluðu íslensku gildum. Stemningin, baráttan og allt það. Þetta er frábær hópur og við erum allir miklir vinir.“ Ómar Ingi varð þriðji markahæsti leikmaður mótsins og frammistaða hans vakti verðskuldaða athygli. Þessi 18 ára Selfyssingur, sem nú spilar með Val, er ekki bara góð skytta heldur útsjónarsamur leikmaður með afbrigðum sem spilar vel fyrir félaga sína. Hann ætlar sér að fá fleiri mínútur í Valsbúningnum í vetur en veit ekki hvort það verður í skyttunni eða á miðjunni. Hann getur leyst báðar stöður með mikilli prýði. „Ég veit ekki hvernig Óskar þjálfari hugsar þetta. Ég get gert hvort tveggja. Ég lít á mig sem skyttu en það er fínt að vera á miðjunni líka,“ segir Ómar Ingi brattur en hann er ekki stærsta skyttan í deildinni. Sérfræðingar segja því margir að hann verði að spila miðju í framtíðinni. „Margir af bestu handboltamönnum heims hafa verið í kringum 183 sentimetrar á hæð. Einn besti miðjumaður allra tíma, Ljubomir Vranjes, náði ekki 170 sentimetrum. Mér finnst ég vera skytta og spila þannig. Ég læt boltann ekki fljóta nóg sem leikstjórnandi. Ég er svolítið mikið á honum eins og skytta gerir. Það er alltaf hægt að læra samt. Ég hef tímann með mér.“ Leikur hans þykir um margt minna á Ólaf Stefánsson og Aron Pálmarsson er þeir voru á hans aldri. Hvað finnst honum þegar verið er að líkja honum við þær kempur? „Það er mjög fínt. Mér líkar betur við að vera líkt við þá en að fá ekki neitt. Mér finnst ekki vera nein pressa í því og hugsa ekkert um það.“
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Óðinn valinn í úrvalslið HM Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi. 20. ágúst 2015 14:18 Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00 Óðinn og Ómar meðal markahæstu mannana í Rússlandi Óðinn Ríkharðsson og Ómar Guðjónsson voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu menn HM í handbolta U19 sem lauk í Rússlandi í dag. Óðinn reyndist vera markahæstur úr opnum leik. 20. ágúst 2015 15:45 Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta var afar stoltur af strákunum sínum eftir öruggan sigur á Spánverjum í bronsleiknum á HM U19 árs í handbolta í dag. 20. ágúst 2015 13:38 Alla dreymir um landsliðið Íslenska nítján ára landsliðið vann brons á HM í Rússlandi sem lauk í gær. Þetta er fjórða íslenska unglinga- eða piltalandslið Íslands í handbolta sem vinnur til verðlauna á stórmótum. Óðinn Þór Ríkharðsson var valinn í úrvalslið mótsins. 21. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Óðinn valinn í úrvalslið HM Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi. 20. ágúst 2015 14:18
Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00
Óðinn og Ómar meðal markahæstu mannana í Rússlandi Óðinn Ríkharðsson og Ómar Guðjónsson voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu menn HM í handbolta U19 sem lauk í Rússlandi í dag. Óðinn reyndist vera markahæstur úr opnum leik. 20. ágúst 2015 15:45
Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta var afar stoltur af strákunum sínum eftir öruggan sigur á Spánverjum í bronsleiknum á HM U19 árs í handbolta í dag. 20. ágúst 2015 13:38
Alla dreymir um landsliðið Íslenska nítján ára landsliðið vann brons á HM í Rússlandi sem lauk í gær. Þetta er fjórða íslenska unglinga- eða piltalandslið Íslands í handbolta sem vinnur til verðlauna á stórmótum. Óðinn Þór Ríkharðsson var valinn í úrvalslið mótsins. 21. ágúst 2015 07:00