Pólitísk óvissa í Grikklandi og stjórnarflokkurinn klofinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2015 19:51 Pólitísk óvissa ríkir í Grikklandi eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra sagði af sér á fimmtudag og boðaði til þingkosninga í næsta mánuði. Þingmenn í vinstri armi flokksins hafa nú stofnað nýjan stjórnmálaflokk. Flokkur Alexis Tsipras forsætisráðherra var stofnaður árið 2004 sem bandalag smáflokka til vinstri í grískum stjórnmálum. Flokkurinn vann sigur í síðustu þingkosningum í janúar á þessu ári með loforðum um að taka á gríðarlegum skuldavanda Grikkja án þess að ganga að ítrustu og íþyngjandi skilyrðum lánadrottna. Síðan þá hefur stjórn Tsipras þurft að ganga að flestum þeirra skilyrða sem Seðlabanki Evrópu, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem lánapakka Evrópu var hafnað. Tæplega þriðjungur þingmanna flokksins yst á vinstri vængnum tilkynntu í gær að þeir hafi stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Sameiningarflokk alþýðu eða Alþýðubandalag. En þessir þingmenn og nokkrir ráðherrar studdu ekki nauðsynleg frumvörp síns eigin flokks á gríska þinginu í sumar í tengslum við lánapakkann. Þeirra á meðal var Panagiotis Lafazanis fyrrverandi orkumálaráðherra sem leiðir hinn nýja klofningsflokk. Þrátt fyrir allt nýtur Tsipras enn mikils stuðnings meðal almennings og fyrirsagnir dagblaðanna segja hann standa einan á móti öllum öðrum sem vilji draga mál á langinn. Talið er líklegt að kosið verði hinn 20. september sem verða þriðju þingkosningarnar í Grikklandi á þremur árum. Grikkland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Pólitísk óvissa ríkir í Grikklandi eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra sagði af sér á fimmtudag og boðaði til þingkosninga í næsta mánuði. Þingmenn í vinstri armi flokksins hafa nú stofnað nýjan stjórnmálaflokk. Flokkur Alexis Tsipras forsætisráðherra var stofnaður árið 2004 sem bandalag smáflokka til vinstri í grískum stjórnmálum. Flokkurinn vann sigur í síðustu þingkosningum í janúar á þessu ári með loforðum um að taka á gríðarlegum skuldavanda Grikkja án þess að ganga að ítrustu og íþyngjandi skilyrðum lánadrottna. Síðan þá hefur stjórn Tsipras þurft að ganga að flestum þeirra skilyrða sem Seðlabanki Evrópu, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem lánapakka Evrópu var hafnað. Tæplega þriðjungur þingmanna flokksins yst á vinstri vængnum tilkynntu í gær að þeir hafi stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Sameiningarflokk alþýðu eða Alþýðubandalag. En þessir þingmenn og nokkrir ráðherrar studdu ekki nauðsynleg frumvörp síns eigin flokks á gríska þinginu í sumar í tengslum við lánapakkann. Þeirra á meðal var Panagiotis Lafazanis fyrrverandi orkumálaráðherra sem leiðir hinn nýja klofningsflokk. Þrátt fyrir allt nýtur Tsipras enn mikils stuðnings meðal almennings og fyrirsagnir dagblaðanna segja hann standa einan á móti öllum öðrum sem vilji draga mál á langinn. Talið er líklegt að kosið verði hinn 20. september sem verða þriðju þingkosningarnar í Grikklandi á þremur árum.
Grikkland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira