Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Heimir Már Pétursson skrifar 23. ágúst 2015 18:59 Tugþúsundir flóttamanna; karlar, konur og börn eru á vergangi víðs vegar um Evrópu vegna átaka sem Vesturlönd hafa átt beina eða óbeina aðild að. Landamæraverðir í Makedóníu gáfust upp í morgun við að reyna að hefta straum fólks yfir landamærin frá Grikklandi. Undanfarnar vikur hafa um tvö þúsund manns farið yfir landamærin frá yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi yfir til Makedóníu. Ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi á fimmtudag en eftir að varnarmúrar brustu í gær gáfust landamæraverðir endanlega upp í morgun við að reyna að hemja strauminn. Flóttafólk sem kemur þessa leið er flest frá Afganistan, Sýrlandi og Írak og er á flótta undan stríðsátökum. Flestir stoppa ekki lengi í Makedóníu en halda förinni áfram til Serbíu og þaðan til Ungverjalands í von um að komast að lokum inna á Schengen svæðið í öryggið í vestur Evrópu. Lestarstöðin í Gevgelija í Makedóníu er full af fólki sem dögum saman hefur þurft að sofa undir berum himni með mjög takmarkað aðgengi að vatni og mat. Aslam ungur maður frá Afganistan ere inn þeirra sem komst til Makedóníu í dag. „Ég held að landamærin hafi verið lokuð í þrjá daga. En í dag var ástandið betra og okkur tókst að komast alla leið frá Aþenu. Mér líður betur núna komandi frá landi þar sem ríkir stríð. Nú vona ég að mér auðnist að lifa góðu lífi í öruggu landi. Vonandi verður allt betra en við sjáum til hvað gerist,“ sagði Aslam vongóður.Venjulegt fólk á flótta undan stríði og eymdMargt af þessu fólki lifði eðlilegu lífi í heimalandi sínu þar til stríðsátök hrakti það á flótta. Mohamed Haji-Rachid frá Aleppo í Sýrlandi hefur fengið skjól fyrir sig, eiginkonuna og barnungan son í Þýskalandi. „Við höfðum það gott í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Ég var með vinnu, við áttum bíl og nóg af peningum. Við áttum yfirhöfuð gott líf. Ég kem ekki til Þýskalands vegna peninga heldur vegna þess að ástandið er orðið svo slæmt að ég sá enga aðra leið en yfirgefa heimaland mitt,“ segir Haji-Rachid. Andúð á útlendingum almennt og þá sérstaklega á flóttamönnum hefur farið vaxandi víðs vegar um Evrópu með auknum flóttamannastraumi og efnahagslegum afturkipp. Til að mynda kom til átaka lögreglu og á annað hundrað mótmælenda hægri öfgamanna í borginni Heidenau í Þýsklandi í gærkvöldi. En þar hefur verið komið upp nýjum flóttamannabúðum. Borgarstjórinn fordæmdi mótmælendur og sagði að Þjóðverjar ættu að taka vel á móti flóttafólki. Flóttamannastraumurinn er ekki bara frá Afganistan, Sýrlandi og Írak. Ítalska flotanum og norsku varðskipi tókst að bjarga um fjögur þúsund flóttamönnum á illa búnum bátum á Miðjarðarhafinu í gær. Nú þegar hafa um 2.200 flóttamenn farist á hafinu á þessu ári í tilraunum sínum til að að öðlast öryggi og betra líf í vestur Evrópu. Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Tugþúsundir flóttamanna; karlar, konur og börn eru á vergangi víðs vegar um Evrópu vegna átaka sem Vesturlönd hafa átt beina eða óbeina aðild að. Landamæraverðir í Makedóníu gáfust upp í morgun við að reyna að hefta straum fólks yfir landamærin frá Grikklandi. Undanfarnar vikur hafa um tvö þúsund manns farið yfir landamærin frá yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi yfir til Makedóníu. Ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi á fimmtudag en eftir að varnarmúrar brustu í gær gáfust landamæraverðir endanlega upp í morgun við að reyna að hemja strauminn. Flóttafólk sem kemur þessa leið er flest frá Afganistan, Sýrlandi og Írak og er á flótta undan stríðsátökum. Flestir stoppa ekki lengi í Makedóníu en halda förinni áfram til Serbíu og þaðan til Ungverjalands í von um að komast að lokum inna á Schengen svæðið í öryggið í vestur Evrópu. Lestarstöðin í Gevgelija í Makedóníu er full af fólki sem dögum saman hefur þurft að sofa undir berum himni með mjög takmarkað aðgengi að vatni og mat. Aslam ungur maður frá Afganistan ere inn þeirra sem komst til Makedóníu í dag. „Ég held að landamærin hafi verið lokuð í þrjá daga. En í dag var ástandið betra og okkur tókst að komast alla leið frá Aþenu. Mér líður betur núna komandi frá landi þar sem ríkir stríð. Nú vona ég að mér auðnist að lifa góðu lífi í öruggu landi. Vonandi verður allt betra en við sjáum til hvað gerist,“ sagði Aslam vongóður.Venjulegt fólk á flótta undan stríði og eymdMargt af þessu fólki lifði eðlilegu lífi í heimalandi sínu þar til stríðsátök hrakti það á flótta. Mohamed Haji-Rachid frá Aleppo í Sýrlandi hefur fengið skjól fyrir sig, eiginkonuna og barnungan son í Þýskalandi. „Við höfðum það gott í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Ég var með vinnu, við áttum bíl og nóg af peningum. Við áttum yfirhöfuð gott líf. Ég kem ekki til Þýskalands vegna peninga heldur vegna þess að ástandið er orðið svo slæmt að ég sá enga aðra leið en yfirgefa heimaland mitt,“ segir Haji-Rachid. Andúð á útlendingum almennt og þá sérstaklega á flóttamönnum hefur farið vaxandi víðs vegar um Evrópu með auknum flóttamannastraumi og efnahagslegum afturkipp. Til að mynda kom til átaka lögreglu og á annað hundrað mótmælenda hægri öfgamanna í borginni Heidenau í Þýsklandi í gærkvöldi. En þar hefur verið komið upp nýjum flóttamannabúðum. Borgarstjórinn fordæmdi mótmælendur og sagði að Þjóðverjar ættu að taka vel á móti flóttafólki. Flóttamannastraumurinn er ekki bara frá Afganistan, Sýrlandi og Írak. Ítalska flotanum og norsku varðskipi tókst að bjarga um fjögur þúsund flóttamönnum á illa búnum bátum á Miðjarðarhafinu í gær. Nú þegar hafa um 2.200 flóttamenn farist á hafinu á þessu ári í tilraunum sínum til að að öðlast öryggi og betra líf í vestur Evrópu.
Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20