Bíllausi lífsstíllinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Ég hjóla í vinnuna. Það tekur ekki nema 15 mínútur, er gott fyrir heilsuna og sparar mér höfuðverkinn sem fylgir því að eiga bíl. Það er notalegt að þeysast eftir Langholtsveginum á morgnana með eitthvert hressandi rokk í eyrunum og finna svalan síðsumarvindinn leika um pípararaufina. Finna ilminn af laufinu og dögginni. Vera mættur á undan þeim vinnufélögum sem eru á bíl – þeir eru fastir í umferð einhvers staðar. Á meðan ég bíð eftir að klukkan slái 9:00 les ég blöðin eða tek netrúnt á meðan ég japla á morgungrautnum. Er vel vaknaður og eldhress þegar þeir loks mæta geispandi með stírurnar í augunum. „Góðan daginn,“ muldra þeir þreytulega og hlamma sér fyrir framan tölvuna. Adrenalínfixið sem ég fæ með því að hjóla í vinnuna endist mér til ca. 14:00. Þá fer ég að líta á klukkuna. „Ætli það vanti rafhlöðu í hana?“ hugsa ég og fæ mér tvöfaldan espresso. „Guð minn góður! Hún er bara hálfþrjú,“ hugsa ég hálftíma síðar og fæ mér meira kaffi. Þegar klukkan fer að nálgast 17:00 er ég alveg að leka niður. Ég horfi mæðulegur út um gluggann. Oj, það er byrjað að rigna. Að hjóla heim er andstyggilegt. Allt upp í móti og alltaf mótvindur. Ég reyni sífellt að finna nýjar leiðir til að fara sem eru mögulega betri. Sem ég fæ ekki blóðbragð í munninn við það að hjóla. Vinnufélagar mínir eru örugglega komnir heim til sín núna. Oj, ég er rennsveittur á bakinu. Og hvað er málið með þessa helvítis ferðamenn út um allt? Þurfa þeir að standa grafkyrrir úti á miðri gangstétt? Þegar ég loksins kem heim er ég geðvondur, úrvinda og lykta eins og þúsund rassgöt, opin upp á gátt. Ég verð að fara að kaupa mér bíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun
Ég hjóla í vinnuna. Það tekur ekki nema 15 mínútur, er gott fyrir heilsuna og sparar mér höfuðverkinn sem fylgir því að eiga bíl. Það er notalegt að þeysast eftir Langholtsveginum á morgnana með eitthvert hressandi rokk í eyrunum og finna svalan síðsumarvindinn leika um pípararaufina. Finna ilminn af laufinu og dögginni. Vera mættur á undan þeim vinnufélögum sem eru á bíl – þeir eru fastir í umferð einhvers staðar. Á meðan ég bíð eftir að klukkan slái 9:00 les ég blöðin eða tek netrúnt á meðan ég japla á morgungrautnum. Er vel vaknaður og eldhress þegar þeir loks mæta geispandi með stírurnar í augunum. „Góðan daginn,“ muldra þeir þreytulega og hlamma sér fyrir framan tölvuna. Adrenalínfixið sem ég fæ með því að hjóla í vinnuna endist mér til ca. 14:00. Þá fer ég að líta á klukkuna. „Ætli það vanti rafhlöðu í hana?“ hugsa ég og fæ mér tvöfaldan espresso. „Guð minn góður! Hún er bara hálfþrjú,“ hugsa ég hálftíma síðar og fæ mér meira kaffi. Þegar klukkan fer að nálgast 17:00 er ég alveg að leka niður. Ég horfi mæðulegur út um gluggann. Oj, það er byrjað að rigna. Að hjóla heim er andstyggilegt. Allt upp í móti og alltaf mótvindur. Ég reyni sífellt að finna nýjar leiðir til að fara sem eru mögulega betri. Sem ég fæ ekki blóðbragð í munninn við það að hjóla. Vinnufélagar mínir eru örugglega komnir heim til sín núna. Oj, ég er rennsveittur á bakinu. Og hvað er málið með þessa helvítis ferðamenn út um allt? Þurfa þeir að standa grafkyrrir úti á miðri gangstétt? Þegar ég loksins kem heim er ég geðvondur, úrvinda og lykta eins og þúsund rassgöt, opin upp á gátt. Ég verð að fara að kaupa mér bíl.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun