Erlent

14 grunaðir meðlimir ISIS handteknir

Samúel Karl Ólason skrifar
Grímuklæddir lögreglumenn að störfum í Madrid.
Grímuklæddir lögreglumenn að störfum í Madrid. Vísir/EPA
Yfirvöld á Spáni og í Marokkó hafa handtekið fjórtán menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkasamtökunum Íslamskt ríki. Þeir eru sagðir hafa fengið fólk til að ganga til liðs við samtökin og sent fólkið til Sýrlands og Írak.

Innanríkisráðuneyti Spánar segir lögregluna vera enn að störfum og hefur ekki gefið upp frekari upplýsingar.

Handtökurnar fóru fram í úthverfum Madrid og í nokkrum borgum í Marokkó. Ayoub El-Khazzani, sem handtekinn var í Frakklandi eftir misheppnaða árás í lest, er frá Marokkó. Hann flutti flutti til Spánar árið 2007 og bjó þar í sjö ár áður en hann flutti til Frakklands.

Ayoub El-Khazzani.Vísir/AFP
El-Hhazzani er sagður hafa verið í samskiptum við öfgahópa íslamista og var hann á lista yfirvalda á Spáni yfir „hugsanlega hættulega“ einstaklinga. Yfirvöldum í Frakklandi var gert kunnugt um hann í fyrra samkvæmt BBC.

Þar segir einnig að sérfræðingar lögreglunnar í hryðjuverkum á Spáni telji að um 800 einstaklingar séu nú tilbúnir til árása í Evrópu. Flestir þeirra hafi snúið aftur heim eftir að hafa barist í Sýrlandi og Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×