Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2015 13:15 Flugvél Flugfélags Íslands á flugvellinum í Kulusuk í ágúst. Vísir/JHH Skilja þurfti eftir um 500 kg af farangri þegar flugvél Flugfélags Íslands hélt frá Nuuk á Grænlandi áleiðis til Íslands. Farþegar í vélinni voru afar ósáttir við ákvörðunina en fulltrúar flugfélagsins segja aðra möguleika ekki hafa verið í boði. Niðurstaðan sé alls ekki góð fyrir flugfélagið sem þurfi að taka á sig mikinn kostnað vegna vandamálsins. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir í þjónustueftirliti Flugfélags Íslands útskýrir atburðarásina í samtali við Vísi. Flugvélin hafi farið seinna í loftið en stóð til á Íslandi vegna þoku á Grænlandi. Þá séu aðstæður í Nuuk erfiðar því bæði sé flugbrautin stutt og vindasamt. Því séu þyngdartakmörk svo að vélin geti komist í loftið. Allajafna komi svona vandamál þó ekki upp þar sem hægt sé að millilenda vélinni í Kulusuk á leiðinni til Íslands og taka bensín. Hins vegar hafi áhöfnin verið búin að vera svo lengi á vakt að hefði vélinni verið millilent hefði ekki verið hægt að halda för áfram til Íslands fyrr en í dag. „Ef áhöfnin hefði ekki verið svona lengi á vakt þá hefðum við millilent,“ segir Hafdís. Þannig hefði vélin getað tekið á loft í Nuuk með mun minna eldsneyti og farangurinn fengið að fara með. „Gríðarlegur kostnaður“ fyrir Flugfélag ÍslandsLangstærstur hluti farangursins eða 500 kg af 625 kg í heildina varð eftir á flugvellinum í Nuuk. Búið er að taka vél á leigu í dag til þess að sækja farangurinn. Hluti farþega eru Íslendingar en þar var einnig fólk annars staðar frá sem yfirgefur Ísland í dag. Starfsmenn flugfélagsins þurfa því að koma farangrinum áfram frá Íslandi og heim til fólksins.„Það er enginn að leika sér að þessu,“ segir Hafdís sem skilur vel gremju farþega. Þetta sé hins vegar dýrt spaug fyrir Flugfélag Íslands enda bæði kostnaður í að leiga nýja vél og að koma farangrinum til síns heima, sem getur verið svo til hvar sem er. Hver kostnaðurinn nákvæmlega er veit Hafdís ekki en hún fullyrðir að um „gríðarlegan kostnað“ sé að ræða. Að senda eina tösku upp í fjallaþorp á Ítalíu geti kostað á annað hundrað þúsund krónur. Aðspurð hversu reglulega vandamál sem þessi koma upp í flugum frá Grænlandi frá Íslandi segir Hafdís að þetta sé í annað skiptið í sumar. Fréttir af flugi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
Skilja þurfti eftir um 500 kg af farangri þegar flugvél Flugfélags Íslands hélt frá Nuuk á Grænlandi áleiðis til Íslands. Farþegar í vélinni voru afar ósáttir við ákvörðunina en fulltrúar flugfélagsins segja aðra möguleika ekki hafa verið í boði. Niðurstaðan sé alls ekki góð fyrir flugfélagið sem þurfi að taka á sig mikinn kostnað vegna vandamálsins. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir í þjónustueftirliti Flugfélags Íslands útskýrir atburðarásina í samtali við Vísi. Flugvélin hafi farið seinna í loftið en stóð til á Íslandi vegna þoku á Grænlandi. Þá séu aðstæður í Nuuk erfiðar því bæði sé flugbrautin stutt og vindasamt. Því séu þyngdartakmörk svo að vélin geti komist í loftið. Allajafna komi svona vandamál þó ekki upp þar sem hægt sé að millilenda vélinni í Kulusuk á leiðinni til Íslands og taka bensín. Hins vegar hafi áhöfnin verið búin að vera svo lengi á vakt að hefði vélinni verið millilent hefði ekki verið hægt að halda för áfram til Íslands fyrr en í dag. „Ef áhöfnin hefði ekki verið svona lengi á vakt þá hefðum við millilent,“ segir Hafdís. Þannig hefði vélin getað tekið á loft í Nuuk með mun minna eldsneyti og farangurinn fengið að fara með. „Gríðarlegur kostnaður“ fyrir Flugfélag ÍslandsLangstærstur hluti farangursins eða 500 kg af 625 kg í heildina varð eftir á flugvellinum í Nuuk. Búið er að taka vél á leigu í dag til þess að sækja farangurinn. Hluti farþega eru Íslendingar en þar var einnig fólk annars staðar frá sem yfirgefur Ísland í dag. Starfsmenn flugfélagsins þurfa því að koma farangrinum áfram frá Íslandi og heim til fólksins.„Það er enginn að leika sér að þessu,“ segir Hafdís sem skilur vel gremju farþega. Þetta sé hins vegar dýrt spaug fyrir Flugfélag Íslands enda bæði kostnaður í að leiga nýja vél og að koma farangrinum til síns heima, sem getur verið svo til hvar sem er. Hver kostnaðurinn nákvæmlega er veit Hafdís ekki en hún fullyrðir að um „gríðarlegan kostnað“ sé að ræða. Að senda eina tösku upp í fjallaþorp á Ítalíu geti kostað á annað hundrað þúsund krónur. Aðspurð hversu reglulega vandamál sem þessi koma upp í flugum frá Grænlandi frá Íslandi segir Hafdís að þetta sé í annað skiptið í sumar.
Fréttir af flugi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira