Ríkustu menn heims töpuðu andvirði 40 billjóna króna á síðustu dögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2015 14:50 Í gær tapaði Bill Gates upphæð sem nemur um tveimur þriðju af árlegri skattinnheimtu ríkissjóðs. vísir/getty Fjögurhundruð ríkustu menn heims töpuðu samtals 124 milljörðum dollara í gær ofan á þá 182 milljarða dollara sem töpuðust í síðustu viku. Samtals hafa þeir því tapað 310 milljörðum dollara á síðustu dögum. Sé tap síðustu daga reiknað yfir í íslenskrar krónur nemur að tæpum fjörutíu billjónum eða 39.990 milljörðum til að hafa upphæðina nákvæma. Til að setja upphæðina í samhengi innheimtir íslenska ríkið um sexhundruð milljarða á ári í skatta og verg landsframleiðsla ársins 2014 var tæpir 2.000 milljarðar króna. Vikutapið nemur því tuttugufaldri vergri landsframleiðslu Íslands. 24 milljarðamæringar töpuðu meiru en milljarði dollara, um 130 milljörðum króna, á gærdeginum einum. Þar má nefna Bill Gates, eiganda Microsoft, sem tapaði 3,2 milljörðum og Jeff Bezos, eiganda Amazon, sem tapaði 2,6 milljörðum dollara. Mexíkóinn Carlos Slim, sem var ríkasti maður heims árin 2010-2013, tapaði 1,6 milljörðum dollara og hefur ekki verið jafn fátækur síðan árið 2012. Tapið má að stærstum hluta rekja til óstöðugleika á mörkuðum í Asíu en verðbréfamarkaðir í Kína hafa verið í frjálsu falli undanfarna daga og vikur. Inn á vef Bloomberg er hægt að skoða hve miklu auðkýfingar heimsins hafa tapað eða grætt á síðustu dögum. Hægt er að flokka fólkið niður eftir kyni, aldri, iðnaði og hægt skoða gengi þeirra á mismunandi tímum. Smelltu hér til að skoða gagnvirka listann. Tengdar fréttir Bill Gates kveður: Skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Ríkasti maður heims skrapp í þyrlu til Hornstranda þar sem hann freistaði þess að sjá refi. 28. júlí 2015 09:34 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjögurhundruð ríkustu menn heims töpuðu samtals 124 milljörðum dollara í gær ofan á þá 182 milljarða dollara sem töpuðust í síðustu viku. Samtals hafa þeir því tapað 310 milljörðum dollara á síðustu dögum. Sé tap síðustu daga reiknað yfir í íslenskrar krónur nemur að tæpum fjörutíu billjónum eða 39.990 milljörðum til að hafa upphæðina nákvæma. Til að setja upphæðina í samhengi innheimtir íslenska ríkið um sexhundruð milljarða á ári í skatta og verg landsframleiðsla ársins 2014 var tæpir 2.000 milljarðar króna. Vikutapið nemur því tuttugufaldri vergri landsframleiðslu Íslands. 24 milljarðamæringar töpuðu meiru en milljarði dollara, um 130 milljörðum króna, á gærdeginum einum. Þar má nefna Bill Gates, eiganda Microsoft, sem tapaði 3,2 milljörðum og Jeff Bezos, eiganda Amazon, sem tapaði 2,6 milljörðum dollara. Mexíkóinn Carlos Slim, sem var ríkasti maður heims árin 2010-2013, tapaði 1,6 milljörðum dollara og hefur ekki verið jafn fátækur síðan árið 2012. Tapið má að stærstum hluta rekja til óstöðugleika á mörkuðum í Asíu en verðbréfamarkaðir í Kína hafa verið í frjálsu falli undanfarna daga og vikur. Inn á vef Bloomberg er hægt að skoða hve miklu auðkýfingar heimsins hafa tapað eða grætt á síðustu dögum. Hægt er að flokka fólkið niður eftir kyni, aldri, iðnaði og hægt skoða gengi þeirra á mismunandi tímum. Smelltu hér til að skoða gagnvirka listann.
Tengdar fréttir Bill Gates kveður: Skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Ríkasti maður heims skrapp í þyrlu til Hornstranda þar sem hann freistaði þess að sjá refi. 28. júlí 2015 09:34 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bill Gates kveður: Skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Ríkasti maður heims skrapp í þyrlu til Hornstranda þar sem hann freistaði þess að sjá refi. 28. júlí 2015 09:34
Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14