Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta Heynry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2015 06:00 Hannes S. Jónsson og forsætisráðherrann Sigmundur Davíð í gær. Vísir/Ernir "Allur svona stuðningur skiptir miklu máli og við erum afar þakklátir ríkisstjórninni fyrir þennan stuðning," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en það var stór dagur hjá Körfuknattleikssambandinu í gær. Þá var tilkynnt hvaða tólf leikmenn munu verja heiður Íslands á fyrsta stórmótinu sem körfuboltalandsliðið kemst á. Ísland mun hefja leik á EM í Berlín þann 5. september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti á fundinn og tilkynnti um styrk frá ríkisstjórninni til KKÍ vegna verkefnisins. "Þetta er líka viðurkenning fyrir það starf sem við höfum verið að vinna á undanförnum árum. Sigmundur hefur orðið var við á ferðum sínum erlendis að menn eru að tala um þennan árangur körfuboltaliðsins og annan íþróttaárangur Íslendinga. Ég held að stjórnvöld séu farin að átta sig á því hversu mikil landkynning íþróttafólkið okkar er." Styrkur ríkisstjórnarinnar er upp á 7,5 milljónir króna en er þá búið að brúa bilið og ljóst að KKÍ kemur ekki út í tapi á þessu verkefni sem kostar um 40 milljónir króna? "Ég hugsa að við töpum ekki peningum á þessu ári en það er ekki alveg búið að brúa bilið. Þetta fer langleiðina með að brúa bilið fyrir þetta verkefni." Hannes er einn fárra í íþróttahreyfingunni sem hefur verið óhræddur við að gagnrýna stjórnvöld fyrir lítinn stuðning við íþróttahreyfinguna. Hann var loksins bænheyrður í gær. Að einhverju leyti hið minnsta. "Ég er mjög ánægður að sjá þennan stuðning í dag en þetta er það sem ég vil sjá almennt í íþróttahreyfingunni. Eins og forsætisráðherra talaði um þá er þetta eitthvað sem hann vonast til að geta gert áfram á næstu árum. Ég vona að við eigum eftir að sjá enn frekari stuðning við okkur og íþróttahreyfinguna á komandi árum," segir Hannes en trúir hann því að forsætisráðherra muni standa við orð sín á fundinum á næstu árum? "Eigum við ekki að segja það. Þetta er góður dagur og þá á maður að vera jákvæður. Ég treysti því." Fyrir utan þessar 7,5 milljónir króna frá ríkisvaldinu þá hefur hreyfing sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna safnað 6 milljónum króna. Afrekssjóður ÍSÍ styrkti verkefnið um 12 milljónir króna og einnig koma peningar frá samstarfsaðilum. Þeir eru margir sem vilja KKÍ og landsliðinu vel í aðdraganda mótsins. "Körfuboltafjölskyldan er ekki hætt og það er frábært. Þessi stuðningur mun vonandi koma til með að vera á næstu árum hjá okkur sem er frábært. Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta. FIBA Europe og Eurobasket taka þátt í hluta að hótelkostnaði okkar í Berlín. Ég verð að viðurkenna að ég var að vonast eftir meiri stuðningi þar enda eru miklir peningar í evrópskum körfubolta. Þeir lofa meiri stuðningi árið 2017 og við verðum þá að koma okkur bara á það mót," sagði formaðurinn brosmildur. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00 Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00 Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30 EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
"Allur svona stuðningur skiptir miklu máli og við erum afar þakklátir ríkisstjórninni fyrir þennan stuðning," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en það var stór dagur hjá Körfuknattleikssambandinu í gær. Þá var tilkynnt hvaða tólf leikmenn munu verja heiður Íslands á fyrsta stórmótinu sem körfuboltalandsliðið kemst á. Ísland mun hefja leik á EM í Berlín þann 5. september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti á fundinn og tilkynnti um styrk frá ríkisstjórninni til KKÍ vegna verkefnisins. "Þetta er líka viðurkenning fyrir það starf sem við höfum verið að vinna á undanförnum árum. Sigmundur hefur orðið var við á ferðum sínum erlendis að menn eru að tala um þennan árangur körfuboltaliðsins og annan íþróttaárangur Íslendinga. Ég held að stjórnvöld séu farin að átta sig á því hversu mikil landkynning íþróttafólkið okkar er." Styrkur ríkisstjórnarinnar er upp á 7,5 milljónir króna en er þá búið að brúa bilið og ljóst að KKÍ kemur ekki út í tapi á þessu verkefni sem kostar um 40 milljónir króna? "Ég hugsa að við töpum ekki peningum á þessu ári en það er ekki alveg búið að brúa bilið. Þetta fer langleiðina með að brúa bilið fyrir þetta verkefni." Hannes er einn fárra í íþróttahreyfingunni sem hefur verið óhræddur við að gagnrýna stjórnvöld fyrir lítinn stuðning við íþróttahreyfinguna. Hann var loksins bænheyrður í gær. Að einhverju leyti hið minnsta. "Ég er mjög ánægður að sjá þennan stuðning í dag en þetta er það sem ég vil sjá almennt í íþróttahreyfingunni. Eins og forsætisráðherra talaði um þá er þetta eitthvað sem hann vonast til að geta gert áfram á næstu árum. Ég vona að við eigum eftir að sjá enn frekari stuðning við okkur og íþróttahreyfinguna á komandi árum," segir Hannes en trúir hann því að forsætisráðherra muni standa við orð sín á fundinum á næstu árum? "Eigum við ekki að segja það. Þetta er góður dagur og þá á maður að vera jákvæður. Ég treysti því." Fyrir utan þessar 7,5 milljónir króna frá ríkisvaldinu þá hefur hreyfing sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna safnað 6 milljónum króna. Afrekssjóður ÍSÍ styrkti verkefnið um 12 milljónir króna og einnig koma peningar frá samstarfsaðilum. Þeir eru margir sem vilja KKÍ og landsliðinu vel í aðdraganda mótsins. "Körfuboltafjölskyldan er ekki hætt og það er frábært. Þessi stuðningur mun vonandi koma til með að vera á næstu árum hjá okkur sem er frábært. Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta. FIBA Europe og Eurobasket taka þátt í hluta að hótelkostnaði okkar í Berlín. Ég verð að viðurkenna að ég var að vonast eftir meiri stuðningi þar enda eru miklir peningar í evrópskum körfubolta. Þeir lofa meiri stuðningi árið 2017 og við verðum þá að koma okkur bara á það mót," sagði formaðurinn brosmildur.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00 Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00 Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30 EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00
Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00
Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30
EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21