Fjöldi flóttamanna eykst á meðan barist er Heimir Már Pétursson skrifar 25. ágúst 2015 20:03 Fjöldi flóttamanna í Evrópu gæti margfaldast á þessu ári miðað við árin á undan vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Afganistan og Líbíu. Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum segir að álagið eigi eftir aukast dragi ekki úr stríðsátökum í þessum löndum. Flóttamönnum hefur fjölgað gífurlega mikið í Evrópu á þessu ári. Ítalía og Grikkland eru að kikna undan álaginu þannig að Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun um að dreifa fjöldanum á ríki bandalagsins. Rúmlega tvö þúsund manns hafa farist á Miðjarðarhafi en þúsundum hefur verið bjargað. Þetta er venjulegt fólk á flótta undan stríðsátökum og vesæld og í hópnum er mikill fjöldi barna.Thomas De Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands.Vísir/GettyÖfgamenn í Þýskalandi réðust á búðir flóttamanna Þannig fæddi ung móðir stúlkubarn á flóttanum um borð í þýsku varðskipi á Miðjarðarhafi í gær. Þýsk stjórnvöld reikna með að taka á móti 800 þúsund flóttamönnum í ár samanborið við 250 þúsund í fyrra. Hópar hægri öfgamanna hefur ráðist á búðir flóttamanna í Þýskalandi að undanförnu og í dag var kveikt í íþróttahúsi í bænum Nauen í austurhluta landsins sem átti að hýsa 130 flóttamenn. Thomas De Maiziere innanríkisráðherra segir vilja Þjóðverja til að leggja flóttamönnum lið sé að aukast þótt ofbeldi gegn flóttamönnum hafi líka aukist. „Við erum slegin yfir þeim arásum sem hafa verið gerðar á flóttamenn og hælisleitendur og eru enn að eiga sér stað eins og í dæmin sýna gærkvöldi. En þeir sem standa að þessum árásum tilheyra ekki meirihluta Þjóðverja. Þeir eru ekki dæmigerðir Þjóðverjar,“ sagði De Maiziere þegar hann heimsótti Nauen í dag.Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi.Leita í öryggi og frið í EvrópuHvers vegna er þessi aukna ásókn til Evrópu núna?„Það eru náttúrlega í fyrsta lagi þessi miklu átök sem eru í Sýrlandi. Það eru líka aukin átök í Eritreu og í Afganistan. Þannig að almennir borgarar leggja á flótta og fara þá fyrst til nágrannaríkjanna. Oft fótgangandi yfir landamæri,“ segir Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi. Þegar aðstæður í nágrannaríkinu séu síðan slæmar haldi fólk för sinni áfram uppeftir Evrópu oft á tíðum til að sameinast fjölskyldu og ástvinum sem farið hafi á undan því. Sýrlendingar fari gjarnan fyrst til Tyrklands og Líbanon en í síðarnefnda landinu sé í raun neyðarástand vegna fjölda flóttamanna. Til að mynda er talið að yfir sjö milljónir Sýrlendinga séu heimilislausar vegna átakanna þar. Nú þegar hafa 158 þúsund flóttamenn komið sjóleiðina frá Norður Afríku til Grikklands það sem af er þessu ári og um 90 þúsund til Ítalíu. Þá er ótalinn mikill fjöldi sem komið hefur landleiðina. Í Líbíu er ástandið skelfilegt vegna borgarastyrjaldar. Mikill skortur er á mat og vatni í flóttamannabúðum í þessum löndum sem og í austur Evrópu og fólkið heldur því áfram för sinni. Ljóst er að álagið á eftir að aukast. „Á meðan flóttafólkið getur ekki snúið heim. Á meðan þessi átök eins og í Sýrlandi halda áfram og fólk getur ekki snúið til baka, þá mun álagið aukast. Og þegar nágrannalönd þessara ríkja eru ekki í stakk búin til að taka á móti þessum gríðarlega fjölda sem þangað leitar mun fólk halda áfram ferðinni til að koma sjálfu sér og börnum sínum í öruggt skjól,“ segir Áshildur. Flóttamenn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Fjöldi flóttamanna í Evrópu gæti margfaldast á þessu ári miðað við árin á undan vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Afganistan og Líbíu. Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum segir að álagið eigi eftir aukast dragi ekki úr stríðsátökum í þessum löndum. Flóttamönnum hefur fjölgað gífurlega mikið í Evrópu á þessu ári. Ítalía og Grikkland eru að kikna undan álaginu þannig að Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun um að dreifa fjöldanum á ríki bandalagsins. Rúmlega tvö þúsund manns hafa farist á Miðjarðarhafi en þúsundum hefur verið bjargað. Þetta er venjulegt fólk á flótta undan stríðsátökum og vesæld og í hópnum er mikill fjöldi barna.Thomas De Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands.Vísir/GettyÖfgamenn í Þýskalandi réðust á búðir flóttamanna Þannig fæddi ung móðir stúlkubarn á flóttanum um borð í þýsku varðskipi á Miðjarðarhafi í gær. Þýsk stjórnvöld reikna með að taka á móti 800 þúsund flóttamönnum í ár samanborið við 250 þúsund í fyrra. Hópar hægri öfgamanna hefur ráðist á búðir flóttamanna í Þýskalandi að undanförnu og í dag var kveikt í íþróttahúsi í bænum Nauen í austurhluta landsins sem átti að hýsa 130 flóttamenn. Thomas De Maiziere innanríkisráðherra segir vilja Þjóðverja til að leggja flóttamönnum lið sé að aukast þótt ofbeldi gegn flóttamönnum hafi líka aukist. „Við erum slegin yfir þeim arásum sem hafa verið gerðar á flóttamenn og hælisleitendur og eru enn að eiga sér stað eins og í dæmin sýna gærkvöldi. En þeir sem standa að þessum árásum tilheyra ekki meirihluta Þjóðverja. Þeir eru ekki dæmigerðir Þjóðverjar,“ sagði De Maiziere þegar hann heimsótti Nauen í dag.Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi.Leita í öryggi og frið í EvrópuHvers vegna er þessi aukna ásókn til Evrópu núna?„Það eru náttúrlega í fyrsta lagi þessi miklu átök sem eru í Sýrlandi. Það eru líka aukin átök í Eritreu og í Afganistan. Þannig að almennir borgarar leggja á flótta og fara þá fyrst til nágrannaríkjanna. Oft fótgangandi yfir landamæri,“ segir Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi. Þegar aðstæður í nágrannaríkinu séu síðan slæmar haldi fólk för sinni áfram uppeftir Evrópu oft á tíðum til að sameinast fjölskyldu og ástvinum sem farið hafi á undan því. Sýrlendingar fari gjarnan fyrst til Tyrklands og Líbanon en í síðarnefnda landinu sé í raun neyðarástand vegna fjölda flóttamanna. Til að mynda er talið að yfir sjö milljónir Sýrlendinga séu heimilislausar vegna átakanna þar. Nú þegar hafa 158 þúsund flóttamenn komið sjóleiðina frá Norður Afríku til Grikklands það sem af er þessu ári og um 90 þúsund til Ítalíu. Þá er ótalinn mikill fjöldi sem komið hefur landleiðina. Í Líbíu er ástandið skelfilegt vegna borgarastyrjaldar. Mikill skortur er á mat og vatni í flóttamannabúðum í þessum löndum sem og í austur Evrópu og fólkið heldur því áfram för sinni. Ljóst er að álagið á eftir að aukast. „Á meðan flóttafólkið getur ekki snúið heim. Á meðan þessi átök eins og í Sýrlandi halda áfram og fólk getur ekki snúið til baka, þá mun álagið aukast. Og þegar nágrannalönd þessara ríkja eru ekki í stakk búin til að taka á móti þessum gríðarlega fjölda sem þangað leitar mun fólk halda áfram ferðinni til að koma sjálfu sér og börnum sínum í öruggt skjól,“ segir Áshildur.
Flóttamenn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira