Ferðalöngum sem nýta Flugstöðina sem svefnstað fjölgar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. ágúst 2015 10:36 Færst hefur í aukana að farþegar sofi í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Myndin er úr safni. Vísir/Pjetur Í sumar hafa fleiri ferðamenn tekið upp á því að sofa í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir flug en slíkt er óheimilt. Einnig hafa nokkrir tekið upp á því að leggja sig við komu til landsins áður en ferðalag um landið er hafið. Þetta staðfestir Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, í skriflegu svari til Vísis. „Það hefur alltaf borið eitthvað á því að fólk hafi gist í flugstöðinni, en samkvæmt húsreglum Flugstöðvarinnar er bannað að gista. Ástæðan er sú að margir hafa hreiðrað um sig þannig að farangur, svefnpokar og jafnvel tjöld og slíkt er fyrir öðrum farþegum, enda er ekki mikið pláss í innritunarsalnum í flugstöðinni,“ segir Gunnar. Hann segir vandamálið hafa aukist í samræmi við fjölgun ferðamanna og að það sé mest áberandi á sumrin.Komið hefur verið fyrir sérstökum hvíldarbekkjum fyrir farþega sem hafa þegar innritað sig í flug. Engar reglur meina farþegum að leggja sig þegar inn í flugstöðina er komið.Vísir/Aðsend„Einhverjir virðast vilja spara sér síðustu nóttina á hóteli og mæta því kvöldinu áður en þeir eiga að mæta snemma í morgunflug og ætla að sofa í flugstöðinni. Einnig virðist vera töluverð aukning í takt við aukningu á miðnæturflugi þar sem sumir ætla sér að leggja sig í flugstöðinni er þeir koma til Íslands áður en þeir byrja ferðalagið, til dæmis gangandi eða hjólandi.“ Öryggisverðir í flugstöðinni hafa beðið þá einstaklinga sem hafa lagst til hvílu í innritunarsal með sínar pjönkur og pakka að taka dótið sitt saman og færa sig. Gunnar segir flesta sýna reglum flugstöðvarinnar skilning „en í einhverjum tilfellum hefur þurft að margbiðja sömu farþegana um þetta sem hafa ekki sýnt þessu eins mikinn skilning.“ Hann tekur fram að starfsmenn Isavia leggi sig fram um að fara með málin af kurteisi. „En ég veit ekki til þess að við höfum lent í miklum vandræðum með þetta.“ Þrátt fyrir að bannað sé að sofa í innritunarsalnum í Keflavík þá hafa farþegar fullt leyfi til þess að leggja sig á meðan beðið er eftir flugi. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Í sumar hafa fleiri ferðamenn tekið upp á því að sofa í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir flug en slíkt er óheimilt. Einnig hafa nokkrir tekið upp á því að leggja sig við komu til landsins áður en ferðalag um landið er hafið. Þetta staðfestir Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, í skriflegu svari til Vísis. „Það hefur alltaf borið eitthvað á því að fólk hafi gist í flugstöðinni, en samkvæmt húsreglum Flugstöðvarinnar er bannað að gista. Ástæðan er sú að margir hafa hreiðrað um sig þannig að farangur, svefnpokar og jafnvel tjöld og slíkt er fyrir öðrum farþegum, enda er ekki mikið pláss í innritunarsalnum í flugstöðinni,“ segir Gunnar. Hann segir vandamálið hafa aukist í samræmi við fjölgun ferðamanna og að það sé mest áberandi á sumrin.Komið hefur verið fyrir sérstökum hvíldarbekkjum fyrir farþega sem hafa þegar innritað sig í flug. Engar reglur meina farþegum að leggja sig þegar inn í flugstöðina er komið.Vísir/Aðsend„Einhverjir virðast vilja spara sér síðustu nóttina á hóteli og mæta því kvöldinu áður en þeir eiga að mæta snemma í morgunflug og ætla að sofa í flugstöðinni. Einnig virðist vera töluverð aukning í takt við aukningu á miðnæturflugi þar sem sumir ætla sér að leggja sig í flugstöðinni er þeir koma til Íslands áður en þeir byrja ferðalagið, til dæmis gangandi eða hjólandi.“ Öryggisverðir í flugstöðinni hafa beðið þá einstaklinga sem hafa lagst til hvílu í innritunarsal með sínar pjönkur og pakka að taka dótið sitt saman og færa sig. Gunnar segir flesta sýna reglum flugstöðvarinnar skilning „en í einhverjum tilfellum hefur þurft að margbiðja sömu farþegana um þetta sem hafa ekki sýnt þessu eins mikinn skilning.“ Hann tekur fram að starfsmenn Isavia leggi sig fram um að fara með málin af kurteisi. „En ég veit ekki til þess að við höfum lent í miklum vandræðum með þetta.“ Þrátt fyrir að bannað sé að sofa í innritunarsalnum í Keflavík þá hafa farþegar fullt leyfi til þess að leggja sig á meðan beðið er eftir flugi.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24
Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46