Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir unnu fyrsta leik sinn á Evrópumóti U22 í strandblaki í morgun en keppt er í Macedo de Cavaleiros í Portúgal. Báru þær sigur úr býtum gegn sterkasta liði Noregs.
Unnu þær fyrstu hrinuna naumlega eftir mikla spennu 22-20 en töpuðu annarri hrinunni 19-21. Þurfti því að grípa til odda þar sem stelpurnar unnu sannfærandi 15-11 sigur.
Eru þær í F-riðli og eiga næst leik gegn Austurríki í dag klukkan 16:10 að staðartíma, 15:10 á íslenskum tíma.
Berglind og Elísabet unnu fyrsta leik á EM
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn




