Ungverska girðingin hefur dugað skammt Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Flóttamaður skríður undir girðingu á landamærum Ungverjalands og Serbíu. Nordicphotos/AFP Þýskaland Flóttafólk hélt áfram að streyma yfir landamærin til Ungverjalands frá Serbíu í gær þrátt fyrir rammgerða víggirðingu sem Ungverjar hafa reist á landamærunum. Slóvakía hefur einnig byrjað að reisa slíka girðingu á sínum landamærum í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá. Breska þingið hefur nú til meðferðar frumvarp um hertar reglur gagnvart ólöglegum innflytjendum. Innanríkisráðherra Þýskalands hefur sömuleiðis lagt til hertar reglur um flóttafólk. Þýsk og frönsk stjórnvöld vilja hins vegar að gerðar verði breytingar á reglum Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna, þannig að flóttafólki verði deilt niður á aðildarlöndin í hlutfalli við mannfjölda og efnahag. Angela Merkel Þýskalandskanslari skrapp í gær til bæjarins Heidenau, skammt frá Dresden, þar sem íbúar hafa undanfarið látið óspart í ljós andstöðu sína við búðir flóttamanna, stundum með ofbeldi, hótunum og ólátum af ýmsu tagi. Merkel gagnrýndi harðlega ofbeldi og fordóma íbúanna gagnvart flóttafólkinu: „Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim, sem ekki vilja veita hjálp þegar það er bæði lagaleg og mannleg skylda okkar að koma til hjálpar," sagði hún. „Því fleiri, sem gera öðrum þetta ljóst, því sterkari verðum við." Mannfjöldi hafði safnast saman í bænum og gerði hróp að Merkel. Francois Crépeau, mannréttindafulltrúi flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Evrópusambandið verði að fara nýjar leiðir gagnvart flóttafólki, sem leitar á náðir aðildarríkjanna. Líta þurfi á hreyfanleika fólks yfir landamæri sem eftirsóknarverðan, einungis þannig geti aðildarríkin náð að stjórna landamærum sínum í raun. „Yfirráð yfir landsvæði snúast um að hafa eftirlit með landamærum, að vita hver kemur inn og hver fer í burtu. Það hefur aldrei snúist um að loka landamærunum fyrir fólksflutningum," sagði Crépeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. „Við skulum ekki láta eins og það sem Evrópusambandið og aðildarríki þess eru að gera sé að virka,“ segir hann. „Eðli sínu samkvæmt eru landamæri götótt. Einungis er hægt að tryggja eftirlit með því að bjóða flóttafólki og hælisleitendum löglegar og öruggar leiðir til að fara ferða sinna.“ Í gær fundust um 50 lík í flóttamannabát út af ströndum Líbíu. Áður hafði meira en 400 manns verið bjargað úr bátnum. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þýskaland Flóttafólk hélt áfram að streyma yfir landamærin til Ungverjalands frá Serbíu í gær þrátt fyrir rammgerða víggirðingu sem Ungverjar hafa reist á landamærunum. Slóvakía hefur einnig byrjað að reisa slíka girðingu á sínum landamærum í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá. Breska þingið hefur nú til meðferðar frumvarp um hertar reglur gagnvart ólöglegum innflytjendum. Innanríkisráðherra Þýskalands hefur sömuleiðis lagt til hertar reglur um flóttafólk. Þýsk og frönsk stjórnvöld vilja hins vegar að gerðar verði breytingar á reglum Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna, þannig að flóttafólki verði deilt niður á aðildarlöndin í hlutfalli við mannfjölda og efnahag. Angela Merkel Þýskalandskanslari skrapp í gær til bæjarins Heidenau, skammt frá Dresden, þar sem íbúar hafa undanfarið látið óspart í ljós andstöðu sína við búðir flóttamanna, stundum með ofbeldi, hótunum og ólátum af ýmsu tagi. Merkel gagnrýndi harðlega ofbeldi og fordóma íbúanna gagnvart flóttafólkinu: „Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim, sem ekki vilja veita hjálp þegar það er bæði lagaleg og mannleg skylda okkar að koma til hjálpar," sagði hún. „Því fleiri, sem gera öðrum þetta ljóst, því sterkari verðum við." Mannfjöldi hafði safnast saman í bænum og gerði hróp að Merkel. Francois Crépeau, mannréttindafulltrúi flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Evrópusambandið verði að fara nýjar leiðir gagnvart flóttafólki, sem leitar á náðir aðildarríkjanna. Líta þurfi á hreyfanleika fólks yfir landamæri sem eftirsóknarverðan, einungis þannig geti aðildarríkin náð að stjórna landamærum sínum í raun. „Yfirráð yfir landsvæði snúast um að hafa eftirlit með landamærum, að vita hver kemur inn og hver fer í burtu. Það hefur aldrei snúist um að loka landamærunum fyrir fólksflutningum," sagði Crépeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. „Við skulum ekki láta eins og það sem Evrópusambandið og aðildarríki þess eru að gera sé að virka,“ segir hann. „Eðli sínu samkvæmt eru landamæri götótt. Einungis er hægt að tryggja eftirlit með því að bjóða flóttafólki og hælisleitendum löglegar og öruggar leiðir til að fara ferða sinna.“ Í gær fundust um 50 lík í flóttamannabát út af ströndum Líbíu. Áður hafði meira en 400 manns verið bjargað úr bátnum.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira