Að reiða hrokann í þverpokum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Stóri sannleikurinn er ekki til. Það sem hér fer á eftir er til að mynda aðeins þus í miðaldra manni um það hvernig hann sér hlutina. Manni sem hefur haft þann starfa um allnokkra hríð, með hléum þó, að fylgjast með stjórnmálum og greina það sem stjórnmálamenn segja. Og við þá iðju læðist oft og tíðum sá grunur að manni að sannleikurinn og einlægnin séu ekki helstu meðreiðarsveinar stjórnmálanna. Á því eru augljóslega undantekningar og engin ástæða til að skella merkimiða á heila stétt. Kannski er þetta ekki bundið við stjórnmálin, heldur samfélagið allt, hvert og eitt okkar. En þar sem stjórnmálin eru þess eðlis að reglulega fá kjósendur færi á að vega og meta orð og gjörðir stjórnmálamanna og gefa einkunn með atkvæði sínu stendur sú stétt vel til höggsins. Líka af því að stjórnmálamenn eru í okkar umboði að véla um okkar mál og því okkar að leggja mat á störf þeirra og störf þeirra felast að miklu leyti í því hvað þeir segja. En hrokinn leiðir oft förina og þegar svo ber undir er einhvern veginn allt leyfilegt. Þá skellir maður því fram að öryrkjar séu óeðlilega margir á Íslandi, án þess almennilega að vita neitt um það. Þá fullyrðir maður að álverksmiðja sem staðið hefur hálfkláruð árum saman sé alveg að fara að klárast og að ástæðan fyrir því að húsið sé enn hálfkarað sé sú að stjórnmálamennirnir í hinum flokkunum hafi staðið sig svo illa. Þá leggur maður enga orku í kjarasamninga fyrr en verkfall er skollið á en fullyrðir síðan að fyllsta samráð hafi verið haft frá upphafi. Þá hendir maður inn breytingartillögu um virkjanakosti í kippum þvert á nýsamþykkta áætlun um hvernig að málum skuli staðið. Þá setur maður stór og mikilvæg mál inn í þingið löngu eftir að frestur til þess er liðinn og yppir svo bara öxlum þegar einhver hefur eitthvað við það að athuga. Þá fullyrðir maður að heill og hamingja velti á nýrri virkjun og þeir sem eru á móti henni séu bara á móti heill og hamingju. Þá lætur maður taka af sér mynd með einhverjum útlendingum sem hafa orðað áhuga á stóriðjuverkefni sem allir sjá að engin orka er fyrir. Þá lofar maður kjósendum öllu fögru fyrir kosningar vitandi að ekki verður ekki efnt. Já, allt þetta gerist ef hrokinn heldur í taumana. Við þurfum stjórnmálamenn sem ljúga ekki, hvort sem er blákalt eða með hálfsannleik og skrumskælingu. Sem viðurkenna mistök sín. Sem hlusta og læra. Sem vita hvað þeir vilja, hvert þeir ætla að stefna, hvernig samfélagi þeir vilja berjast fyrir og eru óhræddir við að viðurkenna það. Sem þurfa ekki að látast vita allt best. Þeir sem ekki reiða vitið í þverpokum mega ekki fylla þá af hroka. Þar til þessi hugsun ræður för þurfum við að gefa skýr skilaboð: Takk og bless. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Stóri sannleikurinn er ekki til. Það sem hér fer á eftir er til að mynda aðeins þus í miðaldra manni um það hvernig hann sér hlutina. Manni sem hefur haft þann starfa um allnokkra hríð, með hléum þó, að fylgjast með stjórnmálum og greina það sem stjórnmálamenn segja. Og við þá iðju læðist oft og tíðum sá grunur að manni að sannleikurinn og einlægnin séu ekki helstu meðreiðarsveinar stjórnmálanna. Á því eru augljóslega undantekningar og engin ástæða til að skella merkimiða á heila stétt. Kannski er þetta ekki bundið við stjórnmálin, heldur samfélagið allt, hvert og eitt okkar. En þar sem stjórnmálin eru þess eðlis að reglulega fá kjósendur færi á að vega og meta orð og gjörðir stjórnmálamanna og gefa einkunn með atkvæði sínu stendur sú stétt vel til höggsins. Líka af því að stjórnmálamenn eru í okkar umboði að véla um okkar mál og því okkar að leggja mat á störf þeirra og störf þeirra felast að miklu leyti í því hvað þeir segja. En hrokinn leiðir oft förina og þegar svo ber undir er einhvern veginn allt leyfilegt. Þá skellir maður því fram að öryrkjar séu óeðlilega margir á Íslandi, án þess almennilega að vita neitt um það. Þá fullyrðir maður að álverksmiðja sem staðið hefur hálfkláruð árum saman sé alveg að fara að klárast og að ástæðan fyrir því að húsið sé enn hálfkarað sé sú að stjórnmálamennirnir í hinum flokkunum hafi staðið sig svo illa. Þá leggur maður enga orku í kjarasamninga fyrr en verkfall er skollið á en fullyrðir síðan að fyllsta samráð hafi verið haft frá upphafi. Þá hendir maður inn breytingartillögu um virkjanakosti í kippum þvert á nýsamþykkta áætlun um hvernig að málum skuli staðið. Þá setur maður stór og mikilvæg mál inn í þingið löngu eftir að frestur til þess er liðinn og yppir svo bara öxlum þegar einhver hefur eitthvað við það að athuga. Þá fullyrðir maður að heill og hamingja velti á nýrri virkjun og þeir sem eru á móti henni séu bara á móti heill og hamingju. Þá lætur maður taka af sér mynd með einhverjum útlendingum sem hafa orðað áhuga á stóriðjuverkefni sem allir sjá að engin orka er fyrir. Þá lofar maður kjósendum öllu fögru fyrir kosningar vitandi að ekki verður ekki efnt. Já, allt þetta gerist ef hrokinn heldur í taumana. Við þurfum stjórnmálamenn sem ljúga ekki, hvort sem er blákalt eða með hálfsannleik og skrumskælingu. Sem viðurkenna mistök sín. Sem hlusta og læra. Sem vita hvað þeir vilja, hvert þeir ætla að stefna, hvernig samfélagi þeir vilja berjast fyrir og eru óhræddir við að viðurkenna það. Sem þurfa ekki að látast vita allt best. Þeir sem ekki reiða vitið í þverpokum mega ekki fylla þá af hroka. Þar til þessi hugsun ræður för þurfum við að gefa skýr skilaboð: Takk og bless.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun