Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Jóhann Óli eiðsson skrifar 28. ágúst 2015 08:34 Bjarni Benediktsson segir að Hanna Birna þurfi endurnýjað umboð landsfundar. vísir/pjetur „Mér finnst enginn geta sett sig í það sæti að dæma aðra úr leik sem hafa sterkt lýðræðislegt umboð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við DV í dag. Bjarni segir að því sé ekki að leyna að honum finnist ákveðið rótleysi vera í kringum suma skipverja Pírata. Nefnir hann til dæmis að Birgitta Jónsdóttir hafi starfað með fjórum flokkum inn á þingi en hún var starfsmaður fyrir Vinstri græna áður en hún tók sæti á þingi. „Er einhver kjölfesta í þeim [Pírötum]? Mér finnst Píratar að stærstum hluta óskrifað blað.“ Sjálfstæðisflokkurinn átti sæmilegu gengi að fagna í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra en niðurstaða þingkosninganna voru ákveðin vonbrigði fyrir flokkinn. Formaðurinn segir að lykillinn að auknu fylgi sé að ná að viðhalda þeirri miklu breidd sem einkennt hefur hann í gegnum tíðina. „Hann [Sjálfstæðisflokkurinn] hefur náð yfir ólík sjónarmið en þó búið við skýr grunngildi og stefnumál. [...] En nákvæmlega á þessum tímamótum, sem við stöndum á í dag, verandi að koma út úr efnahagshruninu, tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að laga sig að breyttum veruleika með stefnumálin.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram eftir tvo mánuði og sækist Bjarni eftir því að vera formaður áfram. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður flokksins en hún sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar lekamálsins. „Ég lít þannig á að það sé mikilvægt fyrir Hönnu Birnu að fá endurnýjað umboð frá þessum landsfundi,“ segir Bjarni. „Ég treysti mér vel til þess að vinna með henni áfram. Ég ætla hins vegar ekki að reyna að stýra því með einhverjum hætti hvernig fundurinn kemst að niðurstöðu um svona mál.“ Viðtalið í heild má lesa á DV. Alþingi Tengdar fréttir Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Mér finnst enginn geta sett sig í það sæti að dæma aðra úr leik sem hafa sterkt lýðræðislegt umboð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við DV í dag. Bjarni segir að því sé ekki að leyna að honum finnist ákveðið rótleysi vera í kringum suma skipverja Pírata. Nefnir hann til dæmis að Birgitta Jónsdóttir hafi starfað með fjórum flokkum inn á þingi en hún var starfsmaður fyrir Vinstri græna áður en hún tók sæti á þingi. „Er einhver kjölfesta í þeim [Pírötum]? Mér finnst Píratar að stærstum hluta óskrifað blað.“ Sjálfstæðisflokkurinn átti sæmilegu gengi að fagna í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra en niðurstaða þingkosninganna voru ákveðin vonbrigði fyrir flokkinn. Formaðurinn segir að lykillinn að auknu fylgi sé að ná að viðhalda þeirri miklu breidd sem einkennt hefur hann í gegnum tíðina. „Hann [Sjálfstæðisflokkurinn] hefur náð yfir ólík sjónarmið en þó búið við skýr grunngildi og stefnumál. [...] En nákvæmlega á þessum tímamótum, sem við stöndum á í dag, verandi að koma út úr efnahagshruninu, tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að laga sig að breyttum veruleika með stefnumálin.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram eftir tvo mánuði og sækist Bjarni eftir því að vera formaður áfram. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður flokksins en hún sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar lekamálsins. „Ég lít þannig á að það sé mikilvægt fyrir Hönnu Birnu að fá endurnýjað umboð frá þessum landsfundi,“ segir Bjarni. „Ég treysti mér vel til þess að vinna með henni áfram. Ég ætla hins vegar ekki að reyna að stýra því með einhverjum hætti hvernig fundurinn kemst að niðurstöðu um svona mál.“ Viðtalið í heild má lesa á DV.
Alþingi Tengdar fréttir Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00