Öldungadeildarþingmaður Vermont, Bernie Sanders, mælist með meira fylgi en Hillary Clinton á meðal Demókrata í New Hampshire samkvæmt nýrri skoðanakönnun Franklin Pierce háskóla.
Sanders, sem lýsir sjálfum sér sem sósíalista, mælist með 44 prósent fylgi en Hillary 37 prósent.
Þetta er í fyrsta sinn sem Sanders mælist með meiri stuðning en Hillary, en New Hamphire er eitt fyrsta ríkið þar sem kosið verður í forvali Demókrata sem hefst þann 1. febrúar á næsta ári.
Í frétt Guardian kemur fram að í sambærilegri könnun fyrir átta árum, í september 2007, mældist Clinton með 36 prósent fylgi samanborið við 18 prósent hjá Barack Obama, núsitjandi forseta.
