Náttúrulega Jón Gnarr skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Náttúruvísindasöfn eru með skemmtilegri söfnum að heimsækja. Vegleg og stór söfn eru í flestum höfuðborgum. Margir Íslendingar kannast við American Museum of Natural History í New York og hið fræga British Museum í London. Það er náttúruvísindasafn í Ósló, Kaupmannahöfn. Náttúruvísindasafnið í Stokkhólmi var stofnað 1819 og fagnar því brátt aldarafmæli. Ég hef komið í þessi söfn. Þegar ég ferðast til erlendra borga og hef tíma aflögu reyni ég yfirleitt að heimsækja náttúruvísindasöfn. Mér finnst það einhver skemmtilegustu söfnin að koma á. Það er þægilegt þegar maður er að ferðast með öðrum og sérstaklega börnum, því þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Náttúruvísindasöfn eru sérstaklega dýrmæt fyrir börn því þar fá þau uppfræðslu í undrum náttúrunnar með beinum hætti. Eftir að hafa vafrað um sýningarsali er svo gjarnan farið í safnbúðina þar sem ýmislegt athyglisvert fæst keypt. Á náttúruvísindasöfnum koma allir saman og þar er fræðslu og afþreyingu blandað saman. Þangað koma ferðamenn, skólabörn og fræðimenn. En líka listamenn. Fá söfn eru jafn tilvalinn og vinsæll áfangastaður fyrir fjölskyldur og náttúruvísindasöfn. Eitt besta svona safn sem ég hef heimsótt er Houston museum of natural science. Ég fór þangað mörgum sinnum á meðan ég bjó þar. Og í hvert einasta skipti uppgötvaði ég eitthvað nýtt.Hallærispólitík sem öllu kollríður Það er ekkert veglegt náttúruvísindasafn á Íslandi. Það er sérkennileg staða í landi sem er heimsfrægt fyrir náttúru sína. Það er svona svipað og ef í Danmörku væri ekkert Legoland. Fyrir nokkrum árum heimsótti ég safnið í París. Það sem vakti athygli mína var að flestir gestir voru í þeim hluta safnsins sem snéri að Norðurslóðum. Þar er uppstoppaður Geirfugl og fyrir framan hann var löng biðröð. Fólk tók myndir af sér með líkani af náhval á meðan dýrin í Afríku fengu litla sem enga athygli. Náttúruminjasafn Íslands er eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Hlutverk þess er að “varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlynda og náttúruvernd, auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi.” Safnið hefur verið í óásættanlegu húsnæði og húsnæðishraki alla tíð. Safngripir hafa lent í höndum stjórnmálamanna sem hafa notað þá til að afla sér fylgis í kjördæmum sínum. Stutt er síðan forsætisráðherra tilkynnti flokksfélögum sínum að hann hyggðist afhenda Hvalasafni Húsavíkur beinagrindina af Steypireiðinni, sem er þjóðargersemi á heimsmælikvarða. Hann gerði þetta auðvitað án nokkurs samráðs við Náttúrufræðistofnun eða Náttúrugripasafn Íslands. Það hefur líka oft verið rætt í fullri alvöru að flytja safnið í heild sinni uppí Skagafjörð. Það er hluti af þeirri Íslensku hallærispólitík sem öllu kollríður. Margir stjórnmálamenn berjast gegn því að safnið rísi í Reykjavík. Þeir vilja frekar reisa það einhversstaðar útá landi eða útdeila mununum tvist og bast til einkaaðila tengda ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Þetta er pólitískt mál einsog svo margt annað. En á meðan fólk þrætir um þetta liggur safnið undir skemmdum og þegar hafa yfir 2000 safngripir eyðilagst enda flest geymt í pappakössum í kjöllurum hingað og þangað um bæinn. Það væri vissulega skárra að hafa það í einu lagi uppí Skagafirði. En gallinn við það er að flestir Íslendingar búa á höfuðborgarsvæðinu og þar eru flestar menntastofnanir landsins. Safn útá landi mundi því aðallega þjóna ferðamönnum en íslensk skólabörn mundu fara á mis við það og halda áfram að vita minna og minna um náttúru landsins síns. Mér finnst því augljóst að Náttúrumynjasafn Íslands eigi að vera í Reykjavík. Það er langhagkvæmast að flestu leyti. Ég held að það mætti jafnvel reka safnið með hagnaði. Mér finnst það ekki óraunhæft miðað við vaxandi fjölda ferðamanna til landsins. Náttúra Íslands er einstök. Það er ekkert Ísland í Ameríku. Það er ekkert Ísland í Evrópu. Og ég held að það sé ekkert Ísland í Asíu. Flest sem er sjaldgæft og einstakt og öðruvísi en allt annað er verðmætt.Þjóðarskömm Náttúrumynjasafnið okkar situr fast í hlekkjum hugarfars. Það virðist almennt áhugaleysi um gildi og mikilvægi safnsins og fréttir af því fá ekki mörg læk á feisbúkk. Allir virðast búnir að gleyma þjóðarsöfnunni 1970, þegar jafnvel börn tæmdu sparibaukana sína svo íslenska þjóðin gæti keypt uppstoppaðan geirfugl. Erum við virkilega orðin svo miklir plebbar að við séum hætt að vilja reyna að skilja okkur sjálf? Við Íslendingar virðumst hafa meiri áhuga og skoðanir á því hvar höfuðstöðvar Landsbankans eigi að vera heldur en hvort og hvar Náttúrumynjasafn sé. Flestum virðist slétt sama. Það er ekki eðlilegt og ekki góð þróun. Hvað þarf mikið af verðmætum munum að tínast og skemmast áður en við rönkum við okkur? Mér finnst þetta mál vera okkur til skammar. Mér finnst þetta þjóðarskömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Náttúruvísindasöfn eru með skemmtilegri söfnum að heimsækja. Vegleg og stór söfn eru í flestum höfuðborgum. Margir Íslendingar kannast við American Museum of Natural History í New York og hið fræga British Museum í London. Það er náttúruvísindasafn í Ósló, Kaupmannahöfn. Náttúruvísindasafnið í Stokkhólmi var stofnað 1819 og fagnar því brátt aldarafmæli. Ég hef komið í þessi söfn. Þegar ég ferðast til erlendra borga og hef tíma aflögu reyni ég yfirleitt að heimsækja náttúruvísindasöfn. Mér finnst það einhver skemmtilegustu söfnin að koma á. Það er þægilegt þegar maður er að ferðast með öðrum og sérstaklega börnum, því þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Náttúruvísindasöfn eru sérstaklega dýrmæt fyrir börn því þar fá þau uppfræðslu í undrum náttúrunnar með beinum hætti. Eftir að hafa vafrað um sýningarsali er svo gjarnan farið í safnbúðina þar sem ýmislegt athyglisvert fæst keypt. Á náttúruvísindasöfnum koma allir saman og þar er fræðslu og afþreyingu blandað saman. Þangað koma ferðamenn, skólabörn og fræðimenn. En líka listamenn. Fá söfn eru jafn tilvalinn og vinsæll áfangastaður fyrir fjölskyldur og náttúruvísindasöfn. Eitt besta svona safn sem ég hef heimsótt er Houston museum of natural science. Ég fór þangað mörgum sinnum á meðan ég bjó þar. Og í hvert einasta skipti uppgötvaði ég eitthvað nýtt.Hallærispólitík sem öllu kollríður Það er ekkert veglegt náttúruvísindasafn á Íslandi. Það er sérkennileg staða í landi sem er heimsfrægt fyrir náttúru sína. Það er svona svipað og ef í Danmörku væri ekkert Legoland. Fyrir nokkrum árum heimsótti ég safnið í París. Það sem vakti athygli mína var að flestir gestir voru í þeim hluta safnsins sem snéri að Norðurslóðum. Þar er uppstoppaður Geirfugl og fyrir framan hann var löng biðröð. Fólk tók myndir af sér með líkani af náhval á meðan dýrin í Afríku fengu litla sem enga athygli. Náttúruminjasafn Íslands er eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Hlutverk þess er að “varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlynda og náttúruvernd, auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi.” Safnið hefur verið í óásættanlegu húsnæði og húsnæðishraki alla tíð. Safngripir hafa lent í höndum stjórnmálamanna sem hafa notað þá til að afla sér fylgis í kjördæmum sínum. Stutt er síðan forsætisráðherra tilkynnti flokksfélögum sínum að hann hyggðist afhenda Hvalasafni Húsavíkur beinagrindina af Steypireiðinni, sem er þjóðargersemi á heimsmælikvarða. Hann gerði þetta auðvitað án nokkurs samráðs við Náttúrufræðistofnun eða Náttúrugripasafn Íslands. Það hefur líka oft verið rætt í fullri alvöru að flytja safnið í heild sinni uppí Skagafjörð. Það er hluti af þeirri Íslensku hallærispólitík sem öllu kollríður. Margir stjórnmálamenn berjast gegn því að safnið rísi í Reykjavík. Þeir vilja frekar reisa það einhversstaðar útá landi eða útdeila mununum tvist og bast til einkaaðila tengda ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Þetta er pólitískt mál einsog svo margt annað. En á meðan fólk þrætir um þetta liggur safnið undir skemmdum og þegar hafa yfir 2000 safngripir eyðilagst enda flest geymt í pappakössum í kjöllurum hingað og þangað um bæinn. Það væri vissulega skárra að hafa það í einu lagi uppí Skagafirði. En gallinn við það er að flestir Íslendingar búa á höfuðborgarsvæðinu og þar eru flestar menntastofnanir landsins. Safn útá landi mundi því aðallega þjóna ferðamönnum en íslensk skólabörn mundu fara á mis við það og halda áfram að vita minna og minna um náttúru landsins síns. Mér finnst því augljóst að Náttúrumynjasafn Íslands eigi að vera í Reykjavík. Það er langhagkvæmast að flestu leyti. Ég held að það mætti jafnvel reka safnið með hagnaði. Mér finnst það ekki óraunhæft miðað við vaxandi fjölda ferðamanna til landsins. Náttúra Íslands er einstök. Það er ekkert Ísland í Ameríku. Það er ekkert Ísland í Evrópu. Og ég held að það sé ekkert Ísland í Asíu. Flest sem er sjaldgæft og einstakt og öðruvísi en allt annað er verðmætt.Þjóðarskömm Náttúrumynjasafnið okkar situr fast í hlekkjum hugarfars. Það virðist almennt áhugaleysi um gildi og mikilvægi safnsins og fréttir af því fá ekki mörg læk á feisbúkk. Allir virðast búnir að gleyma þjóðarsöfnunni 1970, þegar jafnvel börn tæmdu sparibaukana sína svo íslenska þjóðin gæti keypt uppstoppaðan geirfugl. Erum við virkilega orðin svo miklir plebbar að við séum hætt að vilja reyna að skilja okkur sjálf? Við Íslendingar virðumst hafa meiri áhuga og skoðanir á því hvar höfuðstöðvar Landsbankans eigi að vera heldur en hvort og hvar Náttúrumynjasafn sé. Flestum virðist slétt sama. Það er ekki eðlilegt og ekki góð þróun. Hvað þarf mikið af verðmætum munum að tínast og skemmast áður en við rönkum við okkur? Mér finnst þetta mál vera okkur til skammar. Mér finnst þetta þjóðarskömm.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun