Leiðtogi ISIS nauðgaði bandarískum gísl samtakanna Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2015 21:55 Abu Bakr al Baghdadi og Kayla Mueller. Vísir/AFP Abu Bakr al Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, er sagður hafa nauðgað gísl samtakanna ítrekað áður en hún lést. Kayla Mueller var um tíma haldið á heimili Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og eiginkonu hans. Þangað kom Baghdadi reglulega í heimsókn. Fjölmargar konur hafa verið í haldi í umræddu húsi og voru margar þeirra giftar vígamönnum ISIS. Á einu tímabili voru fjórar táningsstúlkur með Mueller í haldi og var þeim einnig nauðgað. Tveimur þeirra tókst þó að flýja og segja þær að Mueller hafi reynt að verja þær frá vígamönnum og öðrum. Á vef Independent er frásögn stúlknanna gerð skil og þar segir að þær hafi beðið Mueller um að flýja með sér, en hún hafi neitað. Sagði hún að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Stúlkurnar sögðu meðal annars starfsmönnum leyniþjónustna Bandaríkjanna sögu sína, sem staðfestu í gær að hún hefði verið sannreynd. Fjölskylda Mueller veit einnig af nauðgununum. Mueller lést í haldi ISIS en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður. Andlát hennar var tilkynnt í febrúar. Hryðjuverkasamtökin segja að hún hafi fallið í loftárás Jórdana en það hefur ekki verið staðfest. Í maí réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimilið og felldu Abu Sayyaf og tóku eiginkonu hans höndum. Hún mun fara fyrir dómstóla í sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak. Sérsveitarmennirnir frelsuðu þar að auki fjölda stúlkna sem tilheyra Jadsídum af heimilinu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Abu Bakr al Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, er sagður hafa nauðgað gísl samtakanna ítrekað áður en hún lést. Kayla Mueller var um tíma haldið á heimili Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og eiginkonu hans. Þangað kom Baghdadi reglulega í heimsókn. Fjölmargar konur hafa verið í haldi í umræddu húsi og voru margar þeirra giftar vígamönnum ISIS. Á einu tímabili voru fjórar táningsstúlkur með Mueller í haldi og var þeim einnig nauðgað. Tveimur þeirra tókst þó að flýja og segja þær að Mueller hafi reynt að verja þær frá vígamönnum og öðrum. Á vef Independent er frásögn stúlknanna gerð skil og þar segir að þær hafi beðið Mueller um að flýja með sér, en hún hafi neitað. Sagði hún að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Stúlkurnar sögðu meðal annars starfsmönnum leyniþjónustna Bandaríkjanna sögu sína, sem staðfestu í gær að hún hefði verið sannreynd. Fjölskylda Mueller veit einnig af nauðgununum. Mueller lést í haldi ISIS en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður. Andlát hennar var tilkynnt í febrúar. Hryðjuverkasamtökin segja að hún hafi fallið í loftárás Jórdana en það hefur ekki verið staðfest. Í maí réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimilið og felldu Abu Sayyaf og tóku eiginkonu hans höndum. Hún mun fara fyrir dómstóla í sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak. Sérsveitarmennirnir frelsuðu þar að auki fjölda stúlkna sem tilheyra Jadsídum af heimilinu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15
Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15
Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30
Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35