Hörður sem hefur leikið undanfarið ár með Mitteldeutscher í þýsku úrvalsdeildinni hefur einnig leikið á Spáni á ferlinum en hann leikur í Grikklandi í fyrsta sinn á ferlinum í haust.
Hörður skrifaði undir til eins árs en hann staðfesti í samtali við Vísi rétt í þessu að hann hefði verið í viðræðum við nokkur lið í Þýskalandi og Grikklandi áður en hann skrifaði undir hjá Trikala.
Hörður er þessa dagana með íslenska landsliðinu í æfingarbúðum fyrir Eurobasket en hann sagði að gengið hefði verið frá málinu fyrir tveimur vikum og þetta hefði því ekki truflað undirbúninginn.
Now its official i will be moving to Greece to play for @trikalabc very excited to take on a new challenge! 1/2
— Hörður vilhjálmsson (@Hossiaxel) August 18, 2015
Cant wait to get started But for now my focus is on Eurobasket. 2/2
— Hörður vilhjálmsson (@Hossiaxel) August 18, 2015