Bandaríski auðjöfurinn Donald Trump mælist í nýrri könnun CNN og ORC með talsvert forskot á aðra þá sem bjóða sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana.
Trump mælist með 24 prósent fylgi en sá sem mælist með næst mest fylgi, fyrrum ríkisstjórinn Jeb Bush, nýtur stuðnings þrettán prósent aðspurðra.
Fyrrum skurðlæknirinn Ben Carson mælist með níu prósent fylgi, ríkisstjórarnir Marco Rubio og Scott Walker með átta prósent, öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul með sex prósent, en aðrir með minna.
Í frétt CNN segir að stuðningur við Trump hafi aukist um sex prósentustig frá því að fyrsta könnun CNN og OPC á landsvísu var gerð í júlí síðastliðinn.
Könnun CNN: Trump með mikið forskot á aðra frambjóðendur
Atli Ísleifsson skrifar
