Körfubolti

Duncan tók á sig 666 milljón króna launalækkun

Tim Duncan. Þvílíkur maður.
Tim Duncan. Þvílíkur maður. vísir/getty
Goðsögnin Tim Duncan hjá San Antonio Spurs, Tim Duncan, er orðinn 39 ára gamall en hefur samt enn margt fram að færa fyrir sitt lið.

Á undanförnum árum hefur hann verið að taka á sig launalækkun svo félagið geti verið með fleiri gæðaleikmenn á skrá hjá sér. Í ár tók hann á sig launalækkun upp á 666 milljónir króna.

Fyrir vikið gat Spurs nælt sér í LaMarcus Aldridge og David West á markaðnum. Félagið gat einnig haldið Kawhi Leonard með betri samningi.

Duncan er búinn að taka á sig svo mikla launalækkun að hann er aðeins í 154. sæti á launalista deildarinnar. Það er ótrúlegt að slíkur gæðaleikmaður sé ekki með hærri laun.

Duncan er á lúsarlaunum hjá liði sem ætlar sér að reyna að fara alla leið. Kobe Bryant mun aftur á móti fá 3,3 milljarða næsta vetur með liði sem mun líklega ekki komast í úrslitakeppnina.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×