Tónlistartjón Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneytið rífast nú á síðum blaðanna um ábyrgð á slæmri stöðu tónlistarskóla í borginni. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að fjórir tónlistarskólar gætu ekki fjármagnað starfsemi sína og yrði ekkert að gert myndu þeir ekki geta haldið starfseminni áfram. Forsaga málsins er sú að sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkuð hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Þórunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, sagði fjárhæðina hafa átt að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnemenda á landinu. Fjöldinn hafi aukist og ekkert tillit sé tekið til launahækkana í kjarasamningum. Töluvert vantar því upp á að fjárhæðin dugi og ágreiningur er uppi um hverjum beri að greiða það sem upp á vantar. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, sagði í Fréttablaðinu í gær að borgin klagaði þennan vanda upp á ríkið, en málið væri snúið. Samkomulag hafi verið gert við ríkið í vor um að setja inn peninga til að leysa bráðavandann, en með aðkomu ríkisins. Þeir peningar hafi ekki borist. Björn segir borgina munu standa við sinn hluta ef ríkið geri slíkt hið sama. Í blaðinu í dag er rætt við Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sem skellir skuldinni á móti á borgina. Í yfirlýsingu sem ráðuneytið sendi frá sér vegna málsins í gær kemur fram að framlag ríkisins til tónlistarskóla nægi fyrir 65% af kostnaði við kennslu nemenda og sá vandi sem blasi við þessum tónlistarskólum í Reykjavík stafi af því að borgin, eitt sveitarfélaga, hefur ekki viljað greiða skólunum það sem upp á vantar. Samkomulagið frá 2011 breyti ekki ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla og leysi þá ekki undan þeirri skyldu að veita þeim fjárhagslegan stuðning. „Svo virðist sem Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga í landinu, hafi annan skilning á ákvæðum laganna en ríkið, þ.e. að fyrrgreint samkomulag leysi hana undan skyldum gagnvart nemendum í framhaldsnámi í tónlist. Það gengur þvert á skilning þáverandi og núverandi mennta- og menningarmálaráðherra, og annarra sveitarfélaga, á eðli samkomulagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Borgin er sögð gera þá kröfu að ríkið greiði kostnað við kennslu nemenda á framhaldsstigi að fullu. Það er ljóst að formaður borgarráðs hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að málið sé snúið. Einhvers staðar í þessu máli liggur misskilningur eða ágreiningur milli borgarinnar og ráðuneytisins og ekki allsendis ljóst hvor veldur. Á meðan berjast fjórir tónlistarskólar, hver og einn með tugi nemenda innan sinna raða, í bökkum. Barátta þessara skóla gengur svo illa að þeir sjá vart fyrir sér að lifa af. Hvort heldur sem borgin eða ráðuneytið veldur er ljóst að svona vinnubrögð hjá stjórnvöldum eru ólíðandi. Enginn rekstur getur lifað af sem á sífellt von á fjármunum sem síðan aldrei berast. Tónlistarskólastjórnendur í Reykjavík telja að sveitarfélagið beri ábyrgð á rekstrinum og stuðningur ríkisins við nám lengra kominna breyti engu þar um. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem túlkar lögin með þeim hætti sem það gerir og þannig ljóst að önnur sveitarfélög hafa ekki séð ástæðu til að halda fjármunum frá tónlistarskólum þegar 65 prósenta stuðningi ráðuneytisins sleppir. Þá er ágætt að rifja upp að margur sér aðeins flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneytið rífast nú á síðum blaðanna um ábyrgð á slæmri stöðu tónlistarskóla í borginni. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að fjórir tónlistarskólar gætu ekki fjármagnað starfsemi sína og yrði ekkert að gert myndu þeir ekki geta haldið starfseminni áfram. Forsaga málsins er sú að sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkuð hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Þórunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, sagði fjárhæðina hafa átt að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnemenda á landinu. Fjöldinn hafi aukist og ekkert tillit sé tekið til launahækkana í kjarasamningum. Töluvert vantar því upp á að fjárhæðin dugi og ágreiningur er uppi um hverjum beri að greiða það sem upp á vantar. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, sagði í Fréttablaðinu í gær að borgin klagaði þennan vanda upp á ríkið, en málið væri snúið. Samkomulag hafi verið gert við ríkið í vor um að setja inn peninga til að leysa bráðavandann, en með aðkomu ríkisins. Þeir peningar hafi ekki borist. Björn segir borgina munu standa við sinn hluta ef ríkið geri slíkt hið sama. Í blaðinu í dag er rætt við Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sem skellir skuldinni á móti á borgina. Í yfirlýsingu sem ráðuneytið sendi frá sér vegna málsins í gær kemur fram að framlag ríkisins til tónlistarskóla nægi fyrir 65% af kostnaði við kennslu nemenda og sá vandi sem blasi við þessum tónlistarskólum í Reykjavík stafi af því að borgin, eitt sveitarfélaga, hefur ekki viljað greiða skólunum það sem upp á vantar. Samkomulagið frá 2011 breyti ekki ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla og leysi þá ekki undan þeirri skyldu að veita þeim fjárhagslegan stuðning. „Svo virðist sem Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga í landinu, hafi annan skilning á ákvæðum laganna en ríkið, þ.e. að fyrrgreint samkomulag leysi hana undan skyldum gagnvart nemendum í framhaldsnámi í tónlist. Það gengur þvert á skilning þáverandi og núverandi mennta- og menningarmálaráðherra, og annarra sveitarfélaga, á eðli samkomulagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Borgin er sögð gera þá kröfu að ríkið greiði kostnað við kennslu nemenda á framhaldsstigi að fullu. Það er ljóst að formaður borgarráðs hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að málið sé snúið. Einhvers staðar í þessu máli liggur misskilningur eða ágreiningur milli borgarinnar og ráðuneytisins og ekki allsendis ljóst hvor veldur. Á meðan berjast fjórir tónlistarskólar, hver og einn með tugi nemenda innan sinna raða, í bökkum. Barátta þessara skóla gengur svo illa að þeir sjá vart fyrir sér að lifa af. Hvort heldur sem borgin eða ráðuneytið veldur er ljóst að svona vinnubrögð hjá stjórnvöldum eru ólíðandi. Enginn rekstur getur lifað af sem á sífellt von á fjármunum sem síðan aldrei berast. Tónlistarskólastjórnendur í Reykjavík telja að sveitarfélagið beri ábyrgð á rekstrinum og stuðningur ríkisins við nám lengra kominna breyti engu þar um. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem túlkar lögin með þeim hætti sem það gerir og þannig ljóst að önnur sveitarfélög hafa ekki séð ástæðu til að halda fjármunum frá tónlistarskólum þegar 65 prósenta stuðningi ráðuneytisins sleppir. Þá er ágætt að rifja upp að margur sér aðeins flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun