Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2015 16:15 Rúmlega sex hundruð manns vilja þyrma lífi selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum um liðna helgi. Kópurinn fannst á tjaldstæðinu í Laugardal og var handsamaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom honum aftur í garðinn. Haft var eftir Hilmari Össurarsyni dýrahirði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að urtan, móðir kópsins, muni stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis muni kópurinn hljóta sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum. Sagðar hafa verið fréttir af því að kópum húsdýragarðsins sé lógað við enda sumarsins vegna plássleysis og refirnir í húsdýragarðinum fóðraðir með kjötinu. 650 vilja að kópurinn lifi Nú hafa 650 manns líkað við Facebook-síðu þegar þetta er skrifað þar sem skorað er á forsvarsmenn húsdýragarðsins að þyrma lífi sprettharða selkópsins en forstöðumaður Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, segir það sama gilda um kópana og önnur dýr í garðinum. Málið sé í höndum yfirdýrahirðis og dýrahirða sem ákveða hvaða dýr fá að vera áfram í garðinum og hver ekki. „Þeir fara bara yfir þá hluti og athuga hvernig staðan er í hverjum hópnum fyrir sig. Það er gangurinn í þessu hjá okkur.“ Selirnir orðnir gamlir Hann segir ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér en það sé alltaf einhver möguleiki til að halda dýrunum á lífi. „Eins og við gerðum með yrðlingana hjá okkur. Við sendum þá til Noregs og Svíþjóðar. Síðar er alltaf eitthvað sem þarf að leysa af. Þessir selir eru komnir til ára sinna og það er spurning hvenær þeir fara að deyja náttúrulegum dauðdaga. Þeir eru orðnir 26 og 27 ára gamlir. Síðan getum við svo sem ekki endilega heldur bætt í laugina. Það þarf heldur að fækka í henni þannig að hvert og eitt dýr hafi meira rými.“ Málið sé þó engu að síður í höndum dýrahirðanna. „Þetta er eflaust sprottið af góðum hvötum hjá fólki og það ber að virða líka hlýhug hjá fólki þegar því er umhugað um dýrin. En þetta er staðan hjá okkur að svona tökum við ákvarðanir í garðinum. Það er farið bara yfir málin af yfirdýrahirðinum og dýrahirðum og þeir hafa þetta hlutverk.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Rúmlega sex hundruð manns vilja þyrma lífi selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum um liðna helgi. Kópurinn fannst á tjaldstæðinu í Laugardal og var handsamaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom honum aftur í garðinn. Haft var eftir Hilmari Össurarsyni dýrahirði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að urtan, móðir kópsins, muni stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis muni kópurinn hljóta sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum. Sagðar hafa verið fréttir af því að kópum húsdýragarðsins sé lógað við enda sumarsins vegna plássleysis og refirnir í húsdýragarðinum fóðraðir með kjötinu. 650 vilja að kópurinn lifi Nú hafa 650 manns líkað við Facebook-síðu þegar þetta er skrifað þar sem skorað er á forsvarsmenn húsdýragarðsins að þyrma lífi sprettharða selkópsins en forstöðumaður Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, segir það sama gilda um kópana og önnur dýr í garðinum. Málið sé í höndum yfirdýrahirðis og dýrahirða sem ákveða hvaða dýr fá að vera áfram í garðinum og hver ekki. „Þeir fara bara yfir þá hluti og athuga hvernig staðan er í hverjum hópnum fyrir sig. Það er gangurinn í þessu hjá okkur.“ Selirnir orðnir gamlir Hann segir ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér en það sé alltaf einhver möguleiki til að halda dýrunum á lífi. „Eins og við gerðum með yrðlingana hjá okkur. Við sendum þá til Noregs og Svíþjóðar. Síðar er alltaf eitthvað sem þarf að leysa af. Þessir selir eru komnir til ára sinna og það er spurning hvenær þeir fara að deyja náttúrulegum dauðdaga. Þeir eru orðnir 26 og 27 ára gamlir. Síðan getum við svo sem ekki endilega heldur bætt í laugina. Það þarf heldur að fækka í henni þannig að hvert og eitt dýr hafi meira rými.“ Málið sé þó engu að síður í höndum dýrahirðanna. „Þetta er eflaust sprottið af góðum hvötum hjá fólki og það ber að virða líka hlýhug hjá fólki þegar því er umhugað um dýrin. En þetta er staðan hjá okkur að svona tökum við ákvarðanir í garðinum. Það er farið bara yfir málin af yfirdýrahirðinum og dýrahirðum og þeir hafa þetta hlutverk.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31