Dinamo Zagreb komst áfram á ótrúlegan hátt | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. ágúst 2015 20:57 Úr leik Dinamo Zagreb og Molde. Vísir/Getty Stuðningsmenn Molde hljóta að velta fyrir sér hvernig það megi vera að félagið hafi ekki komist áfram í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Molde sem lék manni færri í hálftíma lenti 0-3 undir um miðbik fyrri hálfleiksins en náði að jafna metin þrátt fyrir að hafa brennt af tveimur vítaspyrnum af þremur. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Zagreb og fengu heimamenn í Molde sannkallaða draumabyrjun þegar dæmd var vítaspyrna á Dinamo Zagreb eftir átta mínútur. Ola Kamara brenndi hinsvegar af og stuttu síðar skoruðu gestirnir frá Króatíu þrjú mörk á fimm mínútum. Etzaz Hussain minnkaði muninn stuttu fyrir hálfleik en í lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik fékk Molde annað víti. Harmeet Singh tók vítaspyrnuna að þessu sinni en hann brenndi af og var staðan 3-1 fyrir gestina í hálfleik. Dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnuna á Dinamo Zagreb í upphafi seinni hálfleiks og loksins tókst leikmönnum Molde að nýta sér það þegar Mohamed Elyounoussi fór á vítapunktinn. Kamara bætti við þriðja marki Molde þegar korter var til leiksloka og jafnaði metin en tíu mínútum áður fékk Vegard Forren, miðvörður Molde, rautt spjald. Tíu leikmenn Molde reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lauk leiknum því með 3-3 jafntefli og fer Dinamo Zagreb áfram á útivallarmarkareglunni. Í Amsterdam vann Rapid Vín 3-2 sigur á Ajax og komst með því í næstu umferð en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Austurríki. Gestirnir frá Austurríki komust í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en Arkadiuzs Milik og Nemanja Gudelj jöfnuðu metin fyrir Ajax. Lasse Schaub bætti við örðu marki sínu fyrir Rapid Vín stuttu fyrir leikslok og gerði út um einvígið á sama tíma og hann tryggði sæti Rapid Vín í næstu umferð Þá vann Mitdjylland óvæntan sigur á kýpverska félaginu APOEL í Kýpur en eina mark leiksins kom á 3. mínútu og var þar að verki Erik Sviatchenko. Miðjumaður APOEL fékk beint rautt spjald á 29. mínútu leiksins en danska félaginu tókst ekki að bæta við öðru marki og féll því út á útivallarmarks reglunni. Að lokum vann Monaco öruggan sigur á Young Boys frá Sviss 4-0 í Mónakó en franska félagið gerði út um einvígið í fyrri leik liðanna.Úrslit kvöldsins: Molde 3-3 Dinamo Zagreb (4-4, Dinamo Zagreb áfram á útivallarmörkum) APOEL 0-1 Mitdjylland (2-2, APOEL áfram á útivallarmörkum) Ajax 2-3 Rapid Vín (4-5, Rapid Vín fer áfram) Monaco 4-0 Young Boys (7-1, Monaco fer áfram) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjá meira
Stuðningsmenn Molde hljóta að velta fyrir sér hvernig það megi vera að félagið hafi ekki komist áfram í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Molde sem lék manni færri í hálftíma lenti 0-3 undir um miðbik fyrri hálfleiksins en náði að jafna metin þrátt fyrir að hafa brennt af tveimur vítaspyrnum af þremur. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Zagreb og fengu heimamenn í Molde sannkallaða draumabyrjun þegar dæmd var vítaspyrna á Dinamo Zagreb eftir átta mínútur. Ola Kamara brenndi hinsvegar af og stuttu síðar skoruðu gestirnir frá Króatíu þrjú mörk á fimm mínútum. Etzaz Hussain minnkaði muninn stuttu fyrir hálfleik en í lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik fékk Molde annað víti. Harmeet Singh tók vítaspyrnuna að þessu sinni en hann brenndi af og var staðan 3-1 fyrir gestina í hálfleik. Dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnuna á Dinamo Zagreb í upphafi seinni hálfleiks og loksins tókst leikmönnum Molde að nýta sér það þegar Mohamed Elyounoussi fór á vítapunktinn. Kamara bætti við þriðja marki Molde þegar korter var til leiksloka og jafnaði metin en tíu mínútum áður fékk Vegard Forren, miðvörður Molde, rautt spjald. Tíu leikmenn Molde reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lauk leiknum því með 3-3 jafntefli og fer Dinamo Zagreb áfram á útivallarmarkareglunni. Í Amsterdam vann Rapid Vín 3-2 sigur á Ajax og komst með því í næstu umferð en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Austurríki. Gestirnir frá Austurríki komust í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en Arkadiuzs Milik og Nemanja Gudelj jöfnuðu metin fyrir Ajax. Lasse Schaub bætti við örðu marki sínu fyrir Rapid Vín stuttu fyrir leikslok og gerði út um einvígið á sama tíma og hann tryggði sæti Rapid Vín í næstu umferð Þá vann Mitdjylland óvæntan sigur á kýpverska félaginu APOEL í Kýpur en eina mark leiksins kom á 3. mínútu og var þar að verki Erik Sviatchenko. Miðjumaður APOEL fékk beint rautt spjald á 29. mínútu leiksins en danska félaginu tókst ekki að bæta við öðru marki og féll því út á útivallarmarks reglunni. Að lokum vann Monaco öruggan sigur á Young Boys frá Sviss 4-0 í Mónakó en franska félagið gerði út um einvígið í fyrri leik liðanna.Úrslit kvöldsins: Molde 3-3 Dinamo Zagreb (4-4, Dinamo Zagreb áfram á útivallarmörkum) APOEL 0-1 Mitdjylland (2-2, APOEL áfram á útivallarmörkum) Ajax 2-3 Rapid Vín (4-5, Rapid Vín fer áfram) Monaco 4-0 Young Boys (7-1, Monaco fer áfram)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn